Vinur Gaetz ætlar að játa og starfa með saksóknurum Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2021 10:21 Þingmaðurinn Matt Gaetz er sagður til rannsóknar vegna vændiskaupa vinar síns, Joel Greenberg. AP/Phelen M. Ebenhack Joel Greenberg, fyrrverandi embættismaður í Flórída og vinur þingmannsins umdeilda Matt Gaetz, hefur játað að hafa greitt sautján ára stúlku peninga fyrir að stunda kynlíf með öðrum mönnum. Hann ætlar sömuleiðis að vinna með saksóknurum Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Búist er við því að Greenberg muni viðurkenna sekt fyrir dómi á mánudaginn. Gaetz er sagður til rannsóknar fyrir að hafa brotið mannsalslög með því að hafa stundað kynmök með þessari sömu stúlku. Hann hefur ekki verið ákærður en fjölmiðlar vestanhafs segja það til skoðunar. Í dómsskjölum sem opinberuð voru í gær kemur fram að Greenberg ætli að starfa með saksóknurum og hafa þeir þar útvegað sér lykilvitni, verði Gaetz ákærður. Greenberg nefnir Gaetz ekki á nafn í samkomulaginu sem hann náði við rannsakendur, samkvæmt frétt New York Times, þar segist hann þó hafa kynnt táninginn fyrir öðrum körlum og hún hafi sængað hjá þeim. Hann hafi jafnvel verið viðstaddur í einhverjum tilfellum. Samkvæmt heimildum NYT hefur Greenberg þó sagt rannsakendum að Gaetz hafi sængað hjá stúlkunni og hafi vitað af því að hún hefði fengið greitt fyrir það. Þá kemur fram í áðurnefndum skjölum að saksóknarar telji sig búa yfir sönnunargögnum sem staðfesti frásögn Greenberg. Greiddi mörgum konum fyrir kynlíf Greenberg hefur einnig játað að hafa greitt mörgum öðrum konum fyrir kynlíf. Allt í allt hafi hann greitt meira en 70 þúsund dali fyrir um kynlíf í um 150 skipti. Hann játaði einnig aðra glæpi, eins og að hafa stolið úr opinberum sjóðum. Daily Beast sagði frá því í síðasta mánuði að Greenberg hefði leitað til Rogers Stone, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og beðið hann um að aðstoða sig við að fá náðun frá Trump. Það kom fram í bréfi sem Greenberg sendi Stone í lok síðasta árs, eftir að Trump hafði mildað dóm sem Stone hlaut fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Eins og áður segir hefur Gaetz verið bendlaður við kynlífskaupin og hafa greiðslur frá honum til Greenberg verið staðfestar. Þingmaðurinn segist þó aldrei hafa greitt fyrir kynlíf og segir að verið sé að snúa út úr gjafmildi hans í garð fyrrverandi kærasta. Daily Beast birti í gær frétt þar sem haft er eftir vitnum að Gaetz hafi neytt kókaíns með vændiskonu í samkvæmi í kjölfar fjáröflunarsamkomu í Flórída árið 2019. Þá hefur miðillinn skjöl sem sýna að Greenberg greiddi hanni þúsundir dala árið 2017. Undir lok þess árs stofnaði hún ráðgjafafyrirtæki sem Greenberg notaði opinbert fé til að greiða henni 3.500 dali á mánuði fyrir að framleiða efni á samfélagsmiðla. Fyrirtæki hinnar meintu vændiskonu fékk tvær slíkar greiðslur í janúar og apríl 2018. Endurskoðendur Seminole-sýslu vöktu í kjölfarið athygli á greiðslunum, auk annarra greiðsla frá sýslu í vasa Grennbergs. Samkvæmt heimildum Daily Beast fundu endurskoðendur engar vísbendingar um að konan hefði veitt sýslunni nokkra þjónustu. Bandaríkin Tengdar fréttir Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. 14. apríl 2021 08:48 Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Búist er við því að Greenberg muni viðurkenna sekt fyrir dómi á mánudaginn. Gaetz er sagður til rannsóknar fyrir að hafa brotið mannsalslög með því að hafa stundað kynmök með þessari sömu stúlku. Hann hefur ekki verið ákærður en fjölmiðlar vestanhafs segja það til skoðunar. Í dómsskjölum sem opinberuð voru í gær kemur fram að Greenberg ætli að starfa með saksóknurum og hafa þeir þar útvegað sér lykilvitni, verði Gaetz ákærður. Greenberg nefnir Gaetz ekki á nafn í samkomulaginu sem hann náði við rannsakendur, samkvæmt frétt New York Times, þar segist hann þó hafa kynnt táninginn fyrir öðrum körlum og hún hafi sængað hjá þeim. Hann hafi jafnvel verið viðstaddur í einhverjum tilfellum. Samkvæmt heimildum NYT hefur Greenberg þó sagt rannsakendum að Gaetz hafi sængað hjá stúlkunni og hafi vitað af því að hún hefði fengið greitt fyrir það. Þá kemur fram í áðurnefndum skjölum að saksóknarar telji sig búa yfir sönnunargögnum sem staðfesti frásögn Greenberg. Greiddi mörgum konum fyrir kynlíf Greenberg hefur einnig játað að hafa greitt mörgum öðrum konum fyrir kynlíf. Allt í allt hafi hann greitt meira en 70 þúsund dali fyrir um kynlíf í um 150 skipti. Hann játaði einnig aðra glæpi, eins og að hafa stolið úr opinberum sjóðum. Daily Beast sagði frá því í síðasta mánuði að Greenberg hefði leitað til Rogers Stone, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og beðið hann um að aðstoða sig við að fá náðun frá Trump. Það kom fram í bréfi sem Greenberg sendi Stone í lok síðasta árs, eftir að Trump hafði mildað dóm sem Stone hlaut fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Eins og áður segir hefur Gaetz verið bendlaður við kynlífskaupin og hafa greiðslur frá honum til Greenberg verið staðfestar. Þingmaðurinn segist þó aldrei hafa greitt fyrir kynlíf og segir að verið sé að snúa út úr gjafmildi hans í garð fyrrverandi kærasta. Daily Beast birti í gær frétt þar sem haft er eftir vitnum að Gaetz hafi neytt kókaíns með vændiskonu í samkvæmi í kjölfar fjáröflunarsamkomu í Flórída árið 2019. Þá hefur miðillinn skjöl sem sýna að Greenberg greiddi hanni þúsundir dala árið 2017. Undir lok þess árs stofnaði hún ráðgjafafyrirtæki sem Greenberg notaði opinbert fé til að greiða henni 3.500 dali á mánuði fyrir að framleiða efni á samfélagsmiðla. Fyrirtæki hinnar meintu vændiskonu fékk tvær slíkar greiðslur í janúar og apríl 2018. Endurskoðendur Seminole-sýslu vöktu í kjölfarið athygli á greiðslunum, auk annarra greiðsla frá sýslu í vasa Grennbergs. Samkvæmt heimildum Daily Beast fundu endurskoðendur engar vísbendingar um að konan hefði veitt sýslunni nokkra þjónustu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. 14. apríl 2021 08:48 Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43
Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. 14. apríl 2021 08:48
Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38
Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14