Stefna á fjölmennustu Þjóðhátíð sögunnar Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 14. maí 2021 11:01 Hörður Orri og aðrir Eyjapeyjar reikna með miklum fjölda til Eyjunnar í sumar. Vísir/JóiK Eyjamenn eru stórhuga varðandi Þjóðhátíð 2021. Hún verður haldin um Verslunarmannahelgina og er reiknað með risahátíð að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Árið 2020 var Þjóðhátíðarlaust sökum kórónuveirunnar. Nú þegar ellefu vikur eru til Verslunarmannahelgar eru Eyjamenn að setja sig í stellingar. „Áætlanir stjórnvalda eru á þá leið að hér verði búið að aflétta öllum samkomutakmörkunum í júlí. Þannig að við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að halda Þjóðhátíð eins og við þekkjum hana um Verslunarmannahelgi,“ segir Hörður Örri Grettisson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Það er einn af hápunktum Þjóðhátíðar þegar kveikt er á blysunum, eða eldunum eins og segir í einu Þjóðhátíðarlaginu.Óskar P. Friðriksson „Það er alltaf mjög margt fólk um Verslunarmannahelgina. Eins og ástandið hefur verið þá erum við að reikna með risaþjóðhátíð í ágúst, jafnvel stærri þjóðhátíð en verið hefur hingað til.“ Hörður merkir mikla eftirvæntingu í Eyjum eftir að geta farið aftur niður í Dal eftir hléð í fyrra. Spenna meðal væntanlegra gesta sé líka mikil. Gæti orðið uppselt einn daginn „Eftirspurnin sem við verðum vör við er gríðarlega mikil.“ Hörður vill ekki gefa neitt uppi að svo stöddu varðandi þá listamenn sem koma fram. Tilkynnt verði um það á næstunni. Hann lofar einvalaliðið tónlistarfólks og boðar nýtt Þjóðhátíðarlag um mánaðamótin. Lífið er yndislegt með Hreimi Erni Heimissyni fagnar tuttugu ára afmæli í sumar. Hörður segir ekki útilokað að það komi að því að uppselt verði á Þjóðhátíð einn daginn. Brekkan hafi verið það þéttsetin á sunnudeginum undanfarin ár og svæðið beri ekki mikið meiri fjölda. En það verði að koma betur í ljós síðar. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira
Árið 2020 var Þjóðhátíðarlaust sökum kórónuveirunnar. Nú þegar ellefu vikur eru til Verslunarmannahelgar eru Eyjamenn að setja sig í stellingar. „Áætlanir stjórnvalda eru á þá leið að hér verði búið að aflétta öllum samkomutakmörkunum í júlí. Þannig að við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að halda Þjóðhátíð eins og við þekkjum hana um Verslunarmannahelgi,“ segir Hörður Örri Grettisson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Það er einn af hápunktum Þjóðhátíðar þegar kveikt er á blysunum, eða eldunum eins og segir í einu Þjóðhátíðarlaginu.Óskar P. Friðriksson „Það er alltaf mjög margt fólk um Verslunarmannahelgina. Eins og ástandið hefur verið þá erum við að reikna með risaþjóðhátíð í ágúst, jafnvel stærri þjóðhátíð en verið hefur hingað til.“ Hörður merkir mikla eftirvæntingu í Eyjum eftir að geta farið aftur niður í Dal eftir hléð í fyrra. Spenna meðal væntanlegra gesta sé líka mikil. Gæti orðið uppselt einn daginn „Eftirspurnin sem við verðum vör við er gríðarlega mikil.“ Hörður vill ekki gefa neitt uppi að svo stöddu varðandi þá listamenn sem koma fram. Tilkynnt verði um það á næstunni. Hann lofar einvalaliðið tónlistarfólks og boðar nýtt Þjóðhátíðarlag um mánaðamótin. Lífið er yndislegt með Hreimi Erni Heimissyni fagnar tuttugu ára afmæli í sumar. Hörður segir ekki útilokað að það komi að því að uppselt verði á Þjóðhátíð einn daginn. Brekkan hafi verið það þéttsetin á sunnudeginum undanfarin ár og svæðið beri ekki mikið meiri fjölda. En það verði að koma betur í ljós síðar.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira
Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53