Gjaldþrotakröfu NRA hafnað: Tilgangurinn sagður að komast undan málaferlum Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 10:12 Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefur verið sakaður um að fara frjálslega með peninga samtakanna. Getty/Joe Raedle Beiðni samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, um gjaldþrot var hafnað af alríkisdómara í gær. Sá sagði beiðnina ekki hafa verið lagða fram í góðri trú, heldur væri markmiðið að komast undan lögsókn ríkissaksóknara New York. Saksóknarinnar Letitia James hefur sakað stjórnendur NRA um umfangsmikið fjármálamisferli. Um að hafa dregið að sér fúlgur fjár til að halda upp lúxuslífsstíl þeirra. James fór fram á að samtökin yrðu leyst upp. Í samtali við blaðamenn í gær sagði hún úrskurðinn jákvæðan og til marks um það að forsvarsmenn NRA fengju ekki að ráða sjálfir hvenær þeir yrðu dregnir til ábyrgðar. Enginn væri yfir lögin hafin, ekki einu sinni stærstu hagsmunasamtök Bandaríkjanna. Forsvarsmenn NRA höfðu reynt að komast undan málaferlunum með því að flytja frá New York til Texas og fara fram á gjaldþrot. Með tilrauninni virðist LaPierre jafnvel hafa skotið sig í fótinn, ef svo má að orði komast. Dómarinn skrifaði til að mynda í úrskurð sinn að það að Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefði farið fram á gjaldþrot, án þess að segja stjórn NRA, fjármálastjóra og öðrum stjórnendum frá því væri hneykslanlegt, samkvæmt frétt New York Times. Þá þurfti LaPierre að viðurkenna fyrir dómi að hann hefði ekki farið fram á gjaldþrot af því að samtökin væru í fjárhagsvandræðum heldur vegna málaferlanna í New York. Samtökin settu til að mynda fimm milljónir dala til hliðar, sem nota átti til gjaldþrotaferlisins. LaPierre sagðist einnig ekki vita af hverju fyrrverandi fjármálastjóri NRA hefði fengið 360 þúsund dala greiðslu fyrir ráðgjafastörf, eftir að hann hætti hjá samtökunum. Einnig kom fram að hann vissi ekki að sá sem útvegaði honum flugmiða lagði tíu prósenta álag á öll kaup og gat verið með allt að 26 þúsund dala laun á mánuði. LaPierre er þekktur fyrir að ferðast um heiminn. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Þá kom í ljós í málaferlunum að Millie Hallow, aðstoðarkona LaPeirre, var áfram á launaskrá NRA, þrátt fyrir að hún hafi verið gómuð við að draga að sér fjörutíu þúsund dali og nota þá í persónulegan kostnað og brúðkaup sonar síns. Dómarinn sagði einnig í úrskurði sínum að þó forsvarsmenn NRA héldu því fram að ákveðið innra ferli hefði verið sett í gang til að bæta fjármál samtakanna, væri enn útlit fyrir að sú hegðun sem hefði vakið upprunalegu áhyggjurnar varðandi samtökin væri enn við lýði. Meðal annars hefðu forsvarsmenn NRA brotið eigin reglur varðandi veitingu stórra samninga og mikill skortur væri á gagnsæi varðandi fjármuni samtakanna. LaPierre birti yfirlýsingu á Twittersíðu samtakanna í gær þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með úrskurðinn. Hann sagði þó að samtökin myndu berjast áfram gegn andstæðingum sínum. "The NRA will keep fighting, as we ve done for 150 years." @NRA CEO & EVP Wayne LaPierre pic.twitter.com/eTgZqZn5Jx— NRA (@NRA) May 11, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Saksóknarinnar Letitia James hefur sakað stjórnendur NRA um umfangsmikið fjármálamisferli. Um að hafa dregið að sér fúlgur fjár til að halda upp lúxuslífsstíl þeirra. James fór fram á að samtökin yrðu leyst upp. Í samtali við blaðamenn í gær sagði hún úrskurðinn jákvæðan og til marks um það að forsvarsmenn NRA fengju ekki að ráða sjálfir hvenær þeir yrðu dregnir til ábyrgðar. Enginn væri yfir lögin hafin, ekki einu sinni stærstu hagsmunasamtök Bandaríkjanna. Forsvarsmenn NRA höfðu reynt að komast undan málaferlunum með því að flytja frá New York til Texas og fara fram á gjaldþrot. Með tilrauninni virðist LaPierre jafnvel hafa skotið sig í fótinn, ef svo má að orði komast. Dómarinn skrifaði til að mynda í úrskurð sinn að það að Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefði farið fram á gjaldþrot, án þess að segja stjórn NRA, fjármálastjóra og öðrum stjórnendum frá því væri hneykslanlegt, samkvæmt frétt New York Times. Þá þurfti LaPierre að viðurkenna fyrir dómi að hann hefði ekki farið fram á gjaldþrot af því að samtökin væru í fjárhagsvandræðum heldur vegna málaferlanna í New York. Samtökin settu til að mynda fimm milljónir dala til hliðar, sem nota átti til gjaldþrotaferlisins. LaPierre sagðist einnig ekki vita af hverju fyrrverandi fjármálastjóri NRA hefði fengið 360 þúsund dala greiðslu fyrir ráðgjafastörf, eftir að hann hætti hjá samtökunum. Einnig kom fram að hann vissi ekki að sá sem útvegaði honum flugmiða lagði tíu prósenta álag á öll kaup og gat verið með allt að 26 þúsund dala laun á mánuði. LaPierre er þekktur fyrir að ferðast um heiminn. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Þá kom í ljós í málaferlunum að Millie Hallow, aðstoðarkona LaPeirre, var áfram á launaskrá NRA, þrátt fyrir að hún hafi verið gómuð við að draga að sér fjörutíu þúsund dali og nota þá í persónulegan kostnað og brúðkaup sonar síns. Dómarinn sagði einnig í úrskurði sínum að þó forsvarsmenn NRA héldu því fram að ákveðið innra ferli hefði verið sett í gang til að bæta fjármál samtakanna, væri enn útlit fyrir að sú hegðun sem hefði vakið upprunalegu áhyggjurnar varðandi samtökin væri enn við lýði. Meðal annars hefðu forsvarsmenn NRA brotið eigin reglur varðandi veitingu stórra samninga og mikill skortur væri á gagnsæi varðandi fjármuni samtakanna. LaPierre birti yfirlýsingu á Twittersíðu samtakanna í gær þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með úrskurðinn. Hann sagði þó að samtökin myndu berjast áfram gegn andstæðingum sínum. "The NRA will keep fighting, as we ve done for 150 years." @NRA CEO & EVP Wayne LaPierre pic.twitter.com/eTgZqZn5Jx— NRA (@NRA) May 11, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent