Kostulegt rifrildi Óla Jóh og Atla Viðars: „Týpískur senter, það má ekki koma við ykkur þá farið þið niður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 14:30 Ólafur Jóhannesson og Atli Viðar Björnsson voru í miklum ham í Pepsi Max Stúkunni í gær. stöð 2 sport Ólafur Jóhannesson og Atli Viðar Björnsson voru ekki sammála hvort HK hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Val. HK-ingar vildu fá vítaspyrnu á 71. mínútu þegar Örvar Eggertsson féll í vítateignum eftir baráttu við Johannes Vall en Erlendur Eiríksson dæmdi ekki neitt. „Þetta er ekki víti. Af því hann brýtur ekki á honum, Atli. Þarna sparkar hann ekkert í hann, tekur bara af honum boltann,“ sagði Ólafur í Pepsi Max Stúkunni í gær. Atla Viðari fannst að Erlendur hefði átt að dæma vítaspyrnu á Vall. „Týpískur senter, týpískur senter. Það má ekki koma við ykkur þá farið þið niður,“ sagði Ólafur. Hann fór svo að tala um atvik þar sem Vall féll í vítateig HK í baráttu við Valgeir Valgeirsson. „Í þessari klippu þegar Vall fór niður, hann fékk ekki gult spjald. Ef þetta hefði verið senter hefði hann fengið gult fyrir leikaraskap,“ sagði Ólafur áður en samræðurnar urðu nokkuð súrar. Atli Viðar: „Ertu ekki að tala um Vall, þegar Valgeir fór á eftir honum?“ Óli: „Jú, þegar Valgeir fór á eftir honum.“ Atli Viðar: „Það var ekki leikaraskapur en það var heldur ekki brot. Hann sparkaði ekki í hann.“ Óli: „Bíddu, hann var að heimta víti.“ Atli Viðar: „Hann getur samt dottið.“ Óli: „Já, en hann var að heimta víti áður en hann datt.“ Atli Viðar: „Af því hann heimtaði víti ... “ Óli: „Þá er það leikaraskapur.“ Atli Viðar: „Þá er það leikaraskapur út af því að hann bað um víti?“ Óli: „Nú erum við farnir að rífast um eitthvað sem skiptir engu máli.“ Þarna fannst Guðmundi Benediktssyni nóg komið og hélt áfram með þáttinn. Valur vann leikinn gegn HK, 3-2. Almarr Ormarsson skoraði sigurmark Valsmanna í uppbótartíma. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur HK Tengdar fréttir Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. 14. maí 2021 11:31 „Ég bara bið fyrir því,“ sagði pirraður Brynjar Björn um dómara kvöldsins Brynjar Björn þjálfari HK var sáttur við sína menn en ósáttur við stigaleysið eftir tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld. 13. maí 2021 22:51 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
HK-ingar vildu fá vítaspyrnu á 71. mínútu þegar Örvar Eggertsson féll í vítateignum eftir baráttu við Johannes Vall en Erlendur Eiríksson dæmdi ekki neitt. „Þetta er ekki víti. Af því hann brýtur ekki á honum, Atli. Þarna sparkar hann ekkert í hann, tekur bara af honum boltann,“ sagði Ólafur í Pepsi Max Stúkunni í gær. Atla Viðari fannst að Erlendur hefði átt að dæma vítaspyrnu á Vall. „Týpískur senter, týpískur senter. Það má ekki koma við ykkur þá farið þið niður,“ sagði Ólafur. Hann fór svo að tala um atvik þar sem Vall féll í vítateig HK í baráttu við Valgeir Valgeirsson. „Í þessari klippu þegar Vall fór niður, hann fékk ekki gult spjald. Ef þetta hefði verið senter hefði hann fengið gult fyrir leikaraskap,“ sagði Ólafur áður en samræðurnar urðu nokkuð súrar. Atli Viðar: „Ertu ekki að tala um Vall, þegar Valgeir fór á eftir honum?“ Óli: „Jú, þegar Valgeir fór á eftir honum.“ Atli Viðar: „Það var ekki leikaraskapur en það var heldur ekki brot. Hann sparkaði ekki í hann.“ Óli: „Bíddu, hann var að heimta víti.“ Atli Viðar: „Hann getur samt dottið.“ Óli: „Já, en hann var að heimta víti áður en hann datt.“ Atli Viðar: „Af því hann heimtaði víti ... “ Óli: „Þá er það leikaraskapur.“ Atli Viðar: „Þá er það leikaraskapur út af því að hann bað um víti?“ Óli: „Nú erum við farnir að rífast um eitthvað sem skiptir engu máli.“ Þarna fannst Guðmundi Benediktssyni nóg komið og hélt áfram með þáttinn. Valur vann leikinn gegn HK, 3-2. Almarr Ormarsson skoraði sigurmark Valsmanna í uppbótartíma. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur HK Tengdar fréttir Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. 14. maí 2021 11:31 „Ég bara bið fyrir því,“ sagði pirraður Brynjar Björn um dómara kvöldsins Brynjar Björn þjálfari HK var sáttur við sína menn en ósáttur við stigaleysið eftir tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld. 13. maí 2021 22:51 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. 14. maí 2021 11:31
„Ég bara bið fyrir því,“ sagði pirraður Brynjar Björn um dómara kvöldsins Brynjar Björn þjálfari HK var sáttur við sína menn en ósáttur við stigaleysið eftir tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld. 13. maí 2021 22:51
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05