Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. maí 2021 19:44 Gróðurinn logaði glatt í hrauninu í Garðabæ. Vísir/Helena Rakel Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. Í dag var aukamannskapur slökkviliðs kallaður út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Tilkynningin barst um tuttugu mínútur yfir tvö en slökkvilið hafði ráðið niðurlögum eldsins rétt upp úr klukkan fjögur. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu, allt frá Eyjafjöllum í austur að Snæfellsnesi í vestri. Ákvörðunin var byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir veðurspána áhyggjuefni þegar kemur að sinueldum. Frá Heiðmerkurbrunanum á fimmtudag hefur slökkviliðið farið í fjögur útköll vegna sinu- eða gróðurelda. Um er að ræða brunann í Garðabæ í dag, auk þriggja í Grafarvogi. Hann segir að í einhverjum tilfellum sé grunur um íkveikju. „Okkur grunar það oft, sérstaklega á svæðum þar sem er ekki mikil umferð,“ segir varðstjóri í samtali við Vísi. Oft finnist gler, til dæmis úr flöskubotni, sem kunni að hafa verið notað sem stækkunargler. Þá þarf oft ekki mikið til að stór sinubruni fari af stað. Eitt útkallið í Grafarvogi hafi til dæmis mátt rekja til þess að sígarettustubb var hent í grasið. Eldurinn breiddi fljótt úr sér og því var slökkvilið kallað á vettvang. Hér að neðan má sjá myndir frá vettvangi brunans í Garðabæ í dag. Aukamannskapur var kallaður út til að taka þátt í slökkvistarfi.Vísir/Helena Rakel Gróðurinn er illa leikinn eftir eldinn.Vísir/Helena Rakel Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Sinueldur í hrauni í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól. 9. maí 2021 14:54 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Í dag var aukamannskapur slökkviliðs kallaður út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Tilkynningin barst um tuttugu mínútur yfir tvö en slökkvilið hafði ráðið niðurlögum eldsins rétt upp úr klukkan fjögur. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu, allt frá Eyjafjöllum í austur að Snæfellsnesi í vestri. Ákvörðunin var byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir veðurspána áhyggjuefni þegar kemur að sinueldum. Frá Heiðmerkurbrunanum á fimmtudag hefur slökkviliðið farið í fjögur útköll vegna sinu- eða gróðurelda. Um er að ræða brunann í Garðabæ í dag, auk þriggja í Grafarvogi. Hann segir að í einhverjum tilfellum sé grunur um íkveikju. „Okkur grunar það oft, sérstaklega á svæðum þar sem er ekki mikil umferð,“ segir varðstjóri í samtali við Vísi. Oft finnist gler, til dæmis úr flöskubotni, sem kunni að hafa verið notað sem stækkunargler. Þá þarf oft ekki mikið til að stór sinubruni fari af stað. Eitt útkallið í Grafarvogi hafi til dæmis mátt rekja til þess að sígarettustubb var hent í grasið. Eldurinn breiddi fljótt úr sér og því var slökkvilið kallað á vettvang. Hér að neðan má sjá myndir frá vettvangi brunans í Garðabæ í dag. Aukamannskapur var kallaður út til að taka þátt í slökkvistarfi.Vísir/Helena Rakel Gróðurinn er illa leikinn eftir eldinn.Vísir/Helena Rakel
Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Sinueldur í hrauni í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól. 9. maí 2021 14:54 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Sinueldur í hrauni í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól. 9. maí 2021 14:54