Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. maí 2021 06:50 Lögreglan glímir nú við spurninguna: Hvað er klám? Og á að refsa fyrir það? Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Líkt og fram hefur komið á Vísi og í fleiri fjölmiðlum undanfarna daga og vikur virðist sá hópur Íslendinga fara stækkandi sem hefur tekjur af því að selja erótískar myndir og/eða myndskeið á síðunni. Fréttablaðið hefur eftir Ævari Pálma Pálmasyni, yfirmanns kynferðisbrotadeildar, að verið sé að taka stöðuna á málinu en eitt af því sem sé til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám. Í 210. grein almennra hegningarlaga segir: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum]. Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti. „Okkar forgangsröðun í kynferðisbrotadeildinni er á nauðganir, brot gegn börnum og önnur kynferðisbrot þar sem verið er að brjóta á einhverjum. Það er ekki þar með sagt að ef það er verið að fremja eitthvað sem við teljum smávægileg brot beint fyrir framan nefið á okkur þá förum við ekki í þau,“ hefur Fréttablaðið eftir Ævari. Þá segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs, að efnið á OnlyFans virðist falla undir fyrrnefnt ákvæði um bann við sölu á klámi. Spurð að því hvort hægt væri að gera tekjurnar af viðkomandi starfsemi upptækar, sagði hún að skoða þyrfti hvert dæmi fyrir sig. Þess ber að geta að klámblöð eða „erótísk tímarit“ hafa löngum verið og eru enn í sölu í verslunum á Íslandi. Þannig fór Vísir á stúfana í morgunsárið og stóð til boða að kaupa að minnsta kosti sex slík á heimasíðu Pennans Eymundsson. Þar má meðal annars finna titla á borð við Cheri, Best of Beaverhunt og Hustler en um síðastnefnda segir bókstaflega á vefsíðunni: „Hustler tímaritið sem stofnað var af Larry Flint er vinsælasta klámblað heims.“ Með tölublaðinu af Best of Beaverhunt sem er til sýnis á síðunni fylgdu með tvær „hardcore XXX“ kvikmyndir í fullri lengd á dvd-disk. Lögreglumál OnlyFans Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Líkt og fram hefur komið á Vísi og í fleiri fjölmiðlum undanfarna daga og vikur virðist sá hópur Íslendinga fara stækkandi sem hefur tekjur af því að selja erótískar myndir og/eða myndskeið á síðunni. Fréttablaðið hefur eftir Ævari Pálma Pálmasyni, yfirmanns kynferðisbrotadeildar, að verið sé að taka stöðuna á málinu en eitt af því sem sé til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám. Í 210. grein almennra hegningarlaga segir: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum]. Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti. „Okkar forgangsröðun í kynferðisbrotadeildinni er á nauðganir, brot gegn börnum og önnur kynferðisbrot þar sem verið er að brjóta á einhverjum. Það er ekki þar með sagt að ef það er verið að fremja eitthvað sem við teljum smávægileg brot beint fyrir framan nefið á okkur þá förum við ekki í þau,“ hefur Fréttablaðið eftir Ævari. Þá segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs, að efnið á OnlyFans virðist falla undir fyrrnefnt ákvæði um bann við sölu á klámi. Spurð að því hvort hægt væri að gera tekjurnar af viðkomandi starfsemi upptækar, sagði hún að skoða þyrfti hvert dæmi fyrir sig. Þess ber að geta að klámblöð eða „erótísk tímarit“ hafa löngum verið og eru enn í sölu í verslunum á Íslandi. Þannig fór Vísir á stúfana í morgunsárið og stóð til boða að kaupa að minnsta kosti sex slík á heimasíðu Pennans Eymundsson. Þar má meðal annars finna titla á borð við Cheri, Best of Beaverhunt og Hustler en um síðastnefnda segir bókstaflega á vefsíðunni: „Hustler tímaritið sem stofnað var af Larry Flint er vinsælasta klámblað heims.“ Með tölublaðinu af Best of Beaverhunt sem er til sýnis á síðunni fylgdu með tvær „hardcore XXX“ kvikmyndir í fullri lengd á dvd-disk.
Lögreglumál OnlyFans Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira