Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. maí 2021 09:31 Andrea og Hanna Lilja ræða um kvenheilsu í samstarfsverkefni sínu innan hlaðvarpsins Kviknar. Kviknar/Þorleifur Kamban „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. Í fyrsta þættinum af hlaðvarpsröð Kviknar & Gynamedica um kvenheilsu, ræddu Andrea hjá Kviknar og Hanna Lilja Oddgeirs hjá Gynamedica almennt um kvenlíkamanum og hvernig áhrif tíðahringur og hormónar hafa áhrif á okkur. „Verum svolítið mildar við okkur,“ segir Hanna Lilja. Í þættinum hvetja þær stúlkur og konur til að læra inn á líkama sinn og þær áhrif sem tíðahringurinn hefur. Andrea bendir líka á að konur ættu kannski að taka meira tillit til sín þegar kemur að líkamsrækt og erfiðum æfingum, hvort sem það er í afreksíþróttum eða heimsókn í líkamsræktarstöð. „Við getum bara verið mismunandi upplögð að fara á æfingu eftir því hvar í tíðahringnum við erum. En við erum oft ekkert að taka tillit til þess, við erum ekkert að hlusta.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mikilvægt að ræða blæðingar Hanna Lilja segir að það sé nauðsynlegt að tala meira um blæðingar til að gera þetta meira eðlilegt. Sex til átta ára byrjar undirbúningurinn fyrir kynþroskann. Svo er mismunandi eftir stúlkum hvenær blæðingarnar byrja. Það þarf því snemma að byrja að tala um þessar breytingar á líkamanum við stúlkur. „Við þurfum að ræða allt í sambandi við blæðingar og líðan við stelpurnar okkar og að þær þurfi að taka tillit til tilfinninga og líkamsþroska og allt þetta og einnig þrifnað í kringum blæðingar og allt þetta,“ segir Andrea og Hanna Lilja tekur undir. „Það er bara mjög mikilvægt að taka þetta spjall. Þetta á ekki að vera neitt tabú eða viðkvæmt.“ Hanna Lilja telur að stelpur í dag séu mun upplýstari en eldri kynslóðir og ljóst sé að mun fleiri ræði þessi mál við dætur sínar í dag en á árum áður. Hún segir mikilvægt að ræða líka um sveiflurnar sem blæðingum fylgja. „Það er svo eðlilegt að okkur líði mismunandi.“ Hanna Lilja segir að þegar þessar breytingar byrja, jafnvel við sex til tíu ára aldur, sé alveg eðlilegt að það verði einhverjar breytingar á skapinu. „Svo fá þær illt í magann, eggjastokkarnir verða meira aktívir, hormónaframleiðslan í heiladinglinum fer að aukast og fer að senda skilaboð í eggjastokkana að þeir eigi að kveikja á sér, fara af stað. Þá fara kannski að myndast pínu eggbú og það getur verið pínu óþægilegt.“ Allt getur þetta gerst áður en stúlkur byrja á blæðingum. Hún segir mikilvægt að ræða þetta við stelpur og segja þeim að þetta sé ekkert hættulegt þó að þetta geti vissulega verið óþægilegt. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Í fyrsta þættinum af hlaðvarpsröð Kviknar & Gynamedica um kvenheilsu, ræddu Andrea hjá Kviknar og Hanna Lilja Oddgeirs hjá Gynamedica almennt um kvenlíkamanum og hvernig áhrif tíðahringur og hormónar hafa áhrif á okkur. „Verum svolítið mildar við okkur,“ segir Hanna Lilja. Í þættinum hvetja þær stúlkur og konur til að læra inn á líkama sinn og þær áhrif sem tíðahringurinn hefur. Andrea bendir líka á að konur ættu kannski að taka meira tillit til sín þegar kemur að líkamsrækt og erfiðum æfingum, hvort sem það er í afreksíþróttum eða heimsókn í líkamsræktarstöð. „Við getum bara verið mismunandi upplögð að fara á æfingu eftir því hvar í tíðahringnum við erum. En við erum oft ekkert að taka tillit til þess, við erum ekkert að hlusta.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mikilvægt að ræða blæðingar Hanna Lilja segir að það sé nauðsynlegt að tala meira um blæðingar til að gera þetta meira eðlilegt. Sex til átta ára byrjar undirbúningurinn fyrir kynþroskann. Svo er mismunandi eftir stúlkum hvenær blæðingarnar byrja. Það þarf því snemma að byrja að tala um þessar breytingar á líkamanum við stúlkur. „Við þurfum að ræða allt í sambandi við blæðingar og líðan við stelpurnar okkar og að þær þurfi að taka tillit til tilfinninga og líkamsþroska og allt þetta og einnig þrifnað í kringum blæðingar og allt þetta,“ segir Andrea og Hanna Lilja tekur undir. „Það er bara mjög mikilvægt að taka þetta spjall. Þetta á ekki að vera neitt tabú eða viðkvæmt.“ Hanna Lilja telur að stelpur í dag séu mun upplýstari en eldri kynslóðir og ljóst sé að mun fleiri ræði þessi mál við dætur sínar í dag en á árum áður. Hún segir mikilvægt að ræða líka um sveiflurnar sem blæðingum fylgja. „Það er svo eðlilegt að okkur líði mismunandi.“ Hanna Lilja segir að þegar þessar breytingar byrja, jafnvel við sex til tíu ára aldur, sé alveg eðlilegt að það verði einhverjar breytingar á skapinu. „Svo fá þær illt í magann, eggjastokkarnir verða meira aktívir, hormónaframleiðslan í heiladinglinum fer að aukast og fer að senda skilaboð í eggjastokkana að þeir eigi að kveikja á sér, fara af stað. Þá fara kannski að myndast pínu eggbú og það getur verið pínu óþægilegt.“ Allt getur þetta gerst áður en stúlkur byrja á blæðingum. Hún segir mikilvægt að ræða þetta við stelpur og segja þeim að þetta sé ekkert hættulegt þó að þetta geti vissulega verið óþægilegt. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00