Met slegið í fjölda seldra íbúða Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2021 10:15 Áfram mælist spenna á fasteignamarkaði. Vísir/Vilhelm Í mars var slegið met í fjölda seldra íbúða í einum mánuði þegar 1.300 kaupsamningar voru útgefnir. Hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri á höfuðborgarsvæðinu og seldist tæplega þriðjungur eigna þar yfir ásettu verði. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Er þetta áttundi mánuðurinn í röð sem útgefnir kaupsamningar eru mun fleiri en tíðkast að jafnaði. Fjöldi kaupsamninga á landinu öllu undanfarið ár eru nú meiri en á nokkru öðru 12 mánaða tímabili frá upphafi mælinga árið 2002. Á höfuðborgarsvæðinu hefur annar eins fjöldi kaupsamninga ekki sést síðan í mars 2007 en þeir voru rúmlega 800. Á sama tíma voru kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um 260 sem er meiri fjöldi en áður hefur mælst. Annars staðar á landinu voru kaupsamningar 230 talsins, sem er einum samningi fleiri en fyrra met sem var sett í maí 2007. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 25 prósent íbúða á landsvísu yfir ásettu verði Fram kemur í tilkynningu HMS að meðalsölutími íbúða hafi dregist verulega saman seinustu mánuði á höfuðborgarsvæðinu en hann var í mars um 38 dagar og hefur aldrei mælst styttri. Sölutími íbúða í fjölbýli var 37 dagar og 40 dagar fyrir sérbýli. Á landsbyggðinni var sölutíminn að jafnaði 74 dagar og hefur verið nokkuð stöðugur frá því í september í fyrra. Samkvæmt greiningu HMS virðist enn vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Á landinu öllu seldust um 25% af öllum íbúðum yfir ásettu verði samanborið við 28% í síðasta mánuði en þetta er þó aðeins annar mánuðurinn síðan 2017 sem yfir 20% íbúða seljast yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 30% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og um 31% íbúða í einbýli, sé miðað við þriggja mánaða meðaltal. Á landsbyggðinni seldust um 6% íbúða í fjölbýli Leiguverð lækkar Samhliða þessu lækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu milli ára en í mars mátti þar greina fjölgun þinglýstra leigusamninga. Leiguverð lækkar um 3,3% milli ára á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt vísitölu HMS en hún hækkar þrátt fyrir það um tæp 0,3% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins lækkar hins vegar um 0,5% á milli febrúar og mars og mælist nú um 1,1% hækkun miðað við sama mánuð í fyrra. Fjöldi þinglýstra leigusamninga hækkaði talsvert á milli mánaða og er óvenju mikill á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. Annars staðar á landinu er fjöldi leigusamninga hins vegar í takt við það sem búast mætti við miðað við árstíma Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Velta á fasteignamarkaði enn með mesta móti Velta á fasteignamarkaði er enn með mesta móti, miðað við árstíma, þó nokkuð hafi dregið úr umsvifum frá því í haust. 14. apríl 2021 06:46 Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Er þetta áttundi mánuðurinn í röð sem útgefnir kaupsamningar eru mun fleiri en tíðkast að jafnaði. Fjöldi kaupsamninga á landinu öllu undanfarið ár eru nú meiri en á nokkru öðru 12 mánaða tímabili frá upphafi mælinga árið 2002. Á höfuðborgarsvæðinu hefur annar eins fjöldi kaupsamninga ekki sést síðan í mars 2007 en þeir voru rúmlega 800. Á sama tíma voru kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um 260 sem er meiri fjöldi en áður hefur mælst. Annars staðar á landinu voru kaupsamningar 230 talsins, sem er einum samningi fleiri en fyrra met sem var sett í maí 2007. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 25 prósent íbúða á landsvísu yfir ásettu verði Fram kemur í tilkynningu HMS að meðalsölutími íbúða hafi dregist verulega saman seinustu mánuði á höfuðborgarsvæðinu en hann var í mars um 38 dagar og hefur aldrei mælst styttri. Sölutími íbúða í fjölbýli var 37 dagar og 40 dagar fyrir sérbýli. Á landsbyggðinni var sölutíminn að jafnaði 74 dagar og hefur verið nokkuð stöðugur frá því í september í fyrra. Samkvæmt greiningu HMS virðist enn vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Á landinu öllu seldust um 25% af öllum íbúðum yfir ásettu verði samanborið við 28% í síðasta mánuði en þetta er þó aðeins annar mánuðurinn síðan 2017 sem yfir 20% íbúða seljast yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 30% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og um 31% íbúða í einbýli, sé miðað við þriggja mánaða meðaltal. Á landsbyggðinni seldust um 6% íbúða í fjölbýli Leiguverð lækkar Samhliða þessu lækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu milli ára en í mars mátti þar greina fjölgun þinglýstra leigusamninga. Leiguverð lækkar um 3,3% milli ára á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt vísitölu HMS en hún hækkar þrátt fyrir það um tæp 0,3% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins lækkar hins vegar um 0,5% á milli febrúar og mars og mælist nú um 1,1% hækkun miðað við sama mánuð í fyrra. Fjöldi þinglýstra leigusamninga hækkaði talsvert á milli mánaða og er óvenju mikill á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. Annars staðar á landinu er fjöldi leigusamninga hins vegar í takt við það sem búast mætti við miðað við árstíma
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Velta á fasteignamarkaði enn með mesta móti Velta á fasteignamarkaði er enn með mesta móti, miðað við árstíma, þó nokkuð hafi dregið úr umsvifum frá því í haust. 14. apríl 2021 06:46 Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Velta á fasteignamarkaði enn með mesta móti Velta á fasteignamarkaði er enn með mesta móti, miðað við árstíma, þó nokkuð hafi dregið úr umsvifum frá því í haust. 14. apríl 2021 06:46
Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47