Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 13:31 Tyler Sabin fagnar með Matthíasi Orra Sigurðarsyni. vísir/bára Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. Sabin skoraði 28 stig, þar á meðal sigurkörfu KR þegar níu sekúndur voru eftir. Hann mætti í settið til strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi og horfði á sigurkörfuna með þeim. „Samherjarnir treysta mér,“ sagði Sabin sem hafði góða tilfinningu eftir að hann sleppti boltanum. „Mér leið vel en þú veist hvernig körfuboltinn er.“ Hann kvaðst ánægður með að vera búinn að vera forystunni í einvíginu. „Við vissum að þetta yrði erfitt. Við tökum einn leik fyrir í einu, njótum í kvöld en mætum síðan aftur í vinnuna á morgun,“ sagði Sabin. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Tyler Sabin eftir leikinn Hann segir að munurinn á úrslitakeppninni og deildarkeppninni sé töluverður. „Ákefðin er meiri og smáatriðin skipta meira máli. Leikurinn er ekki jafn hraður og snýst meira um andlegu hliðina. Við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Sabin sem naut þess að spila fyrir framan áhorfendur sem settu svip sinn á leikinn. „Það er meiri orka í húsinu og meiri stemmning. Að heyra í stuðningsmönnunum og finna fyrir þeim gerir þetta skemmtilegra.“ Næsti leikur KR og Vals er á miðvikudaginn. Liðin hafa mæst þrívegis í vetur og allir leikirnir hafa endað með útisigri. „Allt tímabilið vorum við að tala um að ná heimavallarrétti en svo þurfum við hann ekki. Við erum betri á útivelli,“ sagði Sabin léttur en KR vann aðeins þrjá af ellefu heimaleikjum sínum í Domino's deildinni en níu af ellefu útileikjum. „Við finnum fyrir stuðningsmönnunum og okkur líður betur á heimavelli. Þú vilt frekar spila á heimavelli en útivelli þannig að við hlökkum til þess.“ Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Sabin skoraði 28 stig, þar á meðal sigurkörfu KR þegar níu sekúndur voru eftir. Hann mætti í settið til strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi og horfði á sigurkörfuna með þeim. „Samherjarnir treysta mér,“ sagði Sabin sem hafði góða tilfinningu eftir að hann sleppti boltanum. „Mér leið vel en þú veist hvernig körfuboltinn er.“ Hann kvaðst ánægður með að vera búinn að vera forystunni í einvíginu. „Við vissum að þetta yrði erfitt. Við tökum einn leik fyrir í einu, njótum í kvöld en mætum síðan aftur í vinnuna á morgun,“ sagði Sabin. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Tyler Sabin eftir leikinn Hann segir að munurinn á úrslitakeppninni og deildarkeppninni sé töluverður. „Ákefðin er meiri og smáatriðin skipta meira máli. Leikurinn er ekki jafn hraður og snýst meira um andlegu hliðina. Við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Sabin sem naut þess að spila fyrir framan áhorfendur sem settu svip sinn á leikinn. „Það er meiri orka í húsinu og meiri stemmning. Að heyra í stuðningsmönnunum og finna fyrir þeim gerir þetta skemmtilegra.“ Næsti leikur KR og Vals er á miðvikudaginn. Liðin hafa mæst þrívegis í vetur og allir leikirnir hafa endað með útisigri. „Allt tímabilið vorum við að tala um að ná heimavallarrétti en svo þurfum við hann ekki. Við erum betri á útivelli,“ sagði Sabin léttur en KR vann aðeins þrjá af ellefu heimaleikjum sínum í Domino's deildinni en níu af ellefu útileikjum. „Við finnum fyrir stuðningsmönnunum og okkur líður betur á heimavelli. Þú vilt frekar spila á heimavelli en útivelli þannig að við hlökkum til þess.“
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15