Draumur fyrir mann sem komst aldrei í landslið í íþróttum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. maí 2021 08:00 Örlygur Smári á heiðurinn að fjórum framlögum Íslands í Eurovision. Enginn íslenskur lagahöfundur hefur komist jafn oft í úrslitakeppni Eurovision og Örlygur Smári en hann hefur eins og margir vita samið fjögur framlög Íslands í Eurovision keppninna. Örlygur Smári gaf svo á dögunum út nýtt lag sem heitir Sumardans. „Það er Poppvélin sem flytur lagið. Söngkonan er Sólveig Ásgeirsdóttir. Ég uppgötvaði hana í karokee í starfsmannapartíi hjá Origo. Lagið er hresst sumardiskólag og blússar upp stemmninguna í sumar þegar við kveðjum Covid-19,“ segir Örlygur Smári. Hann sér sjálfur um daglegan rekstur netverslunar Origo en meðfram starfinu þar vinnur hann sem lagahöfundur, útsetjari (e. producer) og upptökumaður. Hann starfar því við tónlistina í aukavinnu og það gengur vel upp að hans sögn. Meðlimir Poppvélarinner eru Örlygur Smári, Sólveig Ásgeirsdóttir og Valgeir Magnússon. „Ég er með studio vestur í bæ þar sem ég er að vinna tónlist. Ég er í þróunarteyminu hjá Origo og sé um daglegan rekstur netverslunar Origo. Það er búið að vera mikill uppgangur í netverslun undanfarin ár og þá sérstaklega á síðasta ári . Ég hef sinnt þessu starfi síðustu fimm ár en ég hef starfað hjá Origo í alls rétt tæp tíu ár. Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og það er skemmtilegt og spennandi að vinna í netversluninni. Hún er mjög vaxandi. Maður þarf auðvitað að vera mikið á tánum, bæði gagnvart samkeppninni og þeim möguleikum sem eru í boði í þessum geira.“ Lagið Sumardans kom út á Spotify á fimmtudag og fleiri lög eru væntanleg í sumar. Lagið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og áður segir hefur Örlygur Smári samið fjögur framlög Íslands í Eurovision, sem hann segir að sé meira en nokkur annar lagahöfundur hefur gert. „Ég samdi lagið Tell me árið 2000 fyrir þau Einar Ágúst og Thelmu. Árið 2008 samdi ég lagið This Is My Life fyrir Eurobandið sem Friðrik Ómar og Regína Ósk fluttu með stæl. Ég samdi síðan Je Ne Sais Quoi sem Hera Björk söng árið 2010 og loks samdi ég lagið Ég á líf með Eyþóri Inga sem keppti 2013. Þetta var gríðarlega skemmtilegt í öll skiptin og það má segja að þetta hafi verið draumur fyrir mann sem komst aldrei í landslið í íþróttum,” segir hann og hlær. „Þetta er auðvitað mikill heiður og hreinlega ævintýralegt að vera í úrslitakeppninni. Það er mikið stuð í kringum Eurovision úti og það er alls konar fólk sem fylgir keppninni. Þetta er mikil skemmtun í alla staði.“ Örlygur Smári ætlar að gefa út fleiri lög á næstu vikum. Reiknar með hinu ótútreiknanlega „Fyrsta ferðin mín árið 2000 var sérlega eftirminnileg en þá var keppt í Stokkhólmi. Þá komu dönsku Olsen bræðurnir og sigruðu nokkuð óvænt. Það er það skemmtilega við keppnina að það óútreiknanalega gerist oft. Keppnin breyttist gríðarlega á þeim 13 árum frá því ég keppti fyrst þar til ég fór síðast. Árið 2000 voru t.a.m. 24 þjóðir sem tóku þátt en eru í dag um 40. Það er líka miklu meiri öryggisgæsla og miklu meira lagt í þetta nú en áður. Í dag er þetta enn stærra.“ Aðspurður um uppáhaldslagið af þeim fjórum sem hann samdi svarar hann: „Það er erfitt að gera upp á milli laganna minna, mér þykir vænt um þau öll en á ólíkan hátt. Ég lærði það fljótt í fyrstu keppninni að þetta er svolítið keppni í mörgu meiru en að semja gott lag. Við Íslendingar stefnum alltaf langt í keppninni eins og íþróttum. Mér finnst þó alltaf sigur fyrir Ísland að komast í úrslitin. Það þarf svo margt að falla með okkur til að vinna keppnina. Atriðið, flutningurinn og svo margt annað sem þarf að „kikka inn“ til að ná til allra þessara ólíku þjóða.“ Örlygur Smári segir að honum lítist ljómandi vel á keppnina í ár. „Ég held að Daði geti endað mjög ofarlega í keppninni en ég yrði svo aftur á móti ekkert hissa ef hið gagnstæða myndi gerast því Eurovision er svo mikið ólíkindatól. Daði getur þó farið sáttur frá borði hvernig sem þetta endar hjá honum og Gagnamagninu. Hann er búinn að gera mjög flotta hluti bæði núna og með lagið í fyrra sem því miður fór ekki í lokakeppnina þar sem henni var aflýst vegna Covid-19.” Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Flo Rida mætti óvænt til Rotterdam Rapparinn Flo Rida er mættur til Rotterdam og mun koma fram með Senhit fyrir hönd San Marino í Eurovision. 19. maí 2021 15:30 Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun. 19. maí 2021 14:43 Þrír flóttamenn á sviðinu í Rotterdam Flóttafólk er meðal keppenda í Eurovision. 19. maí 2021 13:19 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Það er Poppvélin sem flytur lagið. Söngkonan er Sólveig Ásgeirsdóttir. Ég uppgötvaði hana í karokee í starfsmannapartíi hjá Origo. Lagið er hresst sumardiskólag og blússar upp stemmninguna í sumar þegar við kveðjum Covid-19,“ segir Örlygur Smári. Hann sér sjálfur um daglegan rekstur netverslunar Origo en meðfram starfinu þar vinnur hann sem lagahöfundur, útsetjari (e. producer) og upptökumaður. Hann starfar því við tónlistina í aukavinnu og það gengur vel upp að hans sögn. Meðlimir Poppvélarinner eru Örlygur Smári, Sólveig Ásgeirsdóttir og Valgeir Magnússon. „Ég er með studio vestur í bæ þar sem ég er að vinna tónlist. Ég er í þróunarteyminu hjá Origo og sé um daglegan rekstur netverslunar Origo. Það er búið að vera mikill uppgangur í netverslun undanfarin ár og þá sérstaklega á síðasta ári . Ég hef sinnt þessu starfi síðustu fimm ár en ég hef starfað hjá Origo í alls rétt tæp tíu ár. Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og það er skemmtilegt og spennandi að vinna í netversluninni. Hún er mjög vaxandi. Maður þarf auðvitað að vera mikið á tánum, bæði gagnvart samkeppninni og þeim möguleikum sem eru í boði í þessum geira.“ Lagið Sumardans kom út á Spotify á fimmtudag og fleiri lög eru væntanleg í sumar. Lagið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og áður segir hefur Örlygur Smári samið fjögur framlög Íslands í Eurovision, sem hann segir að sé meira en nokkur annar lagahöfundur hefur gert. „Ég samdi lagið Tell me árið 2000 fyrir þau Einar Ágúst og Thelmu. Árið 2008 samdi ég lagið This Is My Life fyrir Eurobandið sem Friðrik Ómar og Regína Ósk fluttu með stæl. Ég samdi síðan Je Ne Sais Quoi sem Hera Björk söng árið 2010 og loks samdi ég lagið Ég á líf með Eyþóri Inga sem keppti 2013. Þetta var gríðarlega skemmtilegt í öll skiptin og það má segja að þetta hafi verið draumur fyrir mann sem komst aldrei í landslið í íþróttum,” segir hann og hlær. „Þetta er auðvitað mikill heiður og hreinlega ævintýralegt að vera í úrslitakeppninni. Það er mikið stuð í kringum Eurovision úti og það er alls konar fólk sem fylgir keppninni. Þetta er mikil skemmtun í alla staði.“ Örlygur Smári ætlar að gefa út fleiri lög á næstu vikum. Reiknar með hinu ótútreiknanlega „Fyrsta ferðin mín árið 2000 var sérlega eftirminnileg en þá var keppt í Stokkhólmi. Þá komu dönsku Olsen bræðurnir og sigruðu nokkuð óvænt. Það er það skemmtilega við keppnina að það óútreiknanalega gerist oft. Keppnin breyttist gríðarlega á þeim 13 árum frá því ég keppti fyrst þar til ég fór síðast. Árið 2000 voru t.a.m. 24 þjóðir sem tóku þátt en eru í dag um 40. Það er líka miklu meiri öryggisgæsla og miklu meira lagt í þetta nú en áður. Í dag er þetta enn stærra.“ Aðspurður um uppáhaldslagið af þeim fjórum sem hann samdi svarar hann: „Það er erfitt að gera upp á milli laganna minna, mér þykir vænt um þau öll en á ólíkan hátt. Ég lærði það fljótt í fyrstu keppninni að þetta er svolítið keppni í mörgu meiru en að semja gott lag. Við Íslendingar stefnum alltaf langt í keppninni eins og íþróttum. Mér finnst þó alltaf sigur fyrir Ísland að komast í úrslitin. Það þarf svo margt að falla með okkur til að vinna keppnina. Atriðið, flutningurinn og svo margt annað sem þarf að „kikka inn“ til að ná til allra þessara ólíku þjóða.“ Örlygur Smári segir að honum lítist ljómandi vel á keppnina í ár. „Ég held að Daði geti endað mjög ofarlega í keppninni en ég yrði svo aftur á móti ekkert hissa ef hið gagnstæða myndi gerast því Eurovision er svo mikið ólíkindatól. Daði getur þó farið sáttur frá borði hvernig sem þetta endar hjá honum og Gagnamagninu. Hann er búinn að gera mjög flotta hluti bæði núna og með lagið í fyrra sem því miður fór ekki í lokakeppnina þar sem henni var aflýst vegna Covid-19.”
Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Flo Rida mætti óvænt til Rotterdam Rapparinn Flo Rida er mættur til Rotterdam og mun koma fram með Senhit fyrir hönd San Marino í Eurovision. 19. maí 2021 15:30 Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun. 19. maí 2021 14:43 Þrír flóttamenn á sviðinu í Rotterdam Flóttafólk er meðal keppenda í Eurovision. 19. maí 2021 13:19 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Flo Rida mætti óvænt til Rotterdam Rapparinn Flo Rida er mættur til Rotterdam og mun koma fram með Senhit fyrir hönd San Marino í Eurovision. 19. maí 2021 15:30
Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun. 19. maí 2021 14:43