Fangelsisdómur bíður þeirra sem verða staðnir að sinubruna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2021 22:30 Þrír karlmenn á aldrinum átján og nítján ára fengu þriggja mánaða skilorðsbundna dóma árið 2008 fyrir sinubruna sem var mun minni en sá sem varð í Heiðmörk á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Þrír piltar á framhaldsskólaaldri voru í september 2008 dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sinubruna í landi Skógaræktarfélags Hafnarfjarðar við Hvaleyrarvatn. Piltarnir kveiktu eldinn í lok apríl sama ár. Veðurfar í mánuðinum var ekki ósvipað því og er nú. Mun minni úrkoma en í venjulegu ári, sólin skein og gróður þurr. Þó ekki jafn þurr og nú en ekki hefur verið jafnþurrt í Reykjavík í ár fyrstu fjóra mánuði ársins í aldarfjórðung. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlar að um 200 hektarar, rúmlega tveir ferkílómetrar, hafi brunnið í Heiðmörk á þriðjudaginn. Í apríl 2008 brann mun minna svæði eða tæplega átta hektarar af grónu landi, þar á meðal rúmlega sjö þúsund tré. Ekkert hefur komið fram um eldsupptök í eldinum í Heiðmörk á þriðjudag. Heiðmörk er opin en bannað er að kveikja eld á svæðinu, hvort sem er í formi sígarettu eða í stærri mæli. Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Lítil úrkoma er í kortunum og áhyggjur töluverðar hjá slökkviliðsstjórum og sumarhúsaeigendum á svæðunum. Áhyggjur eru því töluverðar en sé horft til dómsins sem piltarnir þrír fengu fyrir minni sinubruna árið 2008 má telja ólíklegt að vægari dómur en þriggja mánaða fangelsi bíði þeirra sem staðnir verða að sinubruna. Hámarksrefsing í brotaflokknum er sex ára fangelsi. Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Tengdar fréttir „Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. 5. maí 2021 20:02 Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19 Heiðmörk opin en reykingar bannaðar Göngustígar og akvegir í Heiðmörk eru opnir gestum þrátt fyrir gróðureldinn sem geisaði á þriðjudaginn. Reykingar og hvers kyns meðferð elds eða eldfæra er bönnuð í Heiðmörk á meðan veður er jafn þurrt og nú er. Gestir friðlandsins eru hvattir hugsa vel um náttúruna. 6. maí 2021 14:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Veðurfar í mánuðinum var ekki ósvipað því og er nú. Mun minni úrkoma en í venjulegu ári, sólin skein og gróður þurr. Þó ekki jafn þurr og nú en ekki hefur verið jafnþurrt í Reykjavík í ár fyrstu fjóra mánuði ársins í aldarfjórðung. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlar að um 200 hektarar, rúmlega tveir ferkílómetrar, hafi brunnið í Heiðmörk á þriðjudaginn. Í apríl 2008 brann mun minna svæði eða tæplega átta hektarar af grónu landi, þar á meðal rúmlega sjö þúsund tré. Ekkert hefur komið fram um eldsupptök í eldinum í Heiðmörk á þriðjudag. Heiðmörk er opin en bannað er að kveikja eld á svæðinu, hvort sem er í formi sígarettu eða í stærri mæli. Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Lítil úrkoma er í kortunum og áhyggjur töluverðar hjá slökkviliðsstjórum og sumarhúsaeigendum á svæðunum. Áhyggjur eru því töluverðar en sé horft til dómsins sem piltarnir þrír fengu fyrir minni sinubruna árið 2008 má telja ólíklegt að vægari dómur en þriggja mánaða fangelsi bíði þeirra sem staðnir verða að sinubruna. Hámarksrefsing í brotaflokknum er sex ára fangelsi.
Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Tengdar fréttir „Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. 5. maí 2021 20:02 Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19 Heiðmörk opin en reykingar bannaðar Göngustígar og akvegir í Heiðmörk eru opnir gestum þrátt fyrir gróðureldinn sem geisaði á þriðjudaginn. Reykingar og hvers kyns meðferð elds eða eldfæra er bönnuð í Heiðmörk á meðan veður er jafn þurrt og nú er. Gestir friðlandsins eru hvattir hugsa vel um náttúruna. 6. maí 2021 14:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. 5. maí 2021 20:02
Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19
Heiðmörk opin en reykingar bannaðar Göngustígar og akvegir í Heiðmörk eru opnir gestum þrátt fyrir gróðureldinn sem geisaði á þriðjudaginn. Reykingar og hvers kyns meðferð elds eða eldfæra er bönnuð í Heiðmörk á meðan veður er jafn þurrt og nú er. Gestir friðlandsins eru hvattir hugsa vel um náttúruna. 6. maí 2021 14:11