Gríðarlegur stærðarmunur þegar Fjallið slóst við Gunnar Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 09:01 Gunnar Nelson sést hér kominn með gott tak á Hafþóri Júlíusi Björnssyni í æfingaglímu þeirra. Instagram/thorbjornsson Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson mætti í Mjölni á dögunum til þess að slást við Gunnar Nelson og hann tók æfinguna líka upp fyrir fylgjendur sína Hafþór Júlíus er duglegur að sækja sér reynslu frá besta íþróttafólki landsins í undirbúningi sínum fyrir komandi boxbardaga sinn. Hafþór Júlíus er stór maður og ætlar í september að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar þegar hann keppir við Englendinginn Eddie Hall í Las Vegas. Hafþór hefur verið að breyta sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann en á þeirri vegferð hefur hann létt sig mikið og aukið bæði þol og hreyfigetu. Hann er líka óhræddur að prófa eitthvað nýtt í undirbúningi sínum. Hafþór Júlíus sýndi frá því á dögunum þegar hann æfði CrossFit hjá Anníe Mist og í nýjast myndbandi sínum heimsótti hann Mjölni og fékk að slást við Gunnar Nelson. Það var mjög sérstakt að sjá þá saman enda stærðarmunurinn gríðarlegur. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Mig hefur lengi langað að glíma við þig vegna þess að fullt af vinum mínum hafa sagt við mig að ég eigi ekki möguleika á móti þér á gólfinu,“ sagði Hafþór eftir að hafa kynnt Gunnar til leiks. „Ég held að fylgjendur mínir hafi líka áhuga á sjá hvernig þessi tilraun kemur út og hvort að tækni og reynsla dugi á móti styrk,“ sagði Hafþór. „Þetta er ekki aðeins spurning um líkamsstyrk því ég er líka miklu þyngri en þú,“ sagði Hafþór og Gunnar Nelson var líka meira en til í þessa tilraun. „Ég hef líka áhuga á því að sjá hvernig þetta kemur út því ég hef aldrei reynt mig á móti manni eins og þér. Ég veit að þú hefur létt þig mikið og það kannski hjálpar mér eða kannski ekki þar sem að þolið þitt er betra,“ sagði Gunnar. Það má sjá myndbandið með bardaga Hafþórs og Gunnars hér fyrir neðan en þar má sjá þá taka á hvorum öðrum og spjalla saman. Hafþór flaug út til Dúbaí á dögunum en hann mun taka síðasta æfingabardaga sinn þar úti seinna í þessum mánuði. watch on YouTube Box MMA Aflraunir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
Hafþór Júlíus er duglegur að sækja sér reynslu frá besta íþróttafólki landsins í undirbúningi sínum fyrir komandi boxbardaga sinn. Hafþór Júlíus er stór maður og ætlar í september að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar þegar hann keppir við Englendinginn Eddie Hall í Las Vegas. Hafþór hefur verið að breyta sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann en á þeirri vegferð hefur hann létt sig mikið og aukið bæði þol og hreyfigetu. Hann er líka óhræddur að prófa eitthvað nýtt í undirbúningi sínum. Hafþór Júlíus sýndi frá því á dögunum þegar hann æfði CrossFit hjá Anníe Mist og í nýjast myndbandi sínum heimsótti hann Mjölni og fékk að slást við Gunnar Nelson. Það var mjög sérstakt að sjá þá saman enda stærðarmunurinn gríðarlegur. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Mig hefur lengi langað að glíma við þig vegna þess að fullt af vinum mínum hafa sagt við mig að ég eigi ekki möguleika á móti þér á gólfinu,“ sagði Hafþór eftir að hafa kynnt Gunnar til leiks. „Ég held að fylgjendur mínir hafi líka áhuga á sjá hvernig þessi tilraun kemur út og hvort að tækni og reynsla dugi á móti styrk,“ sagði Hafþór. „Þetta er ekki aðeins spurning um líkamsstyrk því ég er líka miklu þyngri en þú,“ sagði Hafþór og Gunnar Nelson var líka meira en til í þessa tilraun. „Ég hef líka áhuga á því að sjá hvernig þetta kemur út því ég hef aldrei reynt mig á móti manni eins og þér. Ég veit að þú hefur létt þig mikið og það kannski hjálpar mér eða kannski ekki þar sem að þolið þitt er betra,“ sagði Gunnar. Það má sjá myndbandið með bardaga Hafþórs og Gunnars hér fyrir neðan en þar má sjá þá taka á hvorum öðrum og spjalla saman. Hafþór flaug út til Dúbaí á dögunum en hann mun taka síðasta æfingabardaga sinn þar úti seinna í þessum mánuði. watch on YouTube
Box MMA Aflraunir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira