Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Samúel Karl Ólason og skrifa 12. maí 2021 14:44 Liz Cheney, eftir atkvæðagreiðsluna. AP/Scott Applewhite Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. Hún ætlar að sitja áfram á þingi en lýsti því yfir bæði fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna að hún myndi halda áfram að standa í hárinu á Donald Trump, fyrrverandi forseta, og ekki taka þátt í lygum hans. „Ef þið viljið leiðtoga sem hjálpar við að dreifa hættulegum lygum hans, er ég ekki manneskjan fyrir ykkur. Þið hafið úr nógum öðrum að velja. Það verður þeirra arfleifð,“ sagði Cheney í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar við baul nokkurra annarra þingmanna, samkvæmt frétt Politico. „En ég lofa ykkur því, að eftir daginn í dag mun ég halda áfram baráttunni í því að koma aftur á íhaldssömum grunngildum flokks okkar og þjóðar, að sigrast á sósíalisma, að verja lýðveldi okkar og að gera Repúblikanaflokkinn aftur verðugan þess að vera kallaður flokkur Lincolns,“ bætti hún við. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ræddi hún svo við blaðamenn og sagðist ekki ætla að stíga til hliðar. Hún myndi gera allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir að Trump kæmist einhvern tímann aftur í Hvíta húsið. Rep. Liz Cheney: "We must go forward based on truth. We cannot both embrace the big lie and embrace the Constitution...I will do everything I can to ensure that the former president never again gets anywhere near the Oval Office." pic.twitter.com/jrIwLTdP6t— CSPAN (@cspan) May 12, 2021 Atkvæðagreiðsla um hver tekur við af henni mun fara fram á föstudaginn. Líklegast þykir að það verði þingkonan Elise Stefanik, sem hefur á undanförnum mánuðum gengið sífellt meira í takt við Trump og staðið dyggilega við bakið á honum. Farið var ítarlega yfir ástæður atlögunnar gegn Cheney í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli sagt, þá hefur hún neitað að dreifa þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í fyrra og segir hún hann bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið í janúar. Hún var ein fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. Í ræðu sem Cheney hélt á þinginu í gærkvöldi kallaði hún Trump „ógn“ og sagðist óttast þá stefnu sem Repúblikanaflokkurinn væri á. Hún sagði það að þaga og hunsa lygar gæfi lygurum byr í báða vængi og neitaði hún að taka þátt í því. „Ég mun ekki sitja hjá og þaga meðan aðrir leiða flokk okkar frá réttarríkinu og gengur til liðs við krossför fyrrverandi forsetans í að grafa undna lýðræði okkar,“ sagði hún þá. Blaðamenn vestanhafs hafa sagt Cheney meðvitaða um að það að henni hafi verið vikið úr embætti myndi njóta mikillar athygli á landsvísu. Hún ætli sér að nýta þá athygli og nú haldi henni engin bönd lengur. Trump harðorður í garð Cheney Í kjölfar niðurstöðunnar í þingflokknum sendi Trump frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Cheney var „bitra, og hræðilega manneskju“. Hún væri slæm fyrir Repúblikanaflokkinn. Hún hefði engan persónuleika og ekkert gott til málanna að leggja. Þá væri hún sífellt að veita Demókrötum höggstað á Repúblikanaflokknum. Trump sagði einnig að hún væri stríðsmangari og fjölskylda hennar hefði leitt Bandaríkin í hernað í Mið-Austurlöndum, sem hefði verið versta ákvörðunin í sögu Bandaríkjanna. „Ég hlakka til þess að sjá hana brátt sem starfsmann CNN eða MSDNC,“ skrifaði Trump. Þar síðast á hann við MSNBC en er að bendla sjónvarpsstöðina við Landsnefnd Demókrataflokksins, sem kallast DNC. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Hún ætlar að sitja áfram á þingi en lýsti því yfir bæði fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna að hún myndi halda áfram að standa í hárinu á Donald Trump, fyrrverandi forseta, og ekki taka þátt í lygum hans. „Ef þið viljið leiðtoga sem hjálpar við að dreifa hættulegum lygum hans, er ég ekki manneskjan fyrir ykkur. Þið hafið úr nógum öðrum að velja. Það verður þeirra arfleifð,“ sagði Cheney í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar við baul nokkurra annarra þingmanna, samkvæmt frétt Politico. „En ég lofa ykkur því, að eftir daginn í dag mun ég halda áfram baráttunni í því að koma aftur á íhaldssömum grunngildum flokks okkar og þjóðar, að sigrast á sósíalisma, að verja lýðveldi okkar og að gera Repúblikanaflokkinn aftur verðugan þess að vera kallaður flokkur Lincolns,“ bætti hún við. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ræddi hún svo við blaðamenn og sagðist ekki ætla að stíga til hliðar. Hún myndi gera allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir að Trump kæmist einhvern tímann aftur í Hvíta húsið. Rep. Liz Cheney: "We must go forward based on truth. We cannot both embrace the big lie and embrace the Constitution...I will do everything I can to ensure that the former president never again gets anywhere near the Oval Office." pic.twitter.com/jrIwLTdP6t— CSPAN (@cspan) May 12, 2021 Atkvæðagreiðsla um hver tekur við af henni mun fara fram á föstudaginn. Líklegast þykir að það verði þingkonan Elise Stefanik, sem hefur á undanförnum mánuðum gengið sífellt meira í takt við Trump og staðið dyggilega við bakið á honum. Farið var ítarlega yfir ástæður atlögunnar gegn Cheney í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli sagt, þá hefur hún neitað að dreifa þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í fyrra og segir hún hann bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið í janúar. Hún var ein fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. Í ræðu sem Cheney hélt á þinginu í gærkvöldi kallaði hún Trump „ógn“ og sagðist óttast þá stefnu sem Repúblikanaflokkurinn væri á. Hún sagði það að þaga og hunsa lygar gæfi lygurum byr í báða vængi og neitaði hún að taka þátt í því. „Ég mun ekki sitja hjá og þaga meðan aðrir leiða flokk okkar frá réttarríkinu og gengur til liðs við krossför fyrrverandi forsetans í að grafa undna lýðræði okkar,“ sagði hún þá. Blaðamenn vestanhafs hafa sagt Cheney meðvitaða um að það að henni hafi verið vikið úr embætti myndi njóta mikillar athygli á landsvísu. Hún ætli sér að nýta þá athygli og nú haldi henni engin bönd lengur. Trump harðorður í garð Cheney Í kjölfar niðurstöðunnar í þingflokknum sendi Trump frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Cheney var „bitra, og hræðilega manneskju“. Hún væri slæm fyrir Repúblikanaflokkinn. Hún hefði engan persónuleika og ekkert gott til málanna að leggja. Þá væri hún sífellt að veita Demókrötum höggstað á Repúblikanaflokknum. Trump sagði einnig að hún væri stríðsmangari og fjölskylda hennar hefði leitt Bandaríkin í hernað í Mið-Austurlöndum, sem hefði verið versta ákvörðunin í sögu Bandaríkjanna. „Ég hlakka til þess að sjá hana brátt sem starfsmann CNN eða MSDNC,“ skrifaði Trump. Þar síðast á hann við MSNBC en er að bendla sjónvarpsstöðina við Landsnefnd Demókrataflokksins, sem kallast DNC.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira