Afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður til að takast á við metfjölda komufarþega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 12:44 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Metfjöldi er í komu farþegaflugvéla til landsins, frá því að faraldurinn hófst, í dag og á morgun. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli breytti verklagi fyrir helgi til að takast á við fjölda komufarþega og var afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður. Þrjár flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun og er von á fimm til viðbótar í dag. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinum það sem af er degi. „Þetta gekk bara eins og við var búist. Ágætlega. Það komu tvær vélar rétt fyrir klukkan sex og um um hundrað farþegar í hvorri. Það tók svona einn og hálfan tíma að afgreiða þetta hjá okkur,“ sagði Sigurgeir. Nær allir bólusettir Flugvélarnar þrjár sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun komu frá Bandaríkjunum og segir Sigurgeir að nær allir sem komu með þeim vélum hafi verið bólusettir. „Það tekur dálítinn tíma að skoða þau vottorð en Bandaríkjamenn eru vanir langri bið á flugvöllum og líka fyrir Covid-19 faraldurinn þannig að það er enginn að æsa sig yfir þessu,“ sagði Sigurgeir. Afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður Hann segir að bið eftir sýnatöku hafi ekki verið lengri en venjulega. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi og var því afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður með því að breyta verkaskiptingu milli landamæravarða. „Það tók einn og hálfan tíma að tæma þessar tvær vélar sem komu rétt fyrir klukkan sex og um klukkutíma tók að afgreiða farþega úr vélinni sem kom klukkan átta. Þetta er bara tíminn sem þetta tekur núna.“ Heilbrigðisráðherra sagði í gær að svokölluð hraðpróf væru til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sigurgeir segir að farþegafjöldinn sé til marks um að ferðamannaiðnaðurinn sé að komast á skrið. „Fólk er mjög spennt að koma hingað og bara góð stemning bæði í farþegum og starfsfólki á vellinum. Og bara auðvitað mjög gott að þetta fari af stað, en við slökum ekkert á kröfunum og örygginu. Landamærin eru með þessu fyrirkomulagi mjög þétt og smit eru ekki að leka í gegn þannig að þetta er mjög gott fyrirkomulag held ég,“ sagði Sigurgeir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Þrjár flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun og er von á fimm til viðbótar í dag. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinum það sem af er degi. „Þetta gekk bara eins og við var búist. Ágætlega. Það komu tvær vélar rétt fyrir klukkan sex og um um hundrað farþegar í hvorri. Það tók svona einn og hálfan tíma að afgreiða þetta hjá okkur,“ sagði Sigurgeir. Nær allir bólusettir Flugvélarnar þrjár sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun komu frá Bandaríkjunum og segir Sigurgeir að nær allir sem komu með þeim vélum hafi verið bólusettir. „Það tekur dálítinn tíma að skoða þau vottorð en Bandaríkjamenn eru vanir langri bið á flugvöllum og líka fyrir Covid-19 faraldurinn þannig að það er enginn að æsa sig yfir þessu,“ sagði Sigurgeir. Afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður Hann segir að bið eftir sýnatöku hafi ekki verið lengri en venjulega. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi og var því afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður með því að breyta verkaskiptingu milli landamæravarða. „Það tók einn og hálfan tíma að tæma þessar tvær vélar sem komu rétt fyrir klukkan sex og um klukkutíma tók að afgreiða farþega úr vélinni sem kom klukkan átta. Þetta er bara tíminn sem þetta tekur núna.“ Heilbrigðisráðherra sagði í gær að svokölluð hraðpróf væru til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sigurgeir segir að farþegafjöldinn sé til marks um að ferðamannaiðnaðurinn sé að komast á skrið. „Fólk er mjög spennt að koma hingað og bara góð stemning bæði í farþegum og starfsfólki á vellinum. Og bara auðvitað mjög gott að þetta fari af stað, en við slökum ekkert á kröfunum og örygginu. Landamærin eru með þessu fyrirkomulagi mjög þétt og smit eru ekki að leka í gegn þannig að þetta er mjög gott fyrirkomulag held ég,“ sagði Sigurgeir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira