Yndisleg sveitaferð heyrnarlausra barna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2021 20:21 Mikil ánægja var hjá krökkunum og starfsfólkinu með sveitaferðina í Myrkholt í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikil gleði og ánægja sem skein úr hverju andliti þegar ellefu heyrnarlaus börn eða verulega heyrnarskert heimsóttu sveitabæ í Biskupstungum í Bláskógabyggð í vikunni og fengu að skoða lömbin og að fara á hestbak. Bærinn heitir Myrkholt. Loftur Jónasson og Vilborg Guðmundsdóttir eru bændur í Myrkholti með kindur og hesta, auk ferðaþjónustu. Krakkarnir, sem eru úr Hlíðaskóla í Reykjavík komu í heimsóknina með kennurum sínum og táknmálstúlkum. „Börnin okkar á táknmálssviði þurfa að fá tækifæri til að hitta dýrin og kynnast kindum og nýfæddum lömbum og haft ró og næði til að kynnast dýrunum, þetta er algjört ævintýri fyrir þau að koma hingað. Það er líka svo mikið vor í lofti hérna og skemmtilegt að koma á bæinn, mjög góð tilbreyting,“ segir Eyrún Ólafsdóttir, grunnskólakennari á táknmálssviði Hlíðaskóla. Eyrún Ólafsdóttir, kennari á táknmálssviði Hlíðaskóla var alsæl með heimsóknina í Myrkholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Krökkunum þótti frábært að komast í sveitaheimsókn, ekki síst að sjá lömbin. Lömbin eru svo sæt „Mér finnst það ofboðslega skemmtilegt og ég elska dýr og mér finnst svo skemmtilegt að sjá svona mismunandi dýr, þau eru svo loðin og miklar dúllur. Ég myndi svo gjarnan vilja fá að taka eitt með mér heim en ég efast um að það megi,“ segir Amalie Daszkowska, 11 ára nemandi í Hlíðaskóla, sem er alveg heyrnarlaus, alsæl með sveitaferðina. Amalie Daszkowska, sem vild helst taka eitt lambið með sér heim því henni fannst þau svo krúttleg og sæt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir krakkarnir fengu að fara á hestbak en sum þeir höfðu aldrei áður farið á hestbak og hvað þá haldið á lömbum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitaferðin heppnaðist frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Krakkar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Loftur Jónasson og Vilborg Guðmundsdóttir eru bændur í Myrkholti með kindur og hesta, auk ferðaþjónustu. Krakkarnir, sem eru úr Hlíðaskóla í Reykjavík komu í heimsóknina með kennurum sínum og táknmálstúlkum. „Börnin okkar á táknmálssviði þurfa að fá tækifæri til að hitta dýrin og kynnast kindum og nýfæddum lömbum og haft ró og næði til að kynnast dýrunum, þetta er algjört ævintýri fyrir þau að koma hingað. Það er líka svo mikið vor í lofti hérna og skemmtilegt að koma á bæinn, mjög góð tilbreyting,“ segir Eyrún Ólafsdóttir, grunnskólakennari á táknmálssviði Hlíðaskóla. Eyrún Ólafsdóttir, kennari á táknmálssviði Hlíðaskóla var alsæl með heimsóknina í Myrkholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Krökkunum þótti frábært að komast í sveitaheimsókn, ekki síst að sjá lömbin. Lömbin eru svo sæt „Mér finnst það ofboðslega skemmtilegt og ég elska dýr og mér finnst svo skemmtilegt að sjá svona mismunandi dýr, þau eru svo loðin og miklar dúllur. Ég myndi svo gjarnan vilja fá að taka eitt með mér heim en ég efast um að það megi,“ segir Amalie Daszkowska, 11 ára nemandi í Hlíðaskóla, sem er alveg heyrnarlaus, alsæl með sveitaferðina. Amalie Daszkowska, sem vild helst taka eitt lambið með sér heim því henni fannst þau svo krúttleg og sæt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir krakkarnir fengu að fara á hestbak en sum þeir höfðu aldrei áður farið á hestbak og hvað þá haldið á lömbum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitaferðin heppnaðist frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Krakkar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira