Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. maí 2021 19:00 Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. vísir/egill Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn. Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. Spice svipar til kannabis en er mörgum sinnum sterkara. Merki eru um að yngri börn séu farin að neyta efnanna. „Við höfum orðið vör við krakka niður í sjöunda bekk og niðri grunnskóla aldur sem eru að selja þetta sín á milli,“ segir Guðjón Rúnar. Kannabisneysla barna sé ekki ný af nálinni en sveiflist á milli ára. Spice neyslan sé hins vegar frekar nýtilkomin. „Þau eru að reykja þetta með veipi og í einhverjum tilvikum eru þau að reykja þetta með því að setja það í sígarettur,“ segir Guðjón Rúnar. Guðjón Rúnar segist ekki geta sagt hvað hópurinn er stór en það hafi verið þó nokkuð um neyslu meðal barna í Hafnarfirði. Mikil vanlíðan sem fylgir neyslu á Spice Áhrifin af spice geti svipað til áhrifa af kannabis en séu þó talsvert meiri. „Paranoja, ógleði og alls kyns vanlíðan kemur í tenglsum við þetta í framhaldinu,“ segir Guðjón og bætir við að erfitt geti reynst að greina efnið og því frekar auðvelt fyrir börnin að fela neysluna. Efnið sé nær lyktarlaust. „Þá greinist þetta efni ekki í þvagprufu sem gerir þetta mun erfiðara fyrir okkur.“ Lögreglan í Hafnarfirði, barnaverndaryfirvöld og skólasamfélagið í bænum vinna í nánu samstarfi við að reyna fræða börnin. vísir/egill Oftast kemst upp um börnin vegna einkenna af vímunni og þá hafa foreldrar eða skólayfirvöld samband við lögreglu. Lögreglan í hafnarfirði er í nánu samstarfi við skólayfirvöld og barnavernd og reynir markvisst að ná til áhættuhópa. „En á meðan þetta Covid er í gangi er erfiðara fyrir okkur að heimsækja skólana og hitta börnin til að fræða þannig Covid er ekki að hjalpa okkur í þessu,“ segir Guðjón Rúnar. Einnig áhyggjur af kannabisneyslu barnanna Þá segist Guðjón ekki síður hafa áhyggjur af kannabisneyslu svo ungra barna. „Með aukinni umræðu er eins og það sé verið að normalísera neysluna og þar af leiðandi halda börnin að þetta sé í lagi. Sem er engan veginn því að efnin eru skaðleg og ennþá skaðlegri þegar þú ert yngri.“ Þá reynist börnunum erfitt að fjármagna neysluna. „Það hefur komið upp að krakkar séu að rúlla sér úr notuðum kannabisjónum sem liggja á stöðum þar sem mikið er reykt. Ef þörfin er orðin svona mikil að þú sért tilbúin að ganga svona langt þá getur það ekki verið gott,“ segir Guðjón. Börn og uppeldi Lögreglumál Fíkn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. Spice svipar til kannabis en er mörgum sinnum sterkara. Merki eru um að yngri börn séu farin að neyta efnanna. „Við höfum orðið vör við krakka niður í sjöunda bekk og niðri grunnskóla aldur sem eru að selja þetta sín á milli,“ segir Guðjón Rúnar. Kannabisneysla barna sé ekki ný af nálinni en sveiflist á milli ára. Spice neyslan sé hins vegar frekar nýtilkomin. „Þau eru að reykja þetta með veipi og í einhverjum tilvikum eru þau að reykja þetta með því að setja það í sígarettur,“ segir Guðjón Rúnar. Guðjón Rúnar segist ekki geta sagt hvað hópurinn er stór en það hafi verið þó nokkuð um neyslu meðal barna í Hafnarfirði. Mikil vanlíðan sem fylgir neyslu á Spice Áhrifin af spice geti svipað til áhrifa af kannabis en séu þó talsvert meiri. „Paranoja, ógleði og alls kyns vanlíðan kemur í tenglsum við þetta í framhaldinu,“ segir Guðjón og bætir við að erfitt geti reynst að greina efnið og því frekar auðvelt fyrir börnin að fela neysluna. Efnið sé nær lyktarlaust. „Þá greinist þetta efni ekki í þvagprufu sem gerir þetta mun erfiðara fyrir okkur.“ Lögreglan í Hafnarfirði, barnaverndaryfirvöld og skólasamfélagið í bænum vinna í nánu samstarfi við að reyna fræða börnin. vísir/egill Oftast kemst upp um börnin vegna einkenna af vímunni og þá hafa foreldrar eða skólayfirvöld samband við lögreglu. Lögreglan í hafnarfirði er í nánu samstarfi við skólayfirvöld og barnavernd og reynir markvisst að ná til áhættuhópa. „En á meðan þetta Covid er í gangi er erfiðara fyrir okkur að heimsækja skólana og hitta börnin til að fræða þannig Covid er ekki að hjalpa okkur í þessu,“ segir Guðjón Rúnar. Einnig áhyggjur af kannabisneyslu barnanna Þá segist Guðjón ekki síður hafa áhyggjur af kannabisneyslu svo ungra barna. „Með aukinni umræðu er eins og það sé verið að normalísera neysluna og þar af leiðandi halda börnin að þetta sé í lagi. Sem er engan veginn því að efnin eru skaðleg og ennþá skaðlegri þegar þú ert yngri.“ Þá reynist börnunum erfitt að fjármagna neysluna. „Það hefur komið upp að krakkar séu að rúlla sér úr notuðum kannabisjónum sem liggja á stöðum þar sem mikið er reykt. Ef þörfin er orðin svona mikil að þú sért tilbúin að ganga svona langt þá getur það ekki verið gott,“ segir Guðjón.
Börn og uppeldi Lögreglumál Fíkn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira