Íslenskt íþróttafólk boðað í bólusetningu Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 13:15 Frjálsíþróttaparið Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur verið við æfingar erlendis og ekki fengið bólusetningu. Þau freista þess bæði að komast á Ólympíuleikana í Tókýó. Hópur fremsta afreksíþróttafólks landsins, sem stefnt hefur á Ólympíuleika eða ólympíumót fatlaðra í Tókýó í sumar, mun fá bólusetningu gegn Covid-19 á næstunni. Í gegnum samning alþjóða ólympíunefndarinnar við Pfizer fær Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, bóluefnisskammta fyrir 50 manns. Það dugar fyrir allt það íslenska íþróttafólk, þjálfara og starfsfólk ÍSÍ og Íþróttasambands fatlaðra, sem mögulega gæti verið á leið til Tókýó, segir Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. Anton Sveinn McKee er bólusettur og öruggur um sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó.instagram/@antonmckee Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur lágmarki fyrir Ólympíuleikana. Anton fékk bólusetningu í Bandaríkjunum og getur einbeitt sér að undirbúningi fyrir leikana en annað íþróttafólk þarf á næstu vikum og alveg fram í júlí að keppa á alþjóðlegum mótum til að ná lágmörkum eða safna nægilega mörgum stigum á heimslista. Allir þessir hugsanlegu ólympíufarar geta á næstunni fengið bólusetningu. Ein íþróttakona úr þessum hópi fór í bólusetningu í Keflavík í morgun og fleiri hafa fengið tilkynningu um að geta brátt komið í bólusetningu. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að íþróttafólkið er margt statt erlendis við æfingar eða keppni, auk þess sem þrjár vikur þurfa að líða á milli fyrri og seinni sprautunnar hjá Pfizer. Skammt verður því í leikana þegar bóluefnið hefur náð fullri virkni jafnvel þó að fólk fái fyrri sprautu í næstu viku. Ólympíuhópur ÍSÍ, sem skilgreindur var í október, lítur svona út. Aðeins Anton Sveinn McKee hefur náð lágmarki fyrir leikana. Ekki eru allir á þessum lista á leið í bólusetningu enda sum þegar bólusett og nokkur hluti hópsins mun ekki freista þess frekar að komast á leikana. Bólusetning íþróttafólksins kemur ekki til vegna neinnar undanþágu íslenskra heilbrigðisyfirvalda, heldur vegna aðstoðar alþjóða ólympíunefndarinnar eins og fyrr segir. Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar í ljós kom að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið undanþágu til bólusetningar vegna ferðar sinnar til Hollands. ÍSÍ gagnrýndi það að á sama tíma hefði undanþágubeiðnum fyrir fremsta íþróttafólk landsins, sem þyrfti líkt og Eurovision-hópurinn að keppa erlendis til að eiga möguleika á að fá ólympíufarseðil, verið hafnað af heilbrigðisyfirvöldum. Fulltrúar heilbrigðisráðherra og ráðherra íþróttamála vísuðu á Þórólf Guðnason sóttvarnalækni þegar Vísir spurðist fyrir um ástæður þessa. Á fundi almannavarna í dag svaraði Þórólfur litlu, aðspurður um hvers vegna Eurovison-farar fengju bólusetningu en ekki það íþróttafólk sem þyrfti að keppa erlendis til að komast á Ólympíuleika, en sagði svo marga vilja undanþágu að ekki sæi fyrir endann á því ef byrjað yrði að veita þær. „Gríðarlegur fjöldi sem krefst þess að fá bólusetningu“ „Við höfum verið mjög ströng á að veita ekki þessar undanþágur því það er gríðarlegur fjöldi sem krefst þess að fá bólusetningu. Það er alls konar atvinnustarfsemi, fólk sem þarf að fara erlendis, og það sér ekki fyrir endann á því ef við byrjum,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag. „Ástæðan fyrir því að Eurovision-fararnir fengu þessar undanþágur, eftir miklar umræður, var sú að þeir eru sendir af Ríkinu til Hollands, sem er hááhættusvæði. Þarna eru að koma saman hópar frá allri Evrópu, sem eru nokkuð þétt saman í langan tíma, eða tvær vikur. Það var mat okkar að þetta væri áhætta fyrir þennan hóp, enda hefur það komið í ljós. Tveir úr þessum hópi hafa smitast þannig að þetta áhættumat okkar fyrir þörf þeirra á bólusetningu var rétt. Það hefði verið gott að geta bólusett þau fyrr því að bólusetningin var varla farin að virka en vonandi hefur bólusetningin hjálpað þeim til að komast vel yfir þessa sýkingu. Varðandi aðra starfsemi og íþróttir þá vissulega geta verið þarna grá svæði. Það er verið að flytja hingað til lands efni frá Pfizer fyrir ólympíufara sem verða bólusettir sérstaklega með bóluefni sem er fyrir utan okkar birgðir. Að öðru leyti þurfum við að leggja á þetta mat en ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur varðandi Eurovision-hópinn,“ sagði Þórólfur. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar ÍSÍ Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sjá meira
Í gegnum samning alþjóða ólympíunefndarinnar við Pfizer fær Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, bóluefnisskammta fyrir 50 manns. Það dugar fyrir allt það íslenska íþróttafólk, þjálfara og starfsfólk ÍSÍ og Íþróttasambands fatlaðra, sem mögulega gæti verið á leið til Tókýó, segir Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. Anton Sveinn McKee er bólusettur og öruggur um sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó.instagram/@antonmckee Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur lágmarki fyrir Ólympíuleikana. Anton fékk bólusetningu í Bandaríkjunum og getur einbeitt sér að undirbúningi fyrir leikana en annað íþróttafólk þarf á næstu vikum og alveg fram í júlí að keppa á alþjóðlegum mótum til að ná lágmörkum eða safna nægilega mörgum stigum á heimslista. Allir þessir hugsanlegu ólympíufarar geta á næstunni fengið bólusetningu. Ein íþróttakona úr þessum hópi fór í bólusetningu í Keflavík í morgun og fleiri hafa fengið tilkynningu um að geta brátt komið í bólusetningu. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að íþróttafólkið er margt statt erlendis við æfingar eða keppni, auk þess sem þrjár vikur þurfa að líða á milli fyrri og seinni sprautunnar hjá Pfizer. Skammt verður því í leikana þegar bóluefnið hefur náð fullri virkni jafnvel þó að fólk fái fyrri sprautu í næstu viku. Ólympíuhópur ÍSÍ, sem skilgreindur var í október, lítur svona út. Aðeins Anton Sveinn McKee hefur náð lágmarki fyrir leikana. Ekki eru allir á þessum lista á leið í bólusetningu enda sum þegar bólusett og nokkur hluti hópsins mun ekki freista þess frekar að komast á leikana. Bólusetning íþróttafólksins kemur ekki til vegna neinnar undanþágu íslenskra heilbrigðisyfirvalda, heldur vegna aðstoðar alþjóða ólympíunefndarinnar eins og fyrr segir. Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar í ljós kom að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið undanþágu til bólusetningar vegna ferðar sinnar til Hollands. ÍSÍ gagnrýndi það að á sama tíma hefði undanþágubeiðnum fyrir fremsta íþróttafólk landsins, sem þyrfti líkt og Eurovision-hópurinn að keppa erlendis til að eiga möguleika á að fá ólympíufarseðil, verið hafnað af heilbrigðisyfirvöldum. Fulltrúar heilbrigðisráðherra og ráðherra íþróttamála vísuðu á Þórólf Guðnason sóttvarnalækni þegar Vísir spurðist fyrir um ástæður þessa. Á fundi almannavarna í dag svaraði Þórólfur litlu, aðspurður um hvers vegna Eurovison-farar fengju bólusetningu en ekki það íþróttafólk sem þyrfti að keppa erlendis til að komast á Ólympíuleika, en sagði svo marga vilja undanþágu að ekki sæi fyrir endann á því ef byrjað yrði að veita þær. „Gríðarlegur fjöldi sem krefst þess að fá bólusetningu“ „Við höfum verið mjög ströng á að veita ekki þessar undanþágur því það er gríðarlegur fjöldi sem krefst þess að fá bólusetningu. Það er alls konar atvinnustarfsemi, fólk sem þarf að fara erlendis, og það sér ekki fyrir endann á því ef við byrjum,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag. „Ástæðan fyrir því að Eurovision-fararnir fengu þessar undanþágur, eftir miklar umræður, var sú að þeir eru sendir af Ríkinu til Hollands, sem er hááhættusvæði. Þarna eru að koma saman hópar frá allri Evrópu, sem eru nokkuð þétt saman í langan tíma, eða tvær vikur. Það var mat okkar að þetta væri áhætta fyrir þennan hóp, enda hefur það komið í ljós. Tveir úr þessum hópi hafa smitast þannig að þetta áhættumat okkar fyrir þörf þeirra á bólusetningu var rétt. Það hefði verið gott að geta bólusett þau fyrr því að bólusetningin var varla farin að virka en vonandi hefur bólusetningin hjálpað þeim til að komast vel yfir þessa sýkingu. Varðandi aðra starfsemi og íþróttir þá vissulega geta verið þarna grá svæði. Það er verið að flytja hingað til lands efni frá Pfizer fyrir ólympíufara sem verða bólusettir sérstaklega með bóluefni sem er fyrir utan okkar birgðir. Að öðru leyti þurfum við að leggja á þetta mat en ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur varðandi Eurovision-hópinn,“ sagði Þórólfur.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar ÍSÍ Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sjá meira