Risar mætast í Krikanum þar sem titilbaráttan réðst síðast Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2021 11:00 Birkir Már Sævarsson skoraði tvö marka Vals í Kaplakrika í fyrra. vísir/vilhelm Þegar líður að lokum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í haust eru ágætis líkur á því að úrslitin í stórleik FH og Vals, í Kaplakrika í kvöld, hafi áhrif á það hvaða lið landar Íslandsmeistaratitlinum. Heimir Guðjónsson er vanur því að ná árangri í Kaplakrika. Í fyrra, í fyrstu endurkomu sinni eftir að FH sleit samstarfi við hann haustið 2017, festi hann greipar á Íslandsmeistarabikarnum í sjötta sinn sem aðalþjálfari, í fyrstu tilraun með Val. Valur gæti sent skýr skilaboð í titilvörn sinni með sigri í næstu heimsókn Heimis, í kvöld. Í Krikanum stýrði hann FH til fimm Íslandsmeistaratitla, á tíu árum sem aðalþjálfari, og til sigurs í 2/3 hluta leikja sem liðið spilaði þar í deild og bikar, eða 82 leikjum af 122. Titillinn var reyndar ekki alveg í höfn hjá Val eftir 4-1 sigurinn í Kaplakrika í september í fyrra, en nánast. Með sigri gat FH hleypt mikilli spennu í titilbaráttuna en Birkir Már Sævarsson var á öðru máli og skoraði tvö af fjórum mörkum sem hann skoraði þá á einni viku. Fumlaus byrjun beggja liða FH og Valur hófu tímabilið í ár bæði á nokkuð þægilegum sigrum. FH átti aldrei í vandræðum gegn Fylki eftir að Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald í fyrri háfleik, og unnu 2-0 í Árbænum. Matthías Vilhjálmsson skoraði í fyrsta leiknum eftir sinn farsæla feril í atvinnumennsku en Þórir Jóhann Helgason stal senunni með stórgóðri frammistöðu á miðjunni. Valsmenn fögnuðu sömuleiðis 2-0 sigri, gegn Skagamönnum, þrátt fyrir að hafa verið rólegir í fyrri hálfleiknum. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu í seinni hálfleiknum en líkt og FH naut Valur góðs af því að mótherjarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Guðmundur Andri gæti spilað Guðmundur Andri Tryggvason fékk félagaskipti í Val í gær en er nýbúinn að losna úr sóttkví. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik á Íslandi frá því á bikarmeistaratímabilinu með Víkingum 2019, og raunar fyrsta leikinn sinn síðan þá því hann lék ekkert með Start í Noregi í fyrra vegna meiðsla. Valsmenn hófu tímabilið án Arnórs Smárasonar og Tryggva Hrafns Haraldssonar, vegna meiðsla, og munar um minna. Björn Daníel Sverrisson kom inn á í seinni hálfleik hjá FH gegn Fylki en hefur verið að glíma við meiðsli. Að öðru leyti ættu lærisveinar Loga Ólafssonar að vera klárir í slaginn. Leikur FH og Vals hefst kl. 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem einnig verður farið yfir leiki kvöldsins í Pepsi Max stúkunni að leik loknum. Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Heimir Guðjónsson er vanur því að ná árangri í Kaplakrika. Í fyrra, í fyrstu endurkomu sinni eftir að FH sleit samstarfi við hann haustið 2017, festi hann greipar á Íslandsmeistarabikarnum í sjötta sinn sem aðalþjálfari, í fyrstu tilraun með Val. Valur gæti sent skýr skilaboð í titilvörn sinni með sigri í næstu heimsókn Heimis, í kvöld. Í Krikanum stýrði hann FH til fimm Íslandsmeistaratitla, á tíu árum sem aðalþjálfari, og til sigurs í 2/3 hluta leikja sem liðið spilaði þar í deild og bikar, eða 82 leikjum af 122. Titillinn var reyndar ekki alveg í höfn hjá Val eftir 4-1 sigurinn í Kaplakrika í september í fyrra, en nánast. Með sigri gat FH hleypt mikilli spennu í titilbaráttuna en Birkir Már Sævarsson var á öðru máli og skoraði tvö af fjórum mörkum sem hann skoraði þá á einni viku. Fumlaus byrjun beggja liða FH og Valur hófu tímabilið í ár bæði á nokkuð þægilegum sigrum. FH átti aldrei í vandræðum gegn Fylki eftir að Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald í fyrri háfleik, og unnu 2-0 í Árbænum. Matthías Vilhjálmsson skoraði í fyrsta leiknum eftir sinn farsæla feril í atvinnumennsku en Þórir Jóhann Helgason stal senunni með stórgóðri frammistöðu á miðjunni. Valsmenn fögnuðu sömuleiðis 2-0 sigri, gegn Skagamönnum, þrátt fyrir að hafa verið rólegir í fyrri hálfleiknum. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu í seinni hálfleiknum en líkt og FH naut Valur góðs af því að mótherjarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Guðmundur Andri gæti spilað Guðmundur Andri Tryggvason fékk félagaskipti í Val í gær en er nýbúinn að losna úr sóttkví. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik á Íslandi frá því á bikarmeistaratímabilinu með Víkingum 2019, og raunar fyrsta leikinn sinn síðan þá því hann lék ekkert með Start í Noregi í fyrra vegna meiðsla. Valsmenn hófu tímabilið án Arnórs Smárasonar og Tryggva Hrafns Haraldssonar, vegna meiðsla, og munar um minna. Björn Daníel Sverrisson kom inn á í seinni hálfleik hjá FH gegn Fylki en hefur verið að glíma við meiðsli. Að öðru leyti ættu lærisveinar Loga Ólafssonar að vera klárir í slaginn. Leikur FH og Vals hefst kl. 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem einnig verður farið yfir leiki kvöldsins í Pepsi Max stúkunni að leik loknum.
Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira