Síðasta heimsókn Leiknismanna á Hlíðarenda var ógleymanleg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. maí 2021 11:31 Brynjar Hlöðversson lék leikinn eftirminnilega á Hlíðarenda fyrir sex árum. vísir/hulda margrét Valur tekur á móti Leikni í síðasta leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. Síðast þegar Leiknismenn mættu á Hlíðarenda unnu þeir frækinn sigur. Leiknir vann 1. deildina 2014 og tryggði sér þar með sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Fyrsti leikur Leiknismanna í efstu deild var gegn Valsmönnum á Hlíðarenda 3. maí 2015. Því kvöldi gleyma stuðningsmenn Leiknis eflaust seint. Leiknismenn byrjuðu af fítonskrafti og komust yfir strax á 8. mínútu þegar Kolbeinn Kárason skoraði gegn sínu gamla liði. Fimm mínútum síðar var staðan orðin 0-2 eftir mark frá Sindra Björnssyni og Valsmenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hilmar Árni Halldórsson rak svo síðasta naglann í kistu Vals með sínu fyrsta marki í efstu deild á 71. mínútu. Ólafur Jóhannesson stýrði Val í fyrsta sinn í þessum leik. Hann rifjaði hann upp í upphitunarþætti Pepsi Max Stúkunnar fyrir þetta tímabil og sagði svo eftirminnilega að Leiknismenn hefði verið búinn að skora þrjú mörk áður en þeir náðu að senda boltann á milli sín. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill hjá Ólafi Jóhannessyni hjá Val eftir tapið fyrir Leikni.vísir/daníel þór Brynjar Hlöðversson og Daði Bærings Halldórsson eru einu leikmenn Leiknis sem eru enn í liðinu frá leiknum gegn Val 2015. Brynjar lék allan leikinn en Daði sat allan tímann á bekknum. Fimm leikmenn Vals í dag voru í byrjunarliðinu í leiknum fyrir sex árum: Haukur Páll Sigurðsson, Patrick Pedersen, Andri Adolphsson, Sigurður Egill Lárusson og Orri Sigurður Ómarsson. Mörkin úr þessum eftirminnilega sigri Leiknis á Hlíðarenda í maíbyrjun 2015 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Valur 0-3 Leiknir 2015 Því miður fyrir Leikni náðu þeir ekki að fylgja þessari draumabyrjun eftir og unnu aðeins tvo leiki það sem eftir var tímabils og féllu. En Breiðhyltingar eru nú mættir aftur í efstu deild og hafa byrjað tímabilið prýðilega. Þeir unnu Fylkismenn, 3-0, í síðustu umferð og hafa náð sér í fimm stig í fyrstu fjórum umferðunum. Leikur Vals og Leiknis hefst klukkan 20:15 í kvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Valur Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Leiknir vann 1. deildina 2014 og tryggði sér þar með sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Fyrsti leikur Leiknismanna í efstu deild var gegn Valsmönnum á Hlíðarenda 3. maí 2015. Því kvöldi gleyma stuðningsmenn Leiknis eflaust seint. Leiknismenn byrjuðu af fítonskrafti og komust yfir strax á 8. mínútu þegar Kolbeinn Kárason skoraði gegn sínu gamla liði. Fimm mínútum síðar var staðan orðin 0-2 eftir mark frá Sindra Björnssyni og Valsmenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hilmar Árni Halldórsson rak svo síðasta naglann í kistu Vals með sínu fyrsta marki í efstu deild á 71. mínútu. Ólafur Jóhannesson stýrði Val í fyrsta sinn í þessum leik. Hann rifjaði hann upp í upphitunarþætti Pepsi Max Stúkunnar fyrir þetta tímabil og sagði svo eftirminnilega að Leiknismenn hefði verið búinn að skora þrjú mörk áður en þeir náðu að senda boltann á milli sín. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill hjá Ólafi Jóhannessyni hjá Val eftir tapið fyrir Leikni.vísir/daníel þór Brynjar Hlöðversson og Daði Bærings Halldórsson eru einu leikmenn Leiknis sem eru enn í liðinu frá leiknum gegn Val 2015. Brynjar lék allan leikinn en Daði sat allan tímann á bekknum. Fimm leikmenn Vals í dag voru í byrjunarliðinu í leiknum fyrir sex árum: Haukur Páll Sigurðsson, Patrick Pedersen, Andri Adolphsson, Sigurður Egill Lárusson og Orri Sigurður Ómarsson. Mörkin úr þessum eftirminnilega sigri Leiknis á Hlíðarenda í maíbyrjun 2015 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Valur 0-3 Leiknir 2015 Því miður fyrir Leikni náðu þeir ekki að fylgja þessari draumabyrjun eftir og unnu aðeins tvo leiki það sem eftir var tímabils og féllu. En Breiðhyltingar eru nú mættir aftur í efstu deild og hafa byrjað tímabilið prýðilega. Þeir unnu Fylkismenn, 3-0, í síðustu umferð og hafa náð sér í fimm stig í fyrstu fjórum umferðunum. Leikur Vals og Leiknis hefst klukkan 20:15 í kvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Valur Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira