Darri: Aðdáendurnir eiga skilið að við vinnum eins og einn leik í Vesturbænum Árni Jóhannsson skrifar 23. maí 2021 22:21 Darri gerir kröfu á sína menn að vinna í Vesturbænum á miðvikudag. vísir/bára Þjálfari KR var ánægður með leik sina manna í kvöld þegar KR vann Val 103-115 í Origo höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Þar með er KR komið með 2-1 forystu í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildar karla. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi í kvöld og var Darri sammála blaðamanni að þeir hafi náð að setja sitt fingrafar á leikinn í kvöld. „Okkur gekk í raun og veru vel að skora í öllum leikhlutunum í kvöld og framkvæmdum það sem við töluðum um fyrir leik mjög vel. Við náðum að hraða leikinn og pikka í þessi einvígi á vellinum sem við höfum séð. Þetta var frábært.“ Þegar Valsmenn reyndu að verjast KR þá tvöfölduðu þeir mikið á aðal ásinn í sókn KR, Tyler Sabin, en hann var duglegur að finna opna menn sem settu skot sín niður. Þjálfarinn var mjög ánægður með það. „Það er svo sem ekkert nýtt í því að menn setji skot sín í þessu KR liði og Tyler gerði vel í að velja sínar stundir. Þessi sería snýst dálítið um það að hann velji augnablikin vel miðað við það hvernig hann sér varnirnar sem er beitt gegn honum. Hann var frábær í kvöld sem og Brandon [Nazione].“ Tyler og Brandon skoruðu í heild 68 af stigum KR þar sem sá fyrri skoraði 35 og Brandon 33 stig og var Darri spurður hvort það væri ekki þægilegt að hafa svona risa í sóknarleiknum ásamt því að hann var spurður út í frammistöðu Nazione. „Engin spurning að það er þægilegt að vera með tvo menn sem geta skorað 30+ stig. Við vissum alveg að Brandon gæti gert svona hluti en það hefur tekið smá tíma fyrir hann að komast í almennilegt stand og nú er hann kominn þangað. Okkur líður vel með matchup-in sem við getum fengið frá honum og leituðum mikið að honum. Brandon gerði frábærlega í dag.“ Að lokum var Darri spurður að því hvort þeir væru komnir með lykilinn að Valsmönnum á þessum tímapunkti. „Nei. Við þurfum að vinna einn í viðbót til að halda því fram. Það væri ekki verra að gera það í Frostaskjólinu. Þau, aðdáendurnir okkar, eiga það skilið að við vinnum allavega eins og einn leik í Vesturbænum.“ KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi í kvöld og var Darri sammála blaðamanni að þeir hafi náð að setja sitt fingrafar á leikinn í kvöld. „Okkur gekk í raun og veru vel að skora í öllum leikhlutunum í kvöld og framkvæmdum það sem við töluðum um fyrir leik mjög vel. Við náðum að hraða leikinn og pikka í þessi einvígi á vellinum sem við höfum séð. Þetta var frábært.“ Þegar Valsmenn reyndu að verjast KR þá tvöfölduðu þeir mikið á aðal ásinn í sókn KR, Tyler Sabin, en hann var duglegur að finna opna menn sem settu skot sín niður. Þjálfarinn var mjög ánægður með það. „Það er svo sem ekkert nýtt í því að menn setji skot sín í þessu KR liði og Tyler gerði vel í að velja sínar stundir. Þessi sería snýst dálítið um það að hann velji augnablikin vel miðað við það hvernig hann sér varnirnar sem er beitt gegn honum. Hann var frábær í kvöld sem og Brandon [Nazione].“ Tyler og Brandon skoruðu í heild 68 af stigum KR þar sem sá fyrri skoraði 35 og Brandon 33 stig og var Darri spurður hvort það væri ekki þægilegt að hafa svona risa í sóknarleiknum ásamt því að hann var spurður út í frammistöðu Nazione. „Engin spurning að það er þægilegt að vera með tvo menn sem geta skorað 30+ stig. Við vissum alveg að Brandon gæti gert svona hluti en það hefur tekið smá tíma fyrir hann að komast í almennilegt stand og nú er hann kominn þangað. Okkur líður vel með matchup-in sem við getum fengið frá honum og leituðum mikið að honum. Brandon gerði frábærlega í dag.“ Að lokum var Darri spurður að því hvort þeir væru komnir með lykilinn að Valsmönnum á þessum tímapunkti. „Nei. Við þurfum að vinna einn í viðbót til að halda því fram. Það væri ekki verra að gera það í Frostaskjólinu. Þau, aðdáendurnir okkar, eiga það skilið að við vinnum allavega eins og einn leik í Vesturbænum.“
KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56