Telur að Protasevich gæti verið pyntaður í Hvíta-Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2021 21:24 Protasevich var handtekinn í gær, en myndin er frá mótmælum í Minsk árið 2017. AP/Sergei Grits Fjölskylda hvítrússneska blaðamannsins Romans Protasevich óttast að hann kunni að vera pyntaður af stjórnvöldum í heimalandinu eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til lendingar í Hvíta-Rússlandi og hann tekinn höndum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dmitri Protasevich, föður Romans, að hann hefði miklar áhyggjur af þeirri meðferð sem sonur hans fengi nú þegar hann er í haldi yfirvalda í Hvíta-Rússlandi. „Við vonum að hann muni þola þetta. Við verðum hrædd bara við að hugsa um þetta, en það er mögulegt að hann hafi verið barinn og pyntaður. Við erum hrædd um það,“ sagði Dmitri. Fjölskylda Romans væri í miklu áfalli vegna málsins. Flugvélin sem Protasevich var farþegi í var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníus í Litháen en var látin lenda í Hvíta-Rússlandi þegar hún kom inn í lofthelgi landsins. Protasevich var í kjölfarið handtekinn. „Þetta er eitthvað sem á ekki að vera að gerast í miðri Evrópu á 21. öldinni. Við vonum að allt alþjóðasamfélagið, þar á meðal Evrópusambandið, setji fordæmalausan þrýsting á yfirvöld. Við vonum að sá þrýstingur beri árangur og yfirvöld átti sig á því að þau hafi gert afar stór mistök,“ hefur BBC eftir föðurnum. Birtu myndband af blaðamanninum Í dag birtu hvítrússnesk stjórnvöld myndband af Protasevich þar sem hann kvaðst vera við góða heilsu og virtist játa þau brot sem honum eru gefin að sök í Hvíta-Rússlandi. Þau brot fela í sér að hafa skipulagt mótmæli gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins. Aðgerðasinnar í Hvíta-Rússlandi segja játningu Protasevich ekki ósvikna, þar sem hann hafi einfaldlega verið látinn játa. Evrópusambandið hefur í kjölfar málsins ákveðið að beita Hvíta-Rússland auknum viðskiptaþvingunum og hvatti flugfélög til þess að fljúga ekki inn í hvítrússneska lofthelgi. Þá hefur hvítrússneskum flugvélum verið bannað að fljúga yfir lofthelgi aðildarríkja ESB. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. 24. maí 2021 18:35 Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dmitri Protasevich, föður Romans, að hann hefði miklar áhyggjur af þeirri meðferð sem sonur hans fengi nú þegar hann er í haldi yfirvalda í Hvíta-Rússlandi. „Við vonum að hann muni þola þetta. Við verðum hrædd bara við að hugsa um þetta, en það er mögulegt að hann hafi verið barinn og pyntaður. Við erum hrædd um það,“ sagði Dmitri. Fjölskylda Romans væri í miklu áfalli vegna málsins. Flugvélin sem Protasevich var farþegi í var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníus í Litháen en var látin lenda í Hvíta-Rússlandi þegar hún kom inn í lofthelgi landsins. Protasevich var í kjölfarið handtekinn. „Þetta er eitthvað sem á ekki að vera að gerast í miðri Evrópu á 21. öldinni. Við vonum að allt alþjóðasamfélagið, þar á meðal Evrópusambandið, setji fordæmalausan þrýsting á yfirvöld. Við vonum að sá þrýstingur beri árangur og yfirvöld átti sig á því að þau hafi gert afar stór mistök,“ hefur BBC eftir föðurnum. Birtu myndband af blaðamanninum Í dag birtu hvítrússnesk stjórnvöld myndband af Protasevich þar sem hann kvaðst vera við góða heilsu og virtist játa þau brot sem honum eru gefin að sök í Hvíta-Rússlandi. Þau brot fela í sér að hafa skipulagt mótmæli gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins. Aðgerðasinnar í Hvíta-Rússlandi segja játningu Protasevich ekki ósvikna, þar sem hann hafi einfaldlega verið látinn játa. Evrópusambandið hefur í kjölfar málsins ákveðið að beita Hvíta-Rússland auknum viðskiptaþvingunum og hvatti flugfélög til þess að fljúga ekki inn í hvítrússneska lofthelgi. Þá hefur hvítrússneskum flugvélum verið bannað að fljúga yfir lofthelgi aðildarríkja ESB.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. 24. maí 2021 18:35 Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16 Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Atburðarásin „með slíkum ólíkindum að það er ótrúlegt að fylgjast með þessu“ Evrópuríki hafa boðað viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum í dag eftir að stjórnarandstæðingur var handtekinn í Minsk. Utanríkisráðherra segir aðgerðir Hvíta Rússlands aðför að mannréttindum. 24. maí 2021 18:35
Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24. maí 2021 12:16
Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55