Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Árni Jóhannsson skrifar 16. maí 2021 22:30 Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik gegn Val. vísir/bára Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Jakob skoraði þriggja stiga körfu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma til að jafna metin og koma leiknum í framlengingu. Hann var ánægður með hvernig leikplanið gekk upp hjá sínum mönnum og var á báðum áttum með það hvort það skiptir máli hverjir það eru sem eru í hinu liðinu. „Við vorum með ákveðið skipulag sem við ætluðum að spila eftir og fannst við gera það ágætlega heilt yfir. Að sama skapi fannst mér Valsmenn bregðast ágætlega vel við því líka þannig að úr varð þessi jafni leikur. Allir sem horfðu á þennan leik sáu það að þetta var það jafnt að þetta voru í raun og veru bara nokkrar sekúndur og eitt skot sem var munurinn á milli. Við settum skotið í framlengingunni og þeir klúðra sínum skotum, bæði í framlengingunni og venjulegum leiktíma. Þetta var bara mjög tæpt.“ Jakob var spurður að því hvort KR-ingar hefðu lært eitthvað um Valsmenn sem þeir vissu ekki áður í þessum leik. „Ekkert sérstakt. Við teljum okkur vita hverjir þeirra styrkleikar og veikleikar eru og við reynum að spila eftir því. Við vorum búnir að undirbúa okkur ágætlega fyrir það en ekkert stórt sem kom okkur á óvart þannig séð.“ Jordan Roland var í strangri gæslu allan leikinn, enda skoraði kappinn ekki nema 17 stig, og var Jakob spurður út í hvort að þeir þyrftu þá að sætta sig við að aðrir taki opin skot á móti og jafnvel skora úr þeim. Jordan Roland hefur verið frábær í liði Vals í vetur. Hér reynir Jakob að stöðva hann í leik kvöldsins.Vísir/Bára „Hann er náttúrlega ótrúlega góður leikmaður og hann er það góður að það er enginn einn sem nær að dekka hann. Við þurfum að hjálpast að með hann og þegar maður spilar á móti svoleiðis leikmanni þá þarf að gefa eitthvað eftir og við reynum að stíla inn á það augljóslega. Það var svolítið augljóst hvernig við spiluðum. En það er eitt af því hvað við teljum styrkleika og veikleika Valsmanna.“ Það er bæði tilfinningalegt álag og líkamlegt sem fylgir svona einvígjum í úrslitakeppninni og var Jakob spurður að því hvað þyrfti að hugsa um á milli leikja. „Það er kannski klisja en það er að ná sér niður, Sofa og hvíla sig. Núll stilla sig andlega og fara að hugsa um hvernig næsti leikur verður. Þetta verður svona sería. Það er lítið sem ber á milli. Það skiptir allt máli í undirbúningi og öllu og við reynum að gera það eins vel og við getum.“ Jakob í baráttunni við Pavel og Jón Arnór.Vísir/Bára Að lokum var spurt út í hvort það skipti máli hverjir það væru sem væru í hinu liðinu. Þá ekki liðið sjálft heldur einstaklingarnir sem skipa liðið með tilliti til þess sem gekk á seinasta sumar þegar margir yfirgáfu KR fyrir Val. „Já og nei. Það skiptir ekki máli þegar þú ert að spila. Þá ertu bara í leiknum og einbeitir þér að því. Á milli leikja hinsvegar þá er mikið talað um þetta út um allt og augljóslega heyrir maður það og hugsar um það líka. Í sjálfum leiknum, á gólfinu, fyrir mitt leyti þá er þetta bara körfuboltaleikur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 98-99| KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Jakob skoraði þriggja stiga körfu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma til að jafna metin og koma leiknum í framlengingu. Hann var ánægður með hvernig leikplanið gekk upp hjá sínum mönnum og var á báðum áttum með það hvort það skiptir máli hverjir það eru sem eru í hinu liðinu. „Við vorum með ákveðið skipulag sem við ætluðum að spila eftir og fannst við gera það ágætlega heilt yfir. Að sama skapi fannst mér Valsmenn bregðast ágætlega vel við því líka þannig að úr varð þessi jafni leikur. Allir sem horfðu á þennan leik sáu það að þetta var það jafnt að þetta voru í raun og veru bara nokkrar sekúndur og eitt skot sem var munurinn á milli. Við settum skotið í framlengingunni og þeir klúðra sínum skotum, bæði í framlengingunni og venjulegum leiktíma. Þetta var bara mjög tæpt.“ Jakob var spurður að því hvort KR-ingar hefðu lært eitthvað um Valsmenn sem þeir vissu ekki áður í þessum leik. „Ekkert sérstakt. Við teljum okkur vita hverjir þeirra styrkleikar og veikleikar eru og við reynum að spila eftir því. Við vorum búnir að undirbúa okkur ágætlega fyrir það en ekkert stórt sem kom okkur á óvart þannig séð.“ Jordan Roland var í strangri gæslu allan leikinn, enda skoraði kappinn ekki nema 17 stig, og var Jakob spurður út í hvort að þeir þyrftu þá að sætta sig við að aðrir taki opin skot á móti og jafnvel skora úr þeim. Jordan Roland hefur verið frábær í liði Vals í vetur. Hér reynir Jakob að stöðva hann í leik kvöldsins.Vísir/Bára „Hann er náttúrlega ótrúlega góður leikmaður og hann er það góður að það er enginn einn sem nær að dekka hann. Við þurfum að hjálpast að með hann og þegar maður spilar á móti svoleiðis leikmanni þá þarf að gefa eitthvað eftir og við reynum að stíla inn á það augljóslega. Það var svolítið augljóst hvernig við spiluðum. En það er eitt af því hvað við teljum styrkleika og veikleika Valsmanna.“ Það er bæði tilfinningalegt álag og líkamlegt sem fylgir svona einvígjum í úrslitakeppninni og var Jakob spurður að því hvað þyrfti að hugsa um á milli leikja. „Það er kannski klisja en það er að ná sér niður, Sofa og hvíla sig. Núll stilla sig andlega og fara að hugsa um hvernig næsti leikur verður. Þetta verður svona sería. Það er lítið sem ber á milli. Það skiptir allt máli í undirbúningi og öllu og við reynum að gera það eins vel og við getum.“ Jakob í baráttunni við Pavel og Jón Arnór.Vísir/Bára Að lokum var spurt út í hvort það skipti máli hverjir það væru sem væru í hinu liðinu. Þá ekki liðið sjálft heldur einstaklingarnir sem skipa liðið með tilliti til þess sem gekk á seinasta sumar þegar margir yfirgáfu KR fyrir Val. „Já og nei. Það skiptir ekki máli þegar þú ert að spila. Þá ertu bara í leiknum og einbeitir þér að því. Á milli leikja hinsvegar þá er mikið talað um þetta út um allt og augljóslega heyrir maður það og hugsar um það líka. Í sjálfum leiknum, á gólfinu, fyrir mitt leyti þá er þetta bara körfuboltaleikur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 98-99| KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 98-99| KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn