Spenntur fyrir að fara á Egilsstaði eftir að hafa búið nánast alla ævina í Njarðvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 15:32 Viðar Örn Hafsteinsson og Einar Árni Jóhannsson munu þjálfa Hött í sameiningu. vísir/sigurjón Einar Árni Jóhannsson segir að þeim Viðari Erni Hafsteinssyni hafi lengi rætt um það að starfa saman. Það gerist á næsta tímabili en Einar Árni hefur verið ráðinn þjálfari Hattar við hlið Viðars. Einar Árni lét af störfum hjá Njarðvík eftir tímabilið. Njarðvíkingar héldu sæti sínu í Domino's deildinni eftir mikla baráttu, meðal annars við Hattarmenn. Einar Árni og Viðar sameina nú krafta sína fyrir austan. „Við Viðar erum miklir vinir til margra ára og höfum rætt það okkar í milli oftar en einu sinni að starfa saman. Við sáum það kannski meira gerast í gegnum yngri landsliðin á árum áður. Svo barst þetta í tal. Þau athuguðu með mig seinni part vetrar hver samningsstaða mín væri og hvort ég hefði áhuga á að skoða þessa hluti,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í dag, í Húsgagnahöllinni, af öllum stöðum. Hafði úr þremur fínum kostum að velja „Ég sagði þeim á þeim tíma að ég væri bundinn í mínu verkefni með Njarðvík og þyrfti að einbeita mér að því en væri reiðubúinn að skoða hlutina með þeim hratt og vel að móti loknu. Hlutirnir unnust mjög hratt eftir mót. Ég var fyrir löngu síðan búinn að ákveða að breyta um umhverfi og hafði úr þremur fínum kostum að velja.“ Höttur varð fyrir valinu og Einar Árni flytur til Egilsstaða í sumar. „Ég er mjög spenntur. Ég er 44 ára og hef búið í 43 ár í Njarðvík og níu mánuði í Reykjavík þannig að þetta er vissulega stór og mikil breyting. Mér hefur oft áður staðið til boða að fara út á land að þjálfa og margt spilað inn í að það hefur ekki orðið, fjölskyldan fyrst og síðast,“ sagði Einar Árni sem lætur ekki bara af störfum hjá Njarðvík heldur einnig Njarðvíkurskóla þar sem hann hefur starfað í tuttugu ár. Klippa: Viðtal við Einar Árna Höttur er fjórða liðið sem Einar Árni þjálfar og það fyrsta sem leikur ekki í grænum búningum. Auk Njarðvíkur hefur hann þjálfað Breiðablik og Þór Þ. „Því hefur verið kastað á mig áður, að ég hafi bara verið í grænum liðum. Jájá, það er staðreynd,“ sagði Einar Árni. Hann kveðst spenntur fyrir því að taka til starfa hjá Hetti. Fá aðra rödd í eyrað „Þetta er gott körfuboltalið og í raun of gott lið til að hafa farið niður, eins og öll hin ellefu liðin í deildinni í vetur, en það er spennandi að takast á við það að byggja ofan á þennan vetur. Viðar er búinn að vinna hörkuvinnu þarna í tíu ár. Okkur þykir spennandi að vinna saman og það er spennandi fyrir hans stráka sem hafa bara verið með hann í eyranu í tíu ár. Það er líka spennandi og hollt fyrir mig að takast á við ný andlit. Það var nú eða aldrei að prófa að fara út á land. Þetta er mikil tilhlökkun,“ sagði Einar Árni. Viðar og Einar Árni ásamt Ásthildi Jónasdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar Hattar.vísir/sigurjón Hann segir að markmiðið sé að koma Hetti strax aftur upp í Domino's deildina og festa liðið í sessi þar, eitthvað sem hefur ekki áður tekist. „Við viljum komast upp hið fyrsta og ná stöðugleika í efstu deild því það er mikill metnaður og hugur í fólki. Ég held að tímabilið í ár hafi verið mikil hvatning. Þú finnur það á forráðamönnum liðsins, það er enginn draga saman seglin. Fólk ætlar sér stóra hluti á komandi árum,“ sagði Einar Árni að endingu. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Höttur Múlaþing Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Einar Árni lét af störfum hjá Njarðvík eftir tímabilið. Njarðvíkingar héldu sæti sínu í Domino's deildinni eftir mikla baráttu, meðal annars við Hattarmenn. Einar Árni og Viðar sameina nú krafta sína fyrir austan. „Við Viðar erum miklir vinir til margra ára og höfum rætt það okkar í milli oftar en einu sinni að starfa saman. Við sáum það kannski meira gerast í gegnum yngri landsliðin á árum áður. Svo barst þetta í tal. Þau athuguðu með mig seinni part vetrar hver samningsstaða mín væri og hvort ég hefði áhuga á að skoða þessa hluti,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í dag, í Húsgagnahöllinni, af öllum stöðum. Hafði úr þremur fínum kostum að velja „Ég sagði þeim á þeim tíma að ég væri bundinn í mínu verkefni með Njarðvík og þyrfti að einbeita mér að því en væri reiðubúinn að skoða hlutina með þeim hratt og vel að móti loknu. Hlutirnir unnust mjög hratt eftir mót. Ég var fyrir löngu síðan búinn að ákveða að breyta um umhverfi og hafði úr þremur fínum kostum að velja.“ Höttur varð fyrir valinu og Einar Árni flytur til Egilsstaða í sumar. „Ég er mjög spenntur. Ég er 44 ára og hef búið í 43 ár í Njarðvík og níu mánuði í Reykjavík þannig að þetta er vissulega stór og mikil breyting. Mér hefur oft áður staðið til boða að fara út á land að þjálfa og margt spilað inn í að það hefur ekki orðið, fjölskyldan fyrst og síðast,“ sagði Einar Árni sem lætur ekki bara af störfum hjá Njarðvík heldur einnig Njarðvíkurskóla þar sem hann hefur starfað í tuttugu ár. Klippa: Viðtal við Einar Árna Höttur er fjórða liðið sem Einar Árni þjálfar og það fyrsta sem leikur ekki í grænum búningum. Auk Njarðvíkur hefur hann þjálfað Breiðablik og Þór Þ. „Því hefur verið kastað á mig áður, að ég hafi bara verið í grænum liðum. Jájá, það er staðreynd,“ sagði Einar Árni. Hann kveðst spenntur fyrir því að taka til starfa hjá Hetti. Fá aðra rödd í eyrað „Þetta er gott körfuboltalið og í raun of gott lið til að hafa farið niður, eins og öll hin ellefu liðin í deildinni í vetur, en það er spennandi að takast á við það að byggja ofan á þennan vetur. Viðar er búinn að vinna hörkuvinnu þarna í tíu ár. Okkur þykir spennandi að vinna saman og það er spennandi fyrir hans stráka sem hafa bara verið með hann í eyranu í tíu ár. Það er líka spennandi og hollt fyrir mig að takast á við ný andlit. Það var nú eða aldrei að prófa að fara út á land. Þetta er mikil tilhlökkun,“ sagði Einar Árni. Viðar og Einar Árni ásamt Ásthildi Jónasdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar Hattar.vísir/sigurjón Hann segir að markmiðið sé að koma Hetti strax aftur upp í Domino's deildina og festa liðið í sessi þar, eitthvað sem hefur ekki áður tekist. „Við viljum komast upp hið fyrsta og ná stöðugleika í efstu deild því það er mikill metnaður og hugur í fólki. Ég held að tímabilið í ár hafi verið mikil hvatning. Þú finnur það á forráðamönnum liðsins, það er enginn draga saman seglin. Fólk ætlar sér stóra hluti á komandi árum,“ sagði Einar Árni að endingu. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Höttur Múlaþing Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira