Stefna á fjölmennustu Þjóðhátíð sögunnar Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 14. maí 2021 11:01 Hörður Orri og aðrir Eyjapeyjar reikna með miklum fjölda til Eyjunnar í sumar. Vísir/JóiK Eyjamenn eru stórhuga varðandi Þjóðhátíð 2021. Hún verður haldin um Verslunarmannahelgina og er reiknað með risahátíð að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Árið 2020 var Þjóðhátíðarlaust sökum kórónuveirunnar. Nú þegar ellefu vikur eru til Verslunarmannahelgar eru Eyjamenn að setja sig í stellingar. „Áætlanir stjórnvalda eru á þá leið að hér verði búið að aflétta öllum samkomutakmörkunum í júlí. Þannig að við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að halda Þjóðhátíð eins og við þekkjum hana um Verslunarmannahelgi,“ segir Hörður Örri Grettisson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Það er einn af hápunktum Þjóðhátíðar þegar kveikt er á blysunum, eða eldunum eins og segir í einu Þjóðhátíðarlaginu.Óskar P. Friðriksson „Það er alltaf mjög margt fólk um Verslunarmannahelgina. Eins og ástandið hefur verið þá erum við að reikna með risaþjóðhátíð í ágúst, jafnvel stærri þjóðhátíð en verið hefur hingað til.“ Hörður merkir mikla eftirvæntingu í Eyjum eftir að geta farið aftur niður í Dal eftir hléð í fyrra. Spenna meðal væntanlegra gesta sé líka mikil. Gæti orðið uppselt einn daginn „Eftirspurnin sem við verðum vör við er gríðarlega mikil.“ Hörður vill ekki gefa neitt uppi að svo stöddu varðandi þá listamenn sem koma fram. Tilkynnt verði um það á næstunni. Hann lofar einvalaliðið tónlistarfólks og boðar nýtt Þjóðhátíðarlag um mánaðamótin. Lífið er yndislegt með Hreimi Erni Heimissyni fagnar tuttugu ára afmæli í sumar. Hörður segir ekki útilokað að það komi að því að uppselt verði á Þjóðhátíð einn daginn. Brekkan hafi verið það þéttsetin á sunnudeginum undanfarin ár og svæðið beri ekki mikið meiri fjölda. En það verði að koma betur í ljós síðar. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Árið 2020 var Þjóðhátíðarlaust sökum kórónuveirunnar. Nú þegar ellefu vikur eru til Verslunarmannahelgar eru Eyjamenn að setja sig í stellingar. „Áætlanir stjórnvalda eru á þá leið að hér verði búið að aflétta öllum samkomutakmörkunum í júlí. Þannig að við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að halda Þjóðhátíð eins og við þekkjum hana um Verslunarmannahelgi,“ segir Hörður Örri Grettisson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Það er einn af hápunktum Þjóðhátíðar þegar kveikt er á blysunum, eða eldunum eins og segir í einu Þjóðhátíðarlaginu.Óskar P. Friðriksson „Það er alltaf mjög margt fólk um Verslunarmannahelgina. Eins og ástandið hefur verið þá erum við að reikna með risaþjóðhátíð í ágúst, jafnvel stærri þjóðhátíð en verið hefur hingað til.“ Hörður merkir mikla eftirvæntingu í Eyjum eftir að geta farið aftur niður í Dal eftir hléð í fyrra. Spenna meðal væntanlegra gesta sé líka mikil. Gæti orðið uppselt einn daginn „Eftirspurnin sem við verðum vör við er gríðarlega mikil.“ Hörður vill ekki gefa neitt uppi að svo stöddu varðandi þá listamenn sem koma fram. Tilkynnt verði um það á næstunni. Hann lofar einvalaliðið tónlistarfólks og boðar nýtt Þjóðhátíðarlag um mánaðamótin. Lífið er yndislegt með Hreimi Erni Heimissyni fagnar tuttugu ára afmæli í sumar. Hörður segir ekki útilokað að það komi að því að uppselt verði á Þjóðhátíð einn daginn. Brekkan hafi verið það þéttsetin á sunnudeginum undanfarin ár og svæðið beri ekki mikið meiri fjölda. En það verði að koma betur í ljós síðar.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum Miðasala á Þjóðhátíð hefst á allra næstu dögum.„Við hlökkum til að sjá þig í Herjólfsdal, þar sem lífið er yndislegt - á ný!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. 14. maí 2021 07:53