Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 08:30 Samherjar Devins Booker fagna með honum eftir að hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers. getty/Christian Petersen Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. Úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Robert Covington hefði getað tryggt Portland sigurinn en klikkaði á tveimur vítaskotum þegar 4,4 sekúndur voru eftir. Í lokasókn Phoenix var brotið á Booker þegar 2,4 sekúndur voru eftir. Hann var ískaldur á vítalínunni, setti bæði vítin niður og kláraði dæmið fyrir Portland. Booker átti annars ekkert sérstakan leik, skoraði átján stig og klikkaði á tólf af sautján skotum sínum utan af velli. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar og á enn möguleika á að ná efsta sætinu af Utah Jazz. Chris Paul var stigahæstur í liði Phoenix með 26 stig. 11 in the 4Q for @campayne 8 in the 4Q for @CP3Payne & Paul go 8-9 in the final quarter to bring the @Suns to within 1 game of 1st place out West! pic.twitter.com/nGfUiOPLBQ— NBA (@NBA) May 14, 2021 Damian Lillard skoraði 41 stig fyrir Portland sem hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Fyrir leikinn í nótt hafði Portland unnið fimm leiki í röð. Miami Heat er eitt heitasta lið NBA um þessar mundir og vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði Philadelphia 76ers, topplið Austurdeildarinnar, 106-94. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami gegn sínu gamla liði. Bam Adebayo var með átján stig, tólf fráköst og átta stoðsendingar. Tyler Herro skoraði einnig átján stig. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Bam Adebayo keeps the @MiamiHEAT just a half game behind ATL for #4 in the East!@Bam1of1: 18 PTS, 12 REB, 8 AST pic.twitter.com/LRdxdc9q04— NBA (@NBA) May 14, 2021 New York Knicks komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann San Antonio Spurs, 102-98. Knicks á enn möguleika á að ná 4. sætinu í Austurdeildinni sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Alec Burks skoraði þrjátíu stig fyrir Knicks og tók tíu fráköst. Julius Randle var með 25 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar og RJ Barrett skilaði 24 stigum og níu fráköstum. @AlecBurks10 keeps the #6 seed @nyknicks within 0.5 games of #4 in the East!30 points (season high)10 rebounds pic.twitter.com/5itNkowphz— NBA (@NBA) May 14, 2021 Þrátt fyrir tapið er San Antonio öruggt með sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni þar sem Sacramento Kings tapaði fyrir Memphis Grizzlies, 116-110. Úrslitin í nótt Phoenix 118-117 Portland Miami 106-94 Philadelphia NY Knicks 102-98 San Antonio Charlotte 90-113 LA Clippers Indiana 133-142 Milwaukee Atlanta 116-93 Orlando Chicago 114-102 Toronto Memphis 116-110 Sacramento Minnesota 103-114 Denver NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Robert Covington hefði getað tryggt Portland sigurinn en klikkaði á tveimur vítaskotum þegar 4,4 sekúndur voru eftir. Í lokasókn Phoenix var brotið á Booker þegar 2,4 sekúndur voru eftir. Hann var ískaldur á vítalínunni, setti bæði vítin niður og kláraði dæmið fyrir Portland. Booker átti annars ekkert sérstakan leik, skoraði átján stig og klikkaði á tólf af sautján skotum sínum utan af velli. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar og á enn möguleika á að ná efsta sætinu af Utah Jazz. Chris Paul var stigahæstur í liði Phoenix með 26 stig. 11 in the 4Q for @campayne 8 in the 4Q for @CP3Payne & Paul go 8-9 in the final quarter to bring the @Suns to within 1 game of 1st place out West! pic.twitter.com/nGfUiOPLBQ— NBA (@NBA) May 14, 2021 Damian Lillard skoraði 41 stig fyrir Portland sem hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Fyrir leikinn í nótt hafði Portland unnið fimm leiki í röð. Miami Heat er eitt heitasta lið NBA um þessar mundir og vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði Philadelphia 76ers, topplið Austurdeildarinnar, 106-94. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami gegn sínu gamla liði. Bam Adebayo var með átján stig, tólf fráköst og átta stoðsendingar. Tyler Herro skoraði einnig átján stig. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Bam Adebayo keeps the @MiamiHEAT just a half game behind ATL for #4 in the East!@Bam1of1: 18 PTS, 12 REB, 8 AST pic.twitter.com/LRdxdc9q04— NBA (@NBA) May 14, 2021 New York Knicks komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann San Antonio Spurs, 102-98. Knicks á enn möguleika á að ná 4. sætinu í Austurdeildinni sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Alec Burks skoraði þrjátíu stig fyrir Knicks og tók tíu fráköst. Julius Randle var með 25 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar og RJ Barrett skilaði 24 stigum og níu fráköstum. @AlecBurks10 keeps the #6 seed @nyknicks within 0.5 games of #4 in the East!30 points (season high)10 rebounds pic.twitter.com/5itNkowphz— NBA (@NBA) May 14, 2021 Þrátt fyrir tapið er San Antonio öruggt með sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni þar sem Sacramento Kings tapaði fyrir Memphis Grizzlies, 116-110. Úrslitin í nótt Phoenix 118-117 Portland Miami 106-94 Philadelphia NY Knicks 102-98 San Antonio Charlotte 90-113 LA Clippers Indiana 133-142 Milwaukee Atlanta 116-93 Orlando Chicago 114-102 Toronto Memphis 116-110 Sacramento Minnesota 103-114 Denver NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Phoenix 118-117 Portland Miami 106-94 Philadelphia NY Knicks 102-98 San Antonio Charlotte 90-113 LA Clippers Indiana 133-142 Milwaukee Atlanta 116-93 Orlando Chicago 114-102 Toronto Memphis 116-110 Sacramento Minnesota 103-114 Denver
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira