Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Snorri Másson skrifar 20. maí 2021 17:33 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. Magnús Norðdahl er lögmaður Mohammad Bakri, sem er palestínskur ríkisborgari. Mohammad var vísað á götuna og hann sviptur fæðisgreiðslum á þriðjudaginn, vegna þess að hann neitaði að fara í sýnatöku fyrir Covid-19. Sýnatakan var forsenda þess að hægt væri að vísa honum úr landi og þegar hann hafnaði því að fara í hana, greip Útlendingastofnun til þessara ráða. Magnús byggir kæru sína á því að í reglugerð um útlendinga segir að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun „kemur til framkvæmdar.“ Hér segir Magnús að ljóst sé að ákvörðunin sé ekki komin til framkvæmdar, og þar með sé sviptingin ólögmæt. „Við bindum því vonir við að kærunefndin felli úr gildi ákvörðun af þessu tagi, að svipta aðila í þessari stöðu þjónustu,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í svari til Vísis fyrr í dag að aðgerðir sem þessar brytu ekki í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þeir hafa [...] fengið tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við þá sem þeir vilja áður en þjónustan hefur verið felld niður,“ sagði í svari Þórhildar. Saklaust fólk myrt í heimalandinu Magnús Norðdahl segir málið einnig spurningu um siðferði, en eins og komið hefur fram í fréttum sæta Palestínubúar linnulausum loftárásum af hálfu Ísraelsmanna nú um mundir. „Umræddir hælisleitendur frá Palestínu horfa á heimaland sitt sprengt upp og saklaust fólk myrt, eftir atvikum einhverja sem þeir þekkja, samtímis því sem íslensk stjórnvöld senda þá allslausa á götuna. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins slær um sig með máttlausum froðusnakksyfirlýsingum um ástandið í Palestínu. Verk ganga framar orðum. Útlendingastofnun hefur oft komið mér á óvart með ómannúðlegu og harðneskjulegu viðmóti en núverandi vegferð í garð hælisleitenda frá Palestínu slær öllu öðru við,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í gær. Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Palestína Ísrael Hælisleitendur Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Magnús Norðdahl er lögmaður Mohammad Bakri, sem er palestínskur ríkisborgari. Mohammad var vísað á götuna og hann sviptur fæðisgreiðslum á þriðjudaginn, vegna þess að hann neitaði að fara í sýnatöku fyrir Covid-19. Sýnatakan var forsenda þess að hægt væri að vísa honum úr landi og þegar hann hafnaði því að fara í hana, greip Útlendingastofnun til þessara ráða. Magnús byggir kæru sína á því að í reglugerð um útlendinga segir að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun „kemur til framkvæmdar.“ Hér segir Magnús að ljóst sé að ákvörðunin sé ekki komin til framkvæmdar, og þar með sé sviptingin ólögmæt. „Við bindum því vonir við að kærunefndin felli úr gildi ákvörðun af þessu tagi, að svipta aðila í þessari stöðu þjónustu,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í svari til Vísis fyrr í dag að aðgerðir sem þessar brytu ekki í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þeir hafa [...] fengið tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við þá sem þeir vilja áður en þjónustan hefur verið felld niður,“ sagði í svari Þórhildar. Saklaust fólk myrt í heimalandinu Magnús Norðdahl segir málið einnig spurningu um siðferði, en eins og komið hefur fram í fréttum sæta Palestínubúar linnulausum loftárásum af hálfu Ísraelsmanna nú um mundir. „Umræddir hælisleitendur frá Palestínu horfa á heimaland sitt sprengt upp og saklaust fólk myrt, eftir atvikum einhverja sem þeir þekkja, samtímis því sem íslensk stjórnvöld senda þá allslausa á götuna. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins slær um sig með máttlausum froðusnakksyfirlýsingum um ástandið í Palestínu. Verk ganga framar orðum. Útlendingastofnun hefur oft komið mér á óvart með ómannúðlegu og harðneskjulegu viðmóti en núverandi vegferð í garð hælisleitenda frá Palestínu slær öllu öðru við,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í gær. Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Palestína Ísrael Hælisleitendur Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira