Náman er þekkt fyrir að hafa gefið af sér lýtalausan bleikan demant sem nú prýðir eina af uppáhaldsnælum Elísabetar Bretadrottningar.
Tansaníumennirnir 71 greindu frá því að hafa verið skotnir, barðir, stungnir og haldið föngum. Þá sögðust þeir einnig hafa verið handjárnaðir við sjúkrarúm.
Þeir sem beittu ofbeldinu voru öryggisstarfsmenn Williamson Diamonds, dótturfyrirtækis Petra, og lögregla í Shinyanga, sem er eitt af fátækustu héruðum Tansaníu.
Í tíu tilvikum var mál sótt af fjölskyldum manna sem höfðu látist við störf í námunni.
Forsvarsmenn Petra, sem er skráð í kauphöllina í Lundúnum, segjast hafa skipt um öryggisundirverktaka og lokað fangageymslum á svæðinu, þar sem mannréttindasamtök segja íbúum hafa verið haldið.
Þá segjast þeir hafa samþykkt að fjármagna samfélagsleg og heilbrigðistengd verkefni.