Bandarísk C-5 herþota þveraði fluglegg Lavrovs yfir Hornafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2021 19:19 Þota Sergeis Lavrovs yfir Hornafirði síðdegis, táknuð sem gul, nýfarin yfir ratsjárstöð NATO á Stokksnesi. Bandaríska herflutningaþotan, táknuð sem rauð, var í sömu andrá yfir austanverðum Vatnajökli en hafði 2-3 mínútum áður þverað fluglegg Lavrovs yfir Hornafirði. Flightradar24 Herflutningaþota bandaríska flughersins af gerðinni Lockheed C-5 Galaxy flaug inn yfir Ísland og þvert fyrir fluglegg Ilyushin-þotu Sergeis Lavrovs nú síðdegis aðeins um 2-3 mínútum áður en þota utanríkisráðherra Rússlands kom að Íslandsströndum. Atvikið mátti sjá á flugratsjársíðunni Flightradar 24 en það gerðist yfir Hornafirði um hálffimmleytið, þegar þota Lavrovs átti eftir um hálftíma flug til Keflavíkur. Nægilegur hæðaraðskilnaður tryggði að engin hætta var á ferðum. Bandaríska herflutningaþotan var í 34 þúsund feta hæð en þota Lavrovs í 36 þúsund feta hæð þegar þær flugu yfir Hornafjörð. Lockheed C-5 Galaxy er stærsta herflutningaþota Bandaríkjahers.U.S. Air Force/Brad Fallin Samkvæmt upplýsingum sem sjá má á Flightradar 24 var Galaxy-þotan að koma frá Zweibrücken-flugvellinum í Þýskalandi sem þjónaði áður sem herstöð Bandaríkjamanna og NATO. Ekki kemur fram hver áfangastaður bandarísku herþotunnar er en hún stefndi til norðvesturs í átt til Grænlands. Þota Lavrovs var hins vegar að koma frá Dúsjanbe, höfuðborg Tadsikistan. Þota Sergeis Lavrovs er af gerðinni Ilyushin IL-96-300.Wikimedia Hvort tilviljun hafi ráðið þessu atviki eða hvort það hafi verið liður í einhverskonar kaldastríðsögrun skal ósagt látið. Þess má þó til gamans geta að Ilyushin IL-96-300 breiðþota Lavrovs er mun stærri en Boeing 757-þotan sem bandaríski utanríkisráðherrann Antony Blinken mætti á til Íslands. Lockheed C-5 Galaxy-risaþotan trompar hins vegar Ilyushin-þotuna enda stærsta þota bandaríska flughersins. Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Hornafjörður Keflavíkurflugvöllur NATO Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. 19. maí 2021 18:48 Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Atvikið mátti sjá á flugratsjársíðunni Flightradar 24 en það gerðist yfir Hornafirði um hálffimmleytið, þegar þota Lavrovs átti eftir um hálftíma flug til Keflavíkur. Nægilegur hæðaraðskilnaður tryggði að engin hætta var á ferðum. Bandaríska herflutningaþotan var í 34 þúsund feta hæð en þota Lavrovs í 36 þúsund feta hæð þegar þær flugu yfir Hornafjörð. Lockheed C-5 Galaxy er stærsta herflutningaþota Bandaríkjahers.U.S. Air Force/Brad Fallin Samkvæmt upplýsingum sem sjá má á Flightradar 24 var Galaxy-þotan að koma frá Zweibrücken-flugvellinum í Þýskalandi sem þjónaði áður sem herstöð Bandaríkjamanna og NATO. Ekki kemur fram hver áfangastaður bandarísku herþotunnar er en hún stefndi til norðvesturs í átt til Grænlands. Þota Lavrovs var hins vegar að koma frá Dúsjanbe, höfuðborg Tadsikistan. Þota Sergeis Lavrovs er af gerðinni Ilyushin IL-96-300.Wikimedia Hvort tilviljun hafi ráðið þessu atviki eða hvort það hafi verið liður í einhverskonar kaldastríðsögrun skal ósagt látið. Þess má þó til gamans geta að Ilyushin IL-96-300 breiðþota Lavrovs er mun stærri en Boeing 757-þotan sem bandaríski utanríkisráðherrann Antony Blinken mætti á til Íslands. Lockheed C-5 Galaxy-risaþotan trompar hins vegar Ilyushin-þotuna enda stærsta þota bandaríska flughersins.
Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Hornafjörður Keflavíkurflugvöllur NATO Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. 19. maí 2021 18:48 Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. 19. maí 2021 18:48
Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44