Repúblikanar í hár saman vegna umdeildrar endurskoðunar Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 15:39 Starfsmenn Cyber Ninjas fara yfir atkvæði frá Maricopa-sýslu í íþróttahöll í Phoenix. Kosningasérfræðingar hafa gagnrýnt vinnubrögð fyrirtækisins, þau séu ógegnsæ og óörugg. AP/Matt York Endurskoðun sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþings Arizona í Bandaríkjunum fyrirskipuðu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember heldur áfram þrátt fyrir harðar mótbárur flokkssystkina þeirra sem báru ábyrgð á framkvæmd þeirra í stærstu sýslu ríkisins. Embættismennirnir neituðu að taka þátt í endurskoðuninni í vikunni. Ákvörðun repúblikana í öldungadeildinni í Arizona um að fela einkafyrirtæki að fara yfir úrslit kosninganna hefur sætt harðri gagnrýni. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað stoðlausar fullyrðingar Donalds Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum og kosningasérfræðingar hafa deilt á aðferðirnar sem fyrirtækið beitir við endurskoðunina. Joe Biden varð fyrsti Demókratinn til að vinna sigur í forsetakosningum í Arizona frá árinu 1996 og við það hafa margir repúblikanar sem halda enn tryggð við Trump ekki vilja una. Þeir, með Trump sjálfan í fararbroddi halda enn á lofti svikabrigslum um að eitthvað hafi verið bogið við framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins þar sem Phoenix er stærsta borgin. Ásakanir repúblikana hafa ekki þagnað þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri Arizona og repúblikani, hafi staðfest kosningaúrslitin, ríkis- og alríkisdómarar hafi vísað á bug ásökunum um svindl og tvær endurskoðanir og endurtalning á hluta atkvæða hafi ekki leitt neitt misjafnt í ljós. Þegar öldungadeildin ákvað að endurskoðunin færi fram lét hún leggja hald á kosningavélar og um 2,1 milljón atkvæðaseðla í Maricopa-sýslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast búast við því að endurskoðuninni ljúki í júní. Neituðu að funda með endurskoðendunum Embættismenn í Maricopa-sýslu sem báru ábyrgð á framkvæmd kosninganna, og eru einnig repúblikanar, eru æfir yfir endurskoðun öldungadeildarinnar. Washington Post segir að þeir hafi neitað að vinna með Cyber Ninjas, fyrirtækinu sem framkvæmir hana. Fyrr í vikunni kölluðu fulltrúar sýslunnar endurskoðunina „fals“ sem græfi undan lýðræðinu með því að ýta undir falskar samsæriskenningar og meiða æru starfsmanna kjörstjórnar í sýslunni. Karen Fann, forseti öldungadeildarinnar, harmaði að embættismenn Maricopa-sýslu hefðu ekki viljað funda með henni og fyrirtækinu til að ræða það sem hún kallaði „alvarleg álitamál“ við kosningarnar í gær. Endurskoðunin héldi áfram þrátt fyrir mótbárur sýsluyfirvalda. Þingforsetinn og félagar hans halda því fram að endurskoðuninni sé ekki ætlað að skera úr um hvort að Biden hefði raunverulega sigrað í Arizona heldur að finna leiðir til þess að bæta framkvæmd kosninganna þar í framtíðinni. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa notað lygar Trump um kosningarnar til þess að samþykkja fjölda laga sem gera kjósendum erfiðara fyrir að greiða atkvæði. Trump heldur engu að síður áfram að ljúga um kosningarnar og vonast til þess að endurskoðunin í Arizona verði sú fyrsta af mörgum sem sýni fram á að hann hafi verið raunverulegur sigurvegari forsetakosninganna í nóvember. Forstjóri Cyber Ninjas sem sér um endurskoðunina hefur endurómað stoðlausar samsæriskenningar Trump um stórfelld svik í forsetakosningunum í nóvember.AP/Matt York Sökuðu kjörstjórn um að eyða gögnum Töluverð spenna hefur ríkt á milli repúblikana í Maricopa-sýslu annars vegar og í öldungadeild ríkisþingsins hins vegar vegna endurskoðunarinnar, ekki síst eftir að Cyber Ninjas ýjaði að því að yfirmenn kjörstjórnar gætu hafa framið lögbrot með því að „eyða“ gögnum af netþjón áður en hann var afhentur fyrirtækinu. Trump forseti básúnaði ásökunum um að kjörstjórnin hefði eytt „heilum gagngrunni“ ólöglega. Síðar kom í ljós að gögnin sem um ræddi voru enn til staðar. Opinber Twitter-síða Maricopa-sýslu deildi hart á Fann þingforseta og fyrirtækið í gær. „Daginn eftir að við útskýrðum í tæknilegu bréfi að þeir væru bara að leita á röngum stað finna „endurskoðendurnir“ skyndilega gögnin,“ tístu sýsluyfirvöld með drjúpandi kaldhæðni. Þá hafa sýsluyfirvöld neitað að afhenda endurskoðendunum lykilorð að kosningavélum og netþjónum sem öldungadeildin hefur krafið þau um. Segjast þau ekki hafa lykilorðin og að það gæti ógnað öryggi viðkvæmara upplýsinga að opna netþjónana. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvernig endurskoðunin sé fjármögnuð. Forstjóri Cyber Ninjas hefur þegar sagt að þeir 150.000 dollarar sem öldungadeildin samþykkti að verja í hana dygðu ekki fyrir kostnaðinum. Að minnsta kosti tvenn samtök hliðholl Trump hafa sagst safnað hundruð þúsundum dollara fyrir endurskoðuninni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Ákvörðun repúblikana í öldungadeildinni í Arizona um að fela einkafyrirtæki að fara yfir úrslit kosninganna hefur sætt harðri gagnrýni. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað stoðlausar fullyrðingar Donalds Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum og kosningasérfræðingar hafa deilt á aðferðirnar sem fyrirtækið beitir við endurskoðunina. Joe Biden varð fyrsti Demókratinn til að vinna sigur í forsetakosningum í Arizona frá árinu 1996 og við það hafa margir repúblikanar sem halda enn tryggð við Trump ekki vilja una. Þeir, með Trump sjálfan í fararbroddi halda enn á lofti svikabrigslum um að eitthvað hafi verið bogið við framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins þar sem Phoenix er stærsta borgin. Ásakanir repúblikana hafa ekki þagnað þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri Arizona og repúblikani, hafi staðfest kosningaúrslitin, ríkis- og alríkisdómarar hafi vísað á bug ásökunum um svindl og tvær endurskoðanir og endurtalning á hluta atkvæða hafi ekki leitt neitt misjafnt í ljós. Þegar öldungadeildin ákvað að endurskoðunin færi fram lét hún leggja hald á kosningavélar og um 2,1 milljón atkvæðaseðla í Maricopa-sýslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast búast við því að endurskoðuninni ljúki í júní. Neituðu að funda með endurskoðendunum Embættismenn í Maricopa-sýslu sem báru ábyrgð á framkvæmd kosninganna, og eru einnig repúblikanar, eru æfir yfir endurskoðun öldungadeildarinnar. Washington Post segir að þeir hafi neitað að vinna með Cyber Ninjas, fyrirtækinu sem framkvæmir hana. Fyrr í vikunni kölluðu fulltrúar sýslunnar endurskoðunina „fals“ sem græfi undan lýðræðinu með því að ýta undir falskar samsæriskenningar og meiða æru starfsmanna kjörstjórnar í sýslunni. Karen Fann, forseti öldungadeildarinnar, harmaði að embættismenn Maricopa-sýslu hefðu ekki viljað funda með henni og fyrirtækinu til að ræða það sem hún kallaði „alvarleg álitamál“ við kosningarnar í gær. Endurskoðunin héldi áfram þrátt fyrir mótbárur sýsluyfirvalda. Þingforsetinn og félagar hans halda því fram að endurskoðuninni sé ekki ætlað að skera úr um hvort að Biden hefði raunverulega sigrað í Arizona heldur að finna leiðir til þess að bæta framkvæmd kosninganna þar í framtíðinni. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa notað lygar Trump um kosningarnar til þess að samþykkja fjölda laga sem gera kjósendum erfiðara fyrir að greiða atkvæði. Trump heldur engu að síður áfram að ljúga um kosningarnar og vonast til þess að endurskoðunin í Arizona verði sú fyrsta af mörgum sem sýni fram á að hann hafi verið raunverulegur sigurvegari forsetakosninganna í nóvember. Forstjóri Cyber Ninjas sem sér um endurskoðunina hefur endurómað stoðlausar samsæriskenningar Trump um stórfelld svik í forsetakosningunum í nóvember.AP/Matt York Sökuðu kjörstjórn um að eyða gögnum Töluverð spenna hefur ríkt á milli repúblikana í Maricopa-sýslu annars vegar og í öldungadeild ríkisþingsins hins vegar vegna endurskoðunarinnar, ekki síst eftir að Cyber Ninjas ýjaði að því að yfirmenn kjörstjórnar gætu hafa framið lögbrot með því að „eyða“ gögnum af netþjón áður en hann var afhentur fyrirtækinu. Trump forseti básúnaði ásökunum um að kjörstjórnin hefði eytt „heilum gagngrunni“ ólöglega. Síðar kom í ljós að gögnin sem um ræddi voru enn til staðar. Opinber Twitter-síða Maricopa-sýslu deildi hart á Fann þingforseta og fyrirtækið í gær. „Daginn eftir að við útskýrðum í tæknilegu bréfi að þeir væru bara að leita á röngum stað finna „endurskoðendurnir“ skyndilega gögnin,“ tístu sýsluyfirvöld með drjúpandi kaldhæðni. Þá hafa sýsluyfirvöld neitað að afhenda endurskoðendunum lykilorð að kosningavélum og netþjónum sem öldungadeildin hefur krafið þau um. Segjast þau ekki hafa lykilorðin og að það gæti ógnað öryggi viðkvæmara upplýsinga að opna netþjónana. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvernig endurskoðunin sé fjármögnuð. Forstjóri Cyber Ninjas hefur þegar sagt að þeir 150.000 dollarar sem öldungadeildin samþykkti að verja í hana dygðu ekki fyrir kostnaðinum. Að minnsta kosti tvenn samtök hliðholl Trump hafa sagst safnað hundruð þúsundum dollara fyrir endurskoðuninni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira