Vill skylda alla lögreglumenn til að sækja sálfræðiþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. maí 2021 18:46 Setning Alþingis / Lögreglan Foto: Vilhelm Gunnarsson Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu þrjátíu árum. Formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar sláandi og hyggst leggja til að lögreglumönnum verði gert skylt að sækja sálfræðiþjónustu með reglulegu millibili. Lögreglumaður segir það hingað til hafa verið litið á það sem veikleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn. Um fjörutíu manns svipta sig lífi hér á landi ár hvert. Sjálfsvígstíðnin er einna hæst í lögreglunni, en þar er um það bil eitt sjálfsvíg annað hvert ár, eða sautján talsins á síðustu þrjátíu árum. „Þetta er bara ofboðslegt áhyggjuefni. Þegar maður sér svona tölur þá hugsar maður að það verði að gera eitthvað. Það verður að fá betri aðstoð fyrir lögreglumenn,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Því verði lagt til að sálfræðiþjónusta verði gerð að skyldu, líkt og þrekprófin. „Þeir sem ég hef talað við eru bara allir slegnir. Auðvitað hafa allir lögreglumenn vitað af sjálfsvígum félaga sinna í gegnum tíðina en það er svo vont og erfitt þegar þetta er sett svona niður á blað fyrir mann hvað þetta eru margir. Þetta slær mann í andlitið,” segir hann. Tölurnar voru teknar saman í heimildarmyndinni Þögul tár eftir Sigurbjörgu Söru Bergsdóttur, sem var forsýnd á þriðjudag. Lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson kom að gerð myndarinnar en hann hefur þurft að horfa á eftir mörgum félögum úr lögreglunni. „Maður þarf alltaf að vera sterkur. Það er sagt í boltanum að taka þetta á kassann, hætta að hugsa um þetta, þú hefðir ekki getað breytt neinu. En ef maður vinnur ekki í því þá safnast þetta bara upp,” segir Ragnar, sem kallar eftir breytingum. Ragnar Jónsson lögreglumaður kom að gerð myndarinnar Þögul tár, þar sem greint var frá sjálfsvígstíðni innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er bara með okkur eins og aðra. Á bak við brosið getur leynst eitthvað myrkur,” segir hann, spurður hvers vegna hann telji sjálfvígstíðnina innan lögreglunnar svo háa. Ragnar og Fjölnir segir að vissulega takist lögreglan á við erfið verkefni, en að stundum átti lögreglumenn sig ekki á hversu erfið þau eru. Það sé hluti af starfinu að koma á erfiðan vettvang, að koma að sjálfsvígum, dauðsföllum, slysum og fleiru, og það sé eitthvað sem þurfi að vinna úr. Þá hafi það hingað til verið litið á það sem veikleika eða skömm að viðurkenna vanmátt sinn. „Það var þannig áður fyrr þegar ég var að byrja að það var litið á það sem veikleikamerki ef þú varst miður þín eftir útkall og sagðist þurfa að taka þér smá frí. Þá var jafnvel hnippt í þig og spurt: ertu í réttu starfi?” segir Ragnar. Núna sé staðan önnur en að áfram þurfi að opna umræðuna. „Við tölum um umferðarslys og forum þá í að laga vegi til að tryggja öryggi okkar allra, en þegar sjálfsvígsumræðan ber á góma þá er eins og allir dragi sig inn í einhverja skel og að það megi ekki tala um þetta.” Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Um fjörutíu manns svipta sig lífi hér á landi ár hvert. Sjálfsvígstíðnin er einna hæst í lögreglunni, en þar er um það bil eitt sjálfsvíg annað hvert ár, eða sautján talsins á síðustu þrjátíu árum. „Þetta er bara ofboðslegt áhyggjuefni. Þegar maður sér svona tölur þá hugsar maður að það verði að gera eitthvað. Það verður að fá betri aðstoð fyrir lögreglumenn,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Því verði lagt til að sálfræðiþjónusta verði gerð að skyldu, líkt og þrekprófin. „Þeir sem ég hef talað við eru bara allir slegnir. Auðvitað hafa allir lögreglumenn vitað af sjálfsvígum félaga sinna í gegnum tíðina en það er svo vont og erfitt þegar þetta er sett svona niður á blað fyrir mann hvað þetta eru margir. Þetta slær mann í andlitið,” segir hann. Tölurnar voru teknar saman í heimildarmyndinni Þögul tár eftir Sigurbjörgu Söru Bergsdóttur, sem var forsýnd á þriðjudag. Lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson kom að gerð myndarinnar en hann hefur þurft að horfa á eftir mörgum félögum úr lögreglunni. „Maður þarf alltaf að vera sterkur. Það er sagt í boltanum að taka þetta á kassann, hætta að hugsa um þetta, þú hefðir ekki getað breytt neinu. En ef maður vinnur ekki í því þá safnast þetta bara upp,” segir Ragnar, sem kallar eftir breytingum. Ragnar Jónsson lögreglumaður kom að gerð myndarinnar Þögul tár, þar sem greint var frá sjálfsvígstíðni innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er bara með okkur eins og aðra. Á bak við brosið getur leynst eitthvað myrkur,” segir hann, spurður hvers vegna hann telji sjálfvígstíðnina innan lögreglunnar svo háa. Ragnar og Fjölnir segir að vissulega takist lögreglan á við erfið verkefni, en að stundum átti lögreglumenn sig ekki á hversu erfið þau eru. Það sé hluti af starfinu að koma á erfiðan vettvang, að koma að sjálfsvígum, dauðsföllum, slysum og fleiru, og það sé eitthvað sem þurfi að vinna úr. Þá hafi það hingað til verið litið á það sem veikleika eða skömm að viðurkenna vanmátt sinn. „Það var þannig áður fyrr þegar ég var að byrja að það var litið á það sem veikleikamerki ef þú varst miður þín eftir útkall og sagðist þurfa að taka þér smá frí. Þá var jafnvel hnippt í þig og spurt: ertu í réttu starfi?” segir Ragnar. Núna sé staðan önnur en að áfram þurfi að opna umræðuna. „Við tölum um umferðarslys og forum þá í að laga vegi til að tryggja öryggi okkar allra, en þegar sjálfsvígsumræðan ber á góma þá er eins og allir dragi sig inn í einhverja skel og að það megi ekki tala um þetta.”
Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent