WHO segir dauðsföll vegna Covid mögulega þrisvar sinnum hærri en opinberar tölur segja Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2021 14:56 Frá gjörgæslu í Lomas de Zamora í Argentínu. Smituðum hefur fjölgað töluvert þar að undanförnu og dauðsföllum einnig. AP/Natacha Pisarenko Mögulegt er að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja. Þetta segja sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og áætla þeir að raunverulegur fjöldi látinna sé allt að tvisvar til þrisvar sinnum en talið er. Opinberar tölur segja um 3,4 milljónir manna hafa dáið. WHO segir mögulegt að sex til átta milljónir manna hafi í raun dáið vegna covid-19 í heiminum. WHO segir líklegt að töluvert vanti upp á að dauðsföll séu skráð vegna Covid-19, bæði með beinum og óbeinum hætti. Er þar til dæmis átt við tilfelli þar sem fólk hefur ekki leitað sér læknisþjónustu vegna faraldursins. Í mörgum ríkjum heimsins búi yfirvöld ekki yfir getu til að skrá öll dauðsföll með réttum hætti. Þá er einnig útlit fyrir að töluvert vanti upp á tölurnar hjá þróuðum ríkjum, eins og ríkjum Evrópu. Sérfræðingar stofnunarinnar áætla að þrjár milljónir manna hafi mögulega dáið vegna Covid-19 það sem af er þessu ári, samkvæmt frétt New York Times. Samkvæmt opinberum tölum hefur 1,8 milljón manna dáið á árinu. Tölfræðigreining WHO byggir á því að skoða fjölda dauðsfalla á meðan faraldur nýju kórónuveirunnar hefur herjað á íbúa jarðarinnar og bera þá tölu saman við meðaltal látanna á árunum fyrir faraldurinn. Þannig fær stofnunin út að mögulega hafi 1,1 til 1,3 milljón manna dáið í Evrópu og er það um tvöfalt meira en opinberar tölur segja til um. Þá segir stofnunin að 1,3 til 1,5 milljónir hafi dáið í Norður- og Suður-Ameríku, þar sem 900 þúsund hafa dáið samkvæmt opinberum tölum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir QR-kóðar til að ferðast á milli landa Evrópusambandsríki hafa komist að samkomulagi um hvers konar kórónuveirupassa þau ætla að nota til þess að opna fyrir ferðalög á milli sambandsríkja í sumar. 20. maí 2021 18:00 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15 Búið að útdeila 1,5 milljörðum skammta af bóluefnum gegn Covid-19 Jarðarbúar hafa nú fengið rúmlega einn og hálfan milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í samantekt AFP fréttastofunnar. 19. maí 2021 07:06 Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs. 18. maí 2021 16:56 Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira
Opinberar tölur segja um 3,4 milljónir manna hafa dáið. WHO segir mögulegt að sex til átta milljónir manna hafi í raun dáið vegna covid-19 í heiminum. WHO segir líklegt að töluvert vanti upp á að dauðsföll séu skráð vegna Covid-19, bæði með beinum og óbeinum hætti. Er þar til dæmis átt við tilfelli þar sem fólk hefur ekki leitað sér læknisþjónustu vegna faraldursins. Í mörgum ríkjum heimsins búi yfirvöld ekki yfir getu til að skrá öll dauðsföll með réttum hætti. Þá er einnig útlit fyrir að töluvert vanti upp á tölurnar hjá þróuðum ríkjum, eins og ríkjum Evrópu. Sérfræðingar stofnunarinnar áætla að þrjár milljónir manna hafi mögulega dáið vegna Covid-19 það sem af er þessu ári, samkvæmt frétt New York Times. Samkvæmt opinberum tölum hefur 1,8 milljón manna dáið á árinu. Tölfræðigreining WHO byggir á því að skoða fjölda dauðsfalla á meðan faraldur nýju kórónuveirunnar hefur herjað á íbúa jarðarinnar og bera þá tölu saman við meðaltal látanna á árunum fyrir faraldurinn. Þannig fær stofnunin út að mögulega hafi 1,1 til 1,3 milljón manna dáið í Evrópu og er það um tvöfalt meira en opinberar tölur segja til um. Þá segir stofnunin að 1,3 til 1,5 milljónir hafi dáið í Norður- og Suður-Ameríku, þar sem 900 þúsund hafa dáið samkvæmt opinberum tölum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir QR-kóðar til að ferðast á milli landa Evrópusambandsríki hafa komist að samkomulagi um hvers konar kórónuveirupassa þau ætla að nota til þess að opna fyrir ferðalög á milli sambandsríkja í sumar. 20. maí 2021 18:00 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15 Búið að útdeila 1,5 milljörðum skammta af bóluefnum gegn Covid-19 Jarðarbúar hafa nú fengið rúmlega einn og hálfan milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í samantekt AFP fréttastofunnar. 19. maí 2021 07:06 Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs. 18. maí 2021 16:56 Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira
QR-kóðar til að ferðast á milli landa Evrópusambandsríki hafa komist að samkomulagi um hvers konar kórónuveirupassa þau ætla að nota til þess að opna fyrir ferðalög á milli sambandsríkja í sumar. 20. maí 2021 18:00
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19. maí 2021 13:15
Búið að útdeila 1,5 milljörðum skammta af bóluefnum gegn Covid-19 Jarðarbúar hafa nú fengið rúmlega einn og hálfan milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í samantekt AFP fréttastofunnar. 19. maí 2021 07:06
Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs. 18. maí 2021 16:56
Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. 18. maí 2021 09:37