Sönnun í kynferðisbrotamálum II Einar Gautur Steingrímsson skrifar 17. maí 2021 09:00 Einhverjum hitnaði í hamsi yfir því að ég tel ásakanir um nauðgun ekki, einar og sér, næga sönnun, fyrir dómi, um að hún hafi átt sér stað. Að óbreyttri stjórnarskrá verða dómstólar að líta svo á. Stjórnarskráin er skýr; það verður að vera hafið yfir allan skynsamlegan vafa að sá sem dæmdur er fyrir glæp hafi framið glæpinn. Ákvæði stjórnarskrár hljómar svo: „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. Núgildandi ákvæði stjórnarskrár eru í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Breytt stjórnarskrárákvæði, vilji menn berjast fyrir þeim, gæti hljómað svona: „Hver sá sem borinn er sökum um nauðgun telst sekur nema annað verði leitt í ljós“. Eða svona: „Dómari skal trúa frásögn konu sem sakar mann um nauðgun, nema hún verði afsönnuð.“. Tilslakanir á sönnunarbyrði ákæruvalds, af þessu tagi, fá ekki staðist núgildandi ákvæði stjórnarskrár. Í pistlum mínum miða ég við óbreytta stjórnarskrá en dómstólar mega aðeins dæma eftir lögum og telst það brot dómara í starfi ef hann lætur undan þrýstingi um eitthvað annað. Að dæma ekki eftir framburði konunnar, einum og sér, felur ekki í sér höfnun, bara að ekki tókst að sanna sök. Með þetta í huga vík ég nú að mati á munnlegum framburðum. Þegar konu er nauðgað er áfallið gríðarlegt. Slíku fylgir oft áfallastreituröskun sem aldrei hverfur. Stundum er um sálarmorð að ræða. Af þessu leiðir að framburður konu í þessu áfalli gæti á stundum virst reikull og ótrúverðugur án þess að nokkuð ótrúverðugt sé við hann í raun. Þvert á móti gæti slíkur framburður einmitt borið áfallinu vitni. Það er því mikilvægt að dómstólar hafi þetta í huga við mat á framburði konunnar. Sé kærandi staðinn að vísvitandi ósannsögli veikir það þó vissulega framburð hennar. Mér hefur þótt dómstólar vera farnir að átta sig á að vantreysta ekki frásögn konu þótt áfallið liti framsetningu hennar. Eru það framför. Aftur á móti hafa sumir héraðsdómarar ekki áttað sig á því að sá sem er sakaður um nauðgun, sekur eða saklaus, er einnig í áfalli. Tel ég mig hafa séð dóma þar sem framburði mannsins er af dómara snúið á versta veg og nánast um útúrsnúning að ræða. Dómarar verða að gæta sín þarna. Annað sem er mikilvægt að hafa í huga við mat á munnlegum framburðum er þetta; sá sem hefur besta talandann er ekki endilega sá sem segir satt. Þeir sem segja satt eru oft málhaltari en þeir sem blygðunarlaust segja ósatt. Framburðir fyrir dómi eru ekki keppni hjá málfundafélagi þar sem sá vinnur sem talar flottast. Í málum útaf nauðgunum mæta oft sálfræðingar o.fl. sem endursegja frásögn kæranda. Slíkir framburðir eru almennt ekki nein viðbót við frásögn konunnar sjálfrar og standa því áfram orð gegn orði. Það skal strax tekið fram að það er bábilja að sálfræðingar hafi nokkuð meiri hæfni en aðrir til að meta hvort framburður sé trúverðugur eða ekki. Það er engin stétt sem hefur nám að baki sem kennir þeim að vita hverjir segi satt og hverjir ósatt því það er ekki hægt að kenna slíkt. Sálfræðingar geta ekki, frekar en aðrir, fundið út hver segir satt þegar slíkt liggur ekki fyrir með öðrum hætti. Ekkert frekar en prestarnir á öldum áður sem áttu að segja til um hverjir væru göldróttir. Misnotkun dómstóla á slíkum „sönnunargögnum“ væri ávísun á réttarmorð. Í næsta pistli kem ég að því hvernig sök er sönnuð þótt standi orð gegn orði en iðulega er það mögulegt, þrátt fyrir það, að leiða hið sanna í ljós. Sem betur fer. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Einar Gautur Steingrímsson Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Einhverjum hitnaði í hamsi yfir því að ég tel ásakanir um nauðgun ekki, einar og sér, næga sönnun, fyrir dómi, um að hún hafi átt sér stað. Að óbreyttri stjórnarskrá verða dómstólar að líta svo á. Stjórnarskráin er skýr; það verður að vera hafið yfir allan skynsamlegan vafa að sá sem dæmdur er fyrir glæp hafi framið glæpinn. Ákvæði stjórnarskrár hljómar svo: „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. Núgildandi ákvæði stjórnarskrár eru í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Breytt stjórnarskrárákvæði, vilji menn berjast fyrir þeim, gæti hljómað svona: „Hver sá sem borinn er sökum um nauðgun telst sekur nema annað verði leitt í ljós“. Eða svona: „Dómari skal trúa frásögn konu sem sakar mann um nauðgun, nema hún verði afsönnuð.“. Tilslakanir á sönnunarbyrði ákæruvalds, af þessu tagi, fá ekki staðist núgildandi ákvæði stjórnarskrár. Í pistlum mínum miða ég við óbreytta stjórnarskrá en dómstólar mega aðeins dæma eftir lögum og telst það brot dómara í starfi ef hann lætur undan þrýstingi um eitthvað annað. Að dæma ekki eftir framburði konunnar, einum og sér, felur ekki í sér höfnun, bara að ekki tókst að sanna sök. Með þetta í huga vík ég nú að mati á munnlegum framburðum. Þegar konu er nauðgað er áfallið gríðarlegt. Slíku fylgir oft áfallastreituröskun sem aldrei hverfur. Stundum er um sálarmorð að ræða. Af þessu leiðir að framburður konu í þessu áfalli gæti á stundum virst reikull og ótrúverðugur án þess að nokkuð ótrúverðugt sé við hann í raun. Þvert á móti gæti slíkur framburður einmitt borið áfallinu vitni. Það er því mikilvægt að dómstólar hafi þetta í huga við mat á framburði konunnar. Sé kærandi staðinn að vísvitandi ósannsögli veikir það þó vissulega framburð hennar. Mér hefur þótt dómstólar vera farnir að átta sig á að vantreysta ekki frásögn konu þótt áfallið liti framsetningu hennar. Eru það framför. Aftur á móti hafa sumir héraðsdómarar ekki áttað sig á því að sá sem er sakaður um nauðgun, sekur eða saklaus, er einnig í áfalli. Tel ég mig hafa séð dóma þar sem framburði mannsins er af dómara snúið á versta veg og nánast um útúrsnúning að ræða. Dómarar verða að gæta sín þarna. Annað sem er mikilvægt að hafa í huga við mat á munnlegum framburðum er þetta; sá sem hefur besta talandann er ekki endilega sá sem segir satt. Þeir sem segja satt eru oft málhaltari en þeir sem blygðunarlaust segja ósatt. Framburðir fyrir dómi eru ekki keppni hjá málfundafélagi þar sem sá vinnur sem talar flottast. Í málum útaf nauðgunum mæta oft sálfræðingar o.fl. sem endursegja frásögn kæranda. Slíkir framburðir eru almennt ekki nein viðbót við frásögn konunnar sjálfrar og standa því áfram orð gegn orði. Það skal strax tekið fram að það er bábilja að sálfræðingar hafi nokkuð meiri hæfni en aðrir til að meta hvort framburður sé trúverðugur eða ekki. Það er engin stétt sem hefur nám að baki sem kennir þeim að vita hverjir segi satt og hverjir ósatt því það er ekki hægt að kenna slíkt. Sálfræðingar geta ekki, frekar en aðrir, fundið út hver segir satt þegar slíkt liggur ekki fyrir með öðrum hætti. Ekkert frekar en prestarnir á öldum áður sem áttu að segja til um hverjir væru göldróttir. Misnotkun dómstóla á slíkum „sönnunargögnum“ væri ávísun á réttarmorð. Í næsta pistli kem ég að því hvernig sök er sönnuð þótt standi orð gegn orði en iðulega er það mögulegt, þrátt fyrir það, að leiða hið sanna í ljós. Sem betur fer. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun