Frá þessu er greint á vef ABC. Þar kemur fram að fjórir menn hafi átt í handalögmálum á torginu, þegar einn þeirra dró upp byssu og skaut á hina, rétt fyrir klukkan fimm síðdegis að staðartíma.
Hann missti hins vegar marks og skaut þrjá vegfarendur, þar af fjögurra ára stelpu sem var hæfð í lærið.
Hinar slösuðu voru flutt á sjúkrahús og ekki taldar í lífshættu, en mannanna fjögurra er allra leitað og hefur lögreglan hafið rannsókn á málinu.