Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 15:28 Lögreglumennirnir fjórir sem eru ákærðir vegna dauða Georges Floyd. Frá vinstri: Derek Chauvin, J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. AP/lögreglustjórinn í Hennepin-sýslu Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. Myndband af því þegar fjórir lögreglumenn handtóku Floyd, óvopnaðan blökkumann, fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla í fyrra. Á því sást hvítur lögreglumaður hvíla hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur þrátt fyrir að Floyd segðist ítrekað ekki ná andanum og vegfarendur reyndu að mótmæla aðförunum. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælabylgju gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk um Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Lögreglumaðurinn sem olli dauða Floyd, Derek Chauvin, var sakfelldur fyrir morð og manndráp fyrir ríkisdómstól í Minnesota í síðasta mánuði. Hann bíður nú ákvörðunar refsingar í því máli. Í alríkismálinu sem nú hefur verið höfðað er Chauvin ákærður fyrir að að brjóta gegn frelsi Floyd til að vera laus við ósanngjarna handtöku og valdbeitingu lögreglumanns. Þrír félagar hans eru einnig ákærðir vegna ósanngjarnrar handtöku þar sem þeir stöðvuðu Chauvin ekki þegar hann kraup á hálsi Floyd. Allir fjórir eru ákærðir fyrir að útvega Floyd ekki læknisaðstoð, að sögn AP-fréttastofunnar. Til viðbótar er Chauvin ákærður vegna handtöku sem átti sér stað árið 2017. Þar er hann sakaður um að hafa tekið fjórtán ára dreng hálstaki, borið hann í höfuðið með vasaljósi og síðan hvílt hné sitt á hálsi hans og herðum þar sem hann lá á jörðinni handjárnaður. Þung refsing getur legið við borgararéttindabrotum sem þessum, allt að dauðadómur eða lífstíðarfangelsi. AP segir að slíkt sé þó afar fátítt. Í tilfelli Chauvin gæti hann átt allt frá fjórtán til rúmlega tuttugu og fjögurra ára fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Refsinguna afplánaði hann þá samhliða þeirri refsingu sem hann hlýtur í sjálfu morðmálinu. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33 Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00 Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Myndband af því þegar fjórir lögreglumenn handtóku Floyd, óvopnaðan blökkumann, fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla í fyrra. Á því sást hvítur lögreglumaður hvíla hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur þrátt fyrir að Floyd segðist ítrekað ekki ná andanum og vegfarendur reyndu að mótmæla aðförunum. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælabylgju gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk um Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Lögreglumaðurinn sem olli dauða Floyd, Derek Chauvin, var sakfelldur fyrir morð og manndráp fyrir ríkisdómstól í Minnesota í síðasta mánuði. Hann bíður nú ákvörðunar refsingar í því máli. Í alríkismálinu sem nú hefur verið höfðað er Chauvin ákærður fyrir að að brjóta gegn frelsi Floyd til að vera laus við ósanngjarna handtöku og valdbeitingu lögreglumanns. Þrír félagar hans eru einnig ákærðir vegna ósanngjarnrar handtöku þar sem þeir stöðvuðu Chauvin ekki þegar hann kraup á hálsi Floyd. Allir fjórir eru ákærðir fyrir að útvega Floyd ekki læknisaðstoð, að sögn AP-fréttastofunnar. Til viðbótar er Chauvin ákærður vegna handtöku sem átti sér stað árið 2017. Þar er hann sakaður um að hafa tekið fjórtán ára dreng hálstaki, borið hann í höfuðið með vasaljósi og síðan hvílt hné sitt á hálsi hans og herðum þar sem hann lá á jörðinni handjárnaður. Þung refsing getur legið við borgararéttindabrotum sem þessum, allt að dauðadómur eða lífstíðarfangelsi. AP segir að slíkt sé þó afar fátítt. Í tilfelli Chauvin gæti hann átt allt frá fjórtán til rúmlega tuttugu og fjögurra ára fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Refsinguna afplánaði hann þá samhliða þeirri refsingu sem hann hlýtur í sjálfu morðmálinu.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33 Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00 Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33
Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00
Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08