Risar mætast í Krikanum þar sem titilbaráttan réðst síðast Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2021 11:00 Birkir Már Sævarsson skoraði tvö marka Vals í Kaplakrika í fyrra. vísir/vilhelm Þegar líður að lokum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í haust eru ágætis líkur á því að úrslitin í stórleik FH og Vals, í Kaplakrika í kvöld, hafi áhrif á það hvaða lið landar Íslandsmeistaratitlinum. Heimir Guðjónsson er vanur því að ná árangri í Kaplakrika. Í fyrra, í fyrstu endurkomu sinni eftir að FH sleit samstarfi við hann haustið 2017, festi hann greipar á Íslandsmeistarabikarnum í sjötta sinn sem aðalþjálfari, í fyrstu tilraun með Val. Valur gæti sent skýr skilaboð í titilvörn sinni með sigri í næstu heimsókn Heimis, í kvöld. Í Krikanum stýrði hann FH til fimm Íslandsmeistaratitla, á tíu árum sem aðalþjálfari, og til sigurs í 2/3 hluta leikja sem liðið spilaði þar í deild og bikar, eða 82 leikjum af 122. Titillinn var reyndar ekki alveg í höfn hjá Val eftir 4-1 sigurinn í Kaplakrika í september í fyrra, en nánast. Með sigri gat FH hleypt mikilli spennu í titilbaráttuna en Birkir Már Sævarsson var á öðru máli og skoraði tvö af fjórum mörkum sem hann skoraði þá á einni viku. Fumlaus byrjun beggja liða FH og Valur hófu tímabilið í ár bæði á nokkuð þægilegum sigrum. FH átti aldrei í vandræðum gegn Fylki eftir að Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald í fyrri háfleik, og unnu 2-0 í Árbænum. Matthías Vilhjálmsson skoraði í fyrsta leiknum eftir sinn farsæla feril í atvinnumennsku en Þórir Jóhann Helgason stal senunni með stórgóðri frammistöðu á miðjunni. Valsmenn fögnuðu sömuleiðis 2-0 sigri, gegn Skagamönnum, þrátt fyrir að hafa verið rólegir í fyrri hálfleiknum. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu í seinni hálfleiknum en líkt og FH naut Valur góðs af því að mótherjarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Guðmundur Andri gæti spilað Guðmundur Andri Tryggvason fékk félagaskipti í Val í gær en er nýbúinn að losna úr sóttkví. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik á Íslandi frá því á bikarmeistaratímabilinu með Víkingum 2019, og raunar fyrsta leikinn sinn síðan þá því hann lék ekkert með Start í Noregi í fyrra vegna meiðsla. Valsmenn hófu tímabilið án Arnórs Smárasonar og Tryggva Hrafns Haraldssonar, vegna meiðsla, og munar um minna. Björn Daníel Sverrisson kom inn á í seinni hálfleik hjá FH gegn Fylki en hefur verið að glíma við meiðsli. Að öðru leyti ættu lærisveinar Loga Ólafssonar að vera klárir í slaginn. Leikur FH og Vals hefst kl. 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem einnig verður farið yfir leiki kvöldsins í Pepsi Max stúkunni að leik loknum. Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Heimir Guðjónsson er vanur því að ná árangri í Kaplakrika. Í fyrra, í fyrstu endurkomu sinni eftir að FH sleit samstarfi við hann haustið 2017, festi hann greipar á Íslandsmeistarabikarnum í sjötta sinn sem aðalþjálfari, í fyrstu tilraun með Val. Valur gæti sent skýr skilaboð í titilvörn sinni með sigri í næstu heimsókn Heimis, í kvöld. Í Krikanum stýrði hann FH til fimm Íslandsmeistaratitla, á tíu árum sem aðalþjálfari, og til sigurs í 2/3 hluta leikja sem liðið spilaði þar í deild og bikar, eða 82 leikjum af 122. Titillinn var reyndar ekki alveg í höfn hjá Val eftir 4-1 sigurinn í Kaplakrika í september í fyrra, en nánast. Með sigri gat FH hleypt mikilli spennu í titilbaráttuna en Birkir Már Sævarsson var á öðru máli og skoraði tvö af fjórum mörkum sem hann skoraði þá á einni viku. Fumlaus byrjun beggja liða FH og Valur hófu tímabilið í ár bæði á nokkuð þægilegum sigrum. FH átti aldrei í vandræðum gegn Fylki eftir að Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald í fyrri háfleik, og unnu 2-0 í Árbænum. Matthías Vilhjálmsson skoraði í fyrsta leiknum eftir sinn farsæla feril í atvinnumennsku en Þórir Jóhann Helgason stal senunni með stórgóðri frammistöðu á miðjunni. Valsmenn fögnuðu sömuleiðis 2-0 sigri, gegn Skagamönnum, þrátt fyrir að hafa verið rólegir í fyrri hálfleiknum. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu í seinni hálfleiknum en líkt og FH naut Valur góðs af því að mótherjarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Guðmundur Andri gæti spilað Guðmundur Andri Tryggvason fékk félagaskipti í Val í gær en er nýbúinn að losna úr sóttkví. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik á Íslandi frá því á bikarmeistaratímabilinu með Víkingum 2019, og raunar fyrsta leikinn sinn síðan þá því hann lék ekkert með Start í Noregi í fyrra vegna meiðsla. Valsmenn hófu tímabilið án Arnórs Smárasonar og Tryggva Hrafns Haraldssonar, vegna meiðsla, og munar um minna. Björn Daníel Sverrisson kom inn á í seinni hálfleik hjá FH gegn Fylki en hefur verið að glíma við meiðsli. Að öðru leyti ættu lærisveinar Loga Ólafssonar að vera klárir í slaginn. Leikur FH og Vals hefst kl. 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem einnig verður farið yfir leiki kvöldsins í Pepsi Max stúkunni að leik loknum.
Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti