Úrslitakeppni NBA: Suns lögðu meistara Lakers, Grizzlies vann óvæntan sigur á Utah og þríeykið hjá Nets fer vel af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 11:00 Úr leik Phoenix Suns og Los Angeles Lakers í nótt. Christian Petersen/Getty Images Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fer svo sannarlega af stað með látum en alls fóru sex leikir fram í nótt og enginn þeirra olli vonbrigðum. Phoenix Suns lögðu ríkjandi meistara Los Angeles Lakers 99-90 í nótt. Meistararnir voru ólíkir sjálfum sér og þá sérstaklega Anthony Davis sem átti afleitan leik ef tekið er mið af hæfileikunum sem hann býr yfir. Þá var ljóst að LeBron James hefur ekki enn jafnað sig af ökklameiðslum en hann virtist ekki heill heilsu í leiknum. Hjá Suns meiddist Chris Paul illa í leiknum og var nánast á annarri löppinni lungann úr leiknum en það kom ekki að sök þar Devin Booker og Deandre Ayton áttu báðir stórleik. Bæði Booker og Ayton voru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. D-Book (34 PTS, 8 AST, 7 REB) put on a clinic in his first-ever playoff game pic.twitter.com/M6F2sRv31i— NBA TV (@NBATV) May 23, 2021 Ayton endaði með 21 stig og 16 fráköst á meðan Booker gerði sér lítið fyrir og skoraði 34 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Hjá Lakers var Lebron með 18 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Memphis Grizzles kom öllum á óvart þegar leir lögðu deildarmeistara Utah Jazz með þriggja stiga mun, 112-109. Vitað var að Grizzlies myndu gefa Jazz leik en fáir sérfræðingar reiknuðu með að Grizzlies myndu vinna fyrsta leik einvígisins. Það tókst þeim þó á endanum þökk sé frábærum öðrum leikhluta en hann lagði grunninn að sigir liðsins. Dillon Brooks var stigahæstur í liði Grizzlies með 31 stig en þar á eftir kom Ja Morant með 26. Hjá Utah var Bojan Bogdanović stigahæstur með 29 stig á meðan Mike Conley Jr. skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar. Ja (26 PTS) & Dillon Brooks (31 PTS) led Memphis to a big Game 1 win pic.twitter.com/g3SmwAC54S— NBA TV (@NBATV) May 24, 2021 Kevin Durant fór fyrir Brooklyn Nets sem vann nokkuð sannfærandi sigur á Boston Celtics, lokatölur 104-93. Durant skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Kyrie Irving skoraði 29 stig og James Harden skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 22 stig. Damian Lillard átti stórleik er Portland Trail Blazers lögðu Denver Nuggets, 123-109. Lillard skoraði 34 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Segja má að Portland hafi treyst mikið á byrjunarlið sitt í nótt en liðið notaði aðeins sex leikmenn í leiknum. Nikola Jokić skoraði 34 stig í liði Denver ásamt því að taka 16 fráköst. Atlanta Hawks gerðu sér lítið fyrir og unnu New York Knicks í Garðinum í Stóra Eplinu, lokatölur þar 107-105 í hörkuleik. Alec Burks var óvænt stigahæstur í liði heimamanna með 27 stig á meðan Trae Young fór fyrir gestunum með 32 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Young tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu. Players around the league made their #NBAPlayoffs debuts in STYLE on Sunday! pic.twitter.com/1m0CyvZoyt— NBA (@NBA) May 24, 2021 Að lokum vann Philadelphia 76ers sjö stiga sigur á Washington Wizards, 125-118. Tobias Harris var stigahæstur hjá 76ers með 37 stig en þar á eftir kom Joel Embiid með 30 stig. Ben Simmons skoraði aðeins 6 stig en hann tók 15 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Hjá Wizards var Bradley Beal stigahæstur með 33 stig en hann tók einnig 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Sjá meira
Phoenix Suns lögðu ríkjandi meistara Los Angeles Lakers 99-90 í nótt. Meistararnir voru ólíkir sjálfum sér og þá sérstaklega Anthony Davis sem átti afleitan leik ef tekið er mið af hæfileikunum sem hann býr yfir. Þá var ljóst að LeBron James hefur ekki enn jafnað sig af ökklameiðslum en hann virtist ekki heill heilsu í leiknum. Hjá Suns meiddist Chris Paul illa í leiknum og var nánast á annarri löppinni lungann úr leiknum en það kom ekki að sök þar Devin Booker og Deandre Ayton áttu báðir stórleik. Bæði Booker og Ayton voru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. D-Book (34 PTS, 8 AST, 7 REB) put on a clinic in his first-ever playoff game pic.twitter.com/M6F2sRv31i— NBA TV (@NBATV) May 23, 2021 Ayton endaði með 21 stig og 16 fráköst á meðan Booker gerði sér lítið fyrir og skoraði 34 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Hjá Lakers var Lebron með 18 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Memphis Grizzles kom öllum á óvart þegar leir lögðu deildarmeistara Utah Jazz með þriggja stiga mun, 112-109. Vitað var að Grizzlies myndu gefa Jazz leik en fáir sérfræðingar reiknuðu með að Grizzlies myndu vinna fyrsta leik einvígisins. Það tókst þeim þó á endanum þökk sé frábærum öðrum leikhluta en hann lagði grunninn að sigir liðsins. Dillon Brooks var stigahæstur í liði Grizzlies með 31 stig en þar á eftir kom Ja Morant með 26. Hjá Utah var Bojan Bogdanović stigahæstur með 29 stig á meðan Mike Conley Jr. skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar. Ja (26 PTS) & Dillon Brooks (31 PTS) led Memphis to a big Game 1 win pic.twitter.com/g3SmwAC54S— NBA TV (@NBATV) May 24, 2021 Kevin Durant fór fyrir Brooklyn Nets sem vann nokkuð sannfærandi sigur á Boston Celtics, lokatölur 104-93. Durant skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Kyrie Irving skoraði 29 stig og James Harden skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 22 stig. Damian Lillard átti stórleik er Portland Trail Blazers lögðu Denver Nuggets, 123-109. Lillard skoraði 34 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Segja má að Portland hafi treyst mikið á byrjunarlið sitt í nótt en liðið notaði aðeins sex leikmenn í leiknum. Nikola Jokić skoraði 34 stig í liði Denver ásamt því að taka 16 fráköst. Atlanta Hawks gerðu sér lítið fyrir og unnu New York Knicks í Garðinum í Stóra Eplinu, lokatölur þar 107-105 í hörkuleik. Alec Burks var óvænt stigahæstur í liði heimamanna með 27 stig á meðan Trae Young fór fyrir gestunum með 32 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Young tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu. Players around the league made their #NBAPlayoffs debuts in STYLE on Sunday! pic.twitter.com/1m0CyvZoyt— NBA (@NBA) May 24, 2021 Að lokum vann Philadelphia 76ers sjö stiga sigur á Washington Wizards, 125-118. Tobias Harris var stigahæstur hjá 76ers með 37 stig en þar á eftir kom Joel Embiid með 30 stig. Ben Simmons skoraði aðeins 6 stig en hann tók 15 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Hjá Wizards var Bradley Beal stigahæstur með 33 stig en hann tók einnig 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Sjá meira