Rúrik átti magnað kvöld ásamt mótdansara sínum Renötu Luis. Hann var klæddur í hefðbundinn búning nautabana, eða hálfklæddur honum réttara sagt því skyrtan og bindið voru hvergi sjáanleg undir skrautlegum jakkanum.
Atriðið í heild sinni má finna hér í frétt þýska miðilsins RTL.
Þetta er gott kvöld fyrir hæfileika Íslendinga erlendis en eins og greint var frá fyrr í kvöld komst Íslendingurinn Natan Dagur áfram í úrslitakeppni The Voice í Noregi.