Afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður til að takast á við metfjölda komufarþega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 12:44 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Metfjöldi er í komu farþegaflugvéla til landsins, frá því að faraldurinn hófst, í dag og á morgun. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli breytti verklagi fyrir helgi til að takast á við fjölda komufarþega og var afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður. Þrjár flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun og er von á fimm til viðbótar í dag. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinum það sem af er degi. „Þetta gekk bara eins og við var búist. Ágætlega. Það komu tvær vélar rétt fyrir klukkan sex og um um hundrað farþegar í hvorri. Það tók svona einn og hálfan tíma að afgreiða þetta hjá okkur,“ sagði Sigurgeir. Nær allir bólusettir Flugvélarnar þrjár sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun komu frá Bandaríkjunum og segir Sigurgeir að nær allir sem komu með þeim vélum hafi verið bólusettir. „Það tekur dálítinn tíma að skoða þau vottorð en Bandaríkjamenn eru vanir langri bið á flugvöllum og líka fyrir Covid-19 faraldurinn þannig að það er enginn að æsa sig yfir þessu,“ sagði Sigurgeir. Afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður Hann segir að bið eftir sýnatöku hafi ekki verið lengri en venjulega. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi og var því afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður með því að breyta verkaskiptingu milli landamæravarða. „Það tók einn og hálfan tíma að tæma þessar tvær vélar sem komu rétt fyrir klukkan sex og um klukkutíma tók að afgreiða farþega úr vélinni sem kom klukkan átta. Þetta er bara tíminn sem þetta tekur núna.“ Heilbrigðisráðherra sagði í gær að svokölluð hraðpróf væru til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sigurgeir segir að farþegafjöldinn sé til marks um að ferðamannaiðnaðurinn sé að komast á skrið. „Fólk er mjög spennt að koma hingað og bara góð stemning bæði í farþegum og starfsfólki á vellinum. Og bara auðvitað mjög gott að þetta fari af stað, en við slökum ekkert á kröfunum og örygginu. Landamærin eru með þessu fyrirkomulagi mjög þétt og smit eru ekki að leka í gegn þannig að þetta er mjög gott fyrirkomulag held ég,“ sagði Sigurgeir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þrjár flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun og er von á fimm til viðbótar í dag. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinum það sem af er degi. „Þetta gekk bara eins og við var búist. Ágætlega. Það komu tvær vélar rétt fyrir klukkan sex og um um hundrað farþegar í hvorri. Það tók svona einn og hálfan tíma að afgreiða þetta hjá okkur,“ sagði Sigurgeir. Nær allir bólusettir Flugvélarnar þrjár sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun komu frá Bandaríkjunum og segir Sigurgeir að nær allir sem komu með þeim vélum hafi verið bólusettir. „Það tekur dálítinn tíma að skoða þau vottorð en Bandaríkjamenn eru vanir langri bið á flugvöllum og líka fyrir Covid-19 faraldurinn þannig að það er enginn að æsa sig yfir þessu,“ sagði Sigurgeir. Afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður Hann segir að bið eftir sýnatöku hafi ekki verið lengri en venjulega. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi og var því afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður með því að breyta verkaskiptingu milli landamæravarða. „Það tók einn og hálfan tíma að tæma þessar tvær vélar sem komu rétt fyrir klukkan sex og um klukkutíma tók að afgreiða farþega úr vélinni sem kom klukkan átta. Þetta er bara tíminn sem þetta tekur núna.“ Heilbrigðisráðherra sagði í gær að svokölluð hraðpróf væru til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sigurgeir segir að farþegafjöldinn sé til marks um að ferðamannaiðnaðurinn sé að komast á skrið. „Fólk er mjög spennt að koma hingað og bara góð stemning bæði í farþegum og starfsfólki á vellinum. Og bara auðvitað mjög gott að þetta fari af stað, en við slökum ekkert á kröfunum og örygginu. Landamærin eru með þessu fyrirkomulagi mjög þétt og smit eru ekki að leka í gegn þannig að þetta er mjög gott fyrirkomulag held ég,“ sagði Sigurgeir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira