Sönnun í kynferðisbrotamálum II Einar Gautur Steingrímsson skrifar 17. maí 2021 09:00 Einhverjum hitnaði í hamsi yfir því að ég tel ásakanir um nauðgun ekki, einar og sér, næga sönnun, fyrir dómi, um að hún hafi átt sér stað. Að óbreyttri stjórnarskrá verða dómstólar að líta svo á. Stjórnarskráin er skýr; það verður að vera hafið yfir allan skynsamlegan vafa að sá sem dæmdur er fyrir glæp hafi framið glæpinn. Ákvæði stjórnarskrár hljómar svo: „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. Núgildandi ákvæði stjórnarskrár eru í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Breytt stjórnarskrárákvæði, vilji menn berjast fyrir þeim, gæti hljómað svona: „Hver sá sem borinn er sökum um nauðgun telst sekur nema annað verði leitt í ljós“. Eða svona: „Dómari skal trúa frásögn konu sem sakar mann um nauðgun, nema hún verði afsönnuð.“. Tilslakanir á sönnunarbyrði ákæruvalds, af þessu tagi, fá ekki staðist núgildandi ákvæði stjórnarskrár. Í pistlum mínum miða ég við óbreytta stjórnarskrá en dómstólar mega aðeins dæma eftir lögum og telst það brot dómara í starfi ef hann lætur undan þrýstingi um eitthvað annað. Að dæma ekki eftir framburði konunnar, einum og sér, felur ekki í sér höfnun, bara að ekki tókst að sanna sök. Með þetta í huga vík ég nú að mati á munnlegum framburðum. Þegar konu er nauðgað er áfallið gríðarlegt. Slíku fylgir oft áfallastreituröskun sem aldrei hverfur. Stundum er um sálarmorð að ræða. Af þessu leiðir að framburður konu í þessu áfalli gæti á stundum virst reikull og ótrúverðugur án þess að nokkuð ótrúverðugt sé við hann í raun. Þvert á móti gæti slíkur framburður einmitt borið áfallinu vitni. Það er því mikilvægt að dómstólar hafi þetta í huga við mat á framburði konunnar. Sé kærandi staðinn að vísvitandi ósannsögli veikir það þó vissulega framburð hennar. Mér hefur þótt dómstólar vera farnir að átta sig á að vantreysta ekki frásögn konu þótt áfallið liti framsetningu hennar. Eru það framför. Aftur á móti hafa sumir héraðsdómarar ekki áttað sig á því að sá sem er sakaður um nauðgun, sekur eða saklaus, er einnig í áfalli. Tel ég mig hafa séð dóma þar sem framburði mannsins er af dómara snúið á versta veg og nánast um útúrsnúning að ræða. Dómarar verða að gæta sín þarna. Annað sem er mikilvægt að hafa í huga við mat á munnlegum framburðum er þetta; sá sem hefur besta talandann er ekki endilega sá sem segir satt. Þeir sem segja satt eru oft málhaltari en þeir sem blygðunarlaust segja ósatt. Framburðir fyrir dómi eru ekki keppni hjá málfundafélagi þar sem sá vinnur sem talar flottast. Í málum útaf nauðgunum mæta oft sálfræðingar o.fl. sem endursegja frásögn kæranda. Slíkir framburðir eru almennt ekki nein viðbót við frásögn konunnar sjálfrar og standa því áfram orð gegn orði. Það skal strax tekið fram að það er bábilja að sálfræðingar hafi nokkuð meiri hæfni en aðrir til að meta hvort framburður sé trúverðugur eða ekki. Það er engin stétt sem hefur nám að baki sem kennir þeim að vita hverjir segi satt og hverjir ósatt því það er ekki hægt að kenna slíkt. Sálfræðingar geta ekki, frekar en aðrir, fundið út hver segir satt þegar slíkt liggur ekki fyrir með öðrum hætti. Ekkert frekar en prestarnir á öldum áður sem áttu að segja til um hverjir væru göldróttir. Misnotkun dómstóla á slíkum „sönnunargögnum“ væri ávísun á réttarmorð. Í næsta pistli kem ég að því hvernig sök er sönnuð þótt standi orð gegn orði en iðulega er það mögulegt, þrátt fyrir það, að leiða hið sanna í ljós. Sem betur fer. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Einar Gautur Steingrímsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Einhverjum hitnaði í hamsi yfir því að ég tel ásakanir um nauðgun ekki, einar og sér, næga sönnun, fyrir dómi, um að hún hafi átt sér stað. Að óbreyttri stjórnarskrá verða dómstólar að líta svo á. Stjórnarskráin er skýr; það verður að vera hafið yfir allan skynsamlegan vafa að sá sem dæmdur er fyrir glæp hafi framið glæpinn. Ákvæði stjórnarskrár hljómar svo: „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. Núgildandi ákvæði stjórnarskrár eru í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Breytt stjórnarskrárákvæði, vilji menn berjast fyrir þeim, gæti hljómað svona: „Hver sá sem borinn er sökum um nauðgun telst sekur nema annað verði leitt í ljós“. Eða svona: „Dómari skal trúa frásögn konu sem sakar mann um nauðgun, nema hún verði afsönnuð.“. Tilslakanir á sönnunarbyrði ákæruvalds, af þessu tagi, fá ekki staðist núgildandi ákvæði stjórnarskrár. Í pistlum mínum miða ég við óbreytta stjórnarskrá en dómstólar mega aðeins dæma eftir lögum og telst það brot dómara í starfi ef hann lætur undan þrýstingi um eitthvað annað. Að dæma ekki eftir framburði konunnar, einum og sér, felur ekki í sér höfnun, bara að ekki tókst að sanna sök. Með þetta í huga vík ég nú að mati á munnlegum framburðum. Þegar konu er nauðgað er áfallið gríðarlegt. Slíku fylgir oft áfallastreituröskun sem aldrei hverfur. Stundum er um sálarmorð að ræða. Af þessu leiðir að framburður konu í þessu áfalli gæti á stundum virst reikull og ótrúverðugur án þess að nokkuð ótrúverðugt sé við hann í raun. Þvert á móti gæti slíkur framburður einmitt borið áfallinu vitni. Það er því mikilvægt að dómstólar hafi þetta í huga við mat á framburði konunnar. Sé kærandi staðinn að vísvitandi ósannsögli veikir það þó vissulega framburð hennar. Mér hefur þótt dómstólar vera farnir að átta sig á að vantreysta ekki frásögn konu þótt áfallið liti framsetningu hennar. Eru það framför. Aftur á móti hafa sumir héraðsdómarar ekki áttað sig á því að sá sem er sakaður um nauðgun, sekur eða saklaus, er einnig í áfalli. Tel ég mig hafa séð dóma þar sem framburði mannsins er af dómara snúið á versta veg og nánast um útúrsnúning að ræða. Dómarar verða að gæta sín þarna. Annað sem er mikilvægt að hafa í huga við mat á munnlegum framburðum er þetta; sá sem hefur besta talandann er ekki endilega sá sem segir satt. Þeir sem segja satt eru oft málhaltari en þeir sem blygðunarlaust segja ósatt. Framburðir fyrir dómi eru ekki keppni hjá málfundafélagi þar sem sá vinnur sem talar flottast. Í málum útaf nauðgunum mæta oft sálfræðingar o.fl. sem endursegja frásögn kæranda. Slíkir framburðir eru almennt ekki nein viðbót við frásögn konunnar sjálfrar og standa því áfram orð gegn orði. Það skal strax tekið fram að það er bábilja að sálfræðingar hafi nokkuð meiri hæfni en aðrir til að meta hvort framburður sé trúverðugur eða ekki. Það er engin stétt sem hefur nám að baki sem kennir þeim að vita hverjir segi satt og hverjir ósatt því það er ekki hægt að kenna slíkt. Sálfræðingar geta ekki, frekar en aðrir, fundið út hver segir satt þegar slíkt liggur ekki fyrir með öðrum hætti. Ekkert frekar en prestarnir á öldum áður sem áttu að segja til um hverjir væru göldróttir. Misnotkun dómstóla á slíkum „sönnunargögnum“ væri ávísun á réttarmorð. Í næsta pistli kem ég að því hvernig sök er sönnuð þótt standi orð gegn orði en iðulega er það mögulegt, þrátt fyrir það, að leiða hið sanna í ljós. Sem betur fer. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun