Fótbolti

Tíu leik­­menn Brönd­by sóttu sigur og tylltu sér á toppinn þegar ein um­ferð er eftir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bröndby er einum sigri frá deildarmeistaratitlinum í Danmörku.
Bröndby er einum sigri frá deildarmeistaratitlinum í Danmörku. Henning Bagger/Ritzau Scanpix

Bröndby lagði AGF í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld, lokatölur 2-1. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF en Hjörtur Hermanns var tekinn af velli í hálfleik í liði Bröndby.

Mikael Uhre kom Bröndby yfir strax á 5. mínútu en sex mínútum síðar fékk Hjörtur dæmda á sig vítaspyrnu. Sem betur fer fyrir Hjört og Bröndby fór hún forgörðum. 

Jón Dagur nældi sér í gult spjald á 18. mínútu og á 35. mínútu fékk Morten Frendrup sitt annað gula spjald í liði Bröndby og gestirnir því manni færri.

Patrick Olsen jafnar metin á meðan Hjörtur og Jón Dagur horfa á.Henning Bagger/Ritzau Scanpix

Patrick Olsen jafnaði svo metin á 38. mínútu leiksins þegar heimamenn fengu sína aðra vítaspyrnu. Staðan 1-1 í hálfleik en Hirti var kippt af velli áður en síðari hálfleikur hófst.

Uhre reyndist hetja dagsins en hann skoraði sigurmark leiksins á 73. mínútu leiksins og tryggði Bröndby mikilvægan sigur í baráttunni um meistaratitilinn. Liðið er nú komið í toppsæti deildarinnar með stigi meira en Midtjylland sem er í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×