Lakers vann en þarf enn að treysta á önnur úrslit | Randle með tvöfalda þrennu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2021 19:45 LeBron James sneri aftur í lið Lakers í kvöld. Hér fagnar hann górði köruf með Dennis Schröder. Justin Casterline/Getty Images Þremur af fimm leikjum kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta er nú lokið. Meistarar Los Angeles Lakers unnu Indiana Pacers í endurkomu LeBron James og Anthony Davis. Brooklyn Nets vann Chicago Bullso og New York Knicks vann Charlotte Hornets í framlengdum leik. Lakers vann fimm stiga sigur á Pacers, lokatölur 122-115. Meistararnir voru alltaf með yfirhöndina og náðu oftar en ekki tíu stiga forskoti eða meira en Pacers komu alltaf til baka. Það gekk ekkert sóknarlega hjá Lakers framan af 4. leikhluta og forysta þeirra var orðin lítil sem engin þegar LeBron James kom inn af bekknum, skoraði sjö stig í röð og fór langleiðina með að tryggja sigur Lakrs. LEBRON ELEVATED pic.twitter.com/mWxj1fTs5F— NBA TV (@NBATV) May 15, 2021 Lakers er sem stendur með 41 sigur og 30 töp, líkt og Portland Trail Blazers. Síðarnefnda liðið er hins vegar með betri innbyrðis viðureignir og fer því beint í úrslitakeppnina fari svo að liðin vinni bæði lokaleiki sína í deildarkeppninni á meðan Lakers fer í umspil. Anthony Davis skoraði 28 stig í liði Lakers ásamt því að taka 10 fráköst. LeBron James skoraði 24 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Caris LeVert skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar í liði Pacers. Brooklyn Nets átti ekki í miklum vandræðum með Chicago Bulls, lokatölur 105-91. Kyrie Irving skoraði 22 stig í liði Brooklyn og Bruce Brown Jr. henti í tvöfalda tvennu með 16 stig og 12 fráköst. Patrick Williams skoraði 24 stig í liði Bulls. Julius Randle hlóð í þrefalda tvennu í sigri Knicks á Hornets. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 104-104 en Knicks voru mun sterkari í framlengingunni og unnu á endanum níu stiga sigur, 118-109. 33p/10r/13a for @J30_RANDLE If MIA loses tonight, the @nyknicks can clinch #4 in the East with a win tomorrow! #NewYorkForever pic.twitter.com/psauJgZ1kD— NBA (@NBA) May 15, 2021 Julius Randle hefur verið magnaður á leiktíðinni og var það einnig í kvöld. Hann skoraði 33 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Reggie Bullock með 17 stig á meðan Miles Bridges skoraði 30 stig í liði Hornets. Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Meistarar Los Angeles Lakers unnu Indiana Pacers í endurkomu LeBron James og Anthony Davis. Brooklyn Nets vann Chicago Bullso og New York Knicks vann Charlotte Hornets í framlengdum leik. Lakers vann fimm stiga sigur á Pacers, lokatölur 122-115. Meistararnir voru alltaf með yfirhöndina og náðu oftar en ekki tíu stiga forskoti eða meira en Pacers komu alltaf til baka. Það gekk ekkert sóknarlega hjá Lakers framan af 4. leikhluta og forysta þeirra var orðin lítil sem engin þegar LeBron James kom inn af bekknum, skoraði sjö stig í röð og fór langleiðina með að tryggja sigur Lakrs. LEBRON ELEVATED pic.twitter.com/mWxj1fTs5F— NBA TV (@NBATV) May 15, 2021 Lakers er sem stendur með 41 sigur og 30 töp, líkt og Portland Trail Blazers. Síðarnefnda liðið er hins vegar með betri innbyrðis viðureignir og fer því beint í úrslitakeppnina fari svo að liðin vinni bæði lokaleiki sína í deildarkeppninni á meðan Lakers fer í umspil. Anthony Davis skoraði 28 stig í liði Lakers ásamt því að taka 10 fráköst. LeBron James skoraði 24 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Caris LeVert skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar í liði Pacers. Brooklyn Nets átti ekki í miklum vandræðum með Chicago Bulls, lokatölur 105-91. Kyrie Irving skoraði 22 stig í liði Brooklyn og Bruce Brown Jr. henti í tvöfalda tvennu með 16 stig og 12 fráköst. Patrick Williams skoraði 24 stig í liði Bulls. Julius Randle hlóð í þrefalda tvennu í sigri Knicks á Hornets. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 104-104 en Knicks voru mun sterkari í framlengingunni og unnu á endanum níu stiga sigur, 118-109. 33p/10r/13a for @J30_RANDLE If MIA loses tonight, the @nyknicks can clinch #4 in the East with a win tomorrow! #NewYorkForever pic.twitter.com/psauJgZ1kD— NBA (@NBA) May 15, 2021 Julius Randle hefur verið magnaður á leiktíðinni og var það einnig í kvöld. Hann skoraði 33 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Reggie Bullock með 17 stig á meðan Miles Bridges skoraði 30 stig í liði Hornets. Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira