Rassían í Ríó: Saka lögregluna um aftökur utan dóms og laga Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 12:31 Vopnaðir lögreglumenn bera burt lík meints glæpamanns í Jacarezinho-hverfinu í Río. Gagnrýnt er að sönnunargögn hafi ekki verið varðveitt en 25 manns féllu í aðgerð lögreglu í gær. Vísir/EPA Íbúar í fátækrahverfi í Río de Janeiro í Brasilíu saka lögregluna í borginni um að hafa myrt fólk sem vildi gefast upp og ráðist inn á heimili án leitarheimildar í blóðugustu rassíu í sögu borgarinnar í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns féllu, þar á meðal einn lögreglumaður. Rassían beindist að fíkniefnagengjum í Jacarezinho, einu stærsta fátækrahverfi Río de Janeiro. Það er sagt á valdi Rauðu hersveitarinnar, einna alræmdustu glæpasamtaka landsins. Um tvö hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni studdir leyniskyttu í brynvarinni þyrlu. Yfirlýst markmið aðgerðarinnar var að fylgja eftir 21 handtökuskipun í tengslum við rannsókn á samtökunum. Til ákafra skotbardaga kom á milli lögreglumannanna og grunaðra glæpamanna á meðan óttaslegnir íbúar reyndu að koma sér í var. Íbúarnir saka lögregluna um að fara fram með offorsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Maria Júlia Miranda, skipaður verjandi, hefur eftir íbúum í Jacarezinho að lögreglumenn hafi króað mann af í svefnherbergi átta ára gamallar stúlku og tekið hann af lífi. Fjölskyldan hafi orðið vitni að morðinu. Hún gagnrýnir að sönnunargögn á vettvangi hafi ekki verið varðveitt og að lík hafi verið fjarlægð. „Í þessum tilfellum var líklega um aftökur að ræða,“ fullyrðir hún. Mannréttindasamtök eins og Amnesty International segist hafa fengið kvartanir frá íbúum sem segja að lögreglumenn hafi ruðst inn til þeirra án þess að hafa til þess heimild. Þeir hafi jafnframt drepið fólk sem ógnaði þeim ekki. Lögregluyfirvöld í Ríó fullyrða aftur á móti að þau hafi farið að lögum í einu og öllu. Sá eini sem hafi verið tekinn af lífi hafi verið lögreglumaður sem féll í aðgerðunum í gær. Engu að síður hvetur mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til þess að óháð rannsókn fari fram á rassíunni. Rupert Colville, talsmaður hennar, segir að hún sé hluti af langvarandi sögu óhóflegrar og ónauðsynlegrar valdbeitingar gegn fátækum íbúum borgarinnar. Brasilía Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Rassían beindist að fíkniefnagengjum í Jacarezinho, einu stærsta fátækrahverfi Río de Janeiro. Það er sagt á valdi Rauðu hersveitarinnar, einna alræmdustu glæpasamtaka landsins. Um tvö hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni studdir leyniskyttu í brynvarinni þyrlu. Yfirlýst markmið aðgerðarinnar var að fylgja eftir 21 handtökuskipun í tengslum við rannsókn á samtökunum. Til ákafra skotbardaga kom á milli lögreglumannanna og grunaðra glæpamanna á meðan óttaslegnir íbúar reyndu að koma sér í var. Íbúarnir saka lögregluna um að fara fram með offorsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Maria Júlia Miranda, skipaður verjandi, hefur eftir íbúum í Jacarezinho að lögreglumenn hafi króað mann af í svefnherbergi átta ára gamallar stúlku og tekið hann af lífi. Fjölskyldan hafi orðið vitni að morðinu. Hún gagnrýnir að sönnunargögn á vettvangi hafi ekki verið varðveitt og að lík hafi verið fjarlægð. „Í þessum tilfellum var líklega um aftökur að ræða,“ fullyrðir hún. Mannréttindasamtök eins og Amnesty International segist hafa fengið kvartanir frá íbúum sem segja að lögreglumenn hafi ruðst inn til þeirra án þess að hafa til þess heimild. Þeir hafi jafnframt drepið fólk sem ógnaði þeim ekki. Lögregluyfirvöld í Ríó fullyrða aftur á móti að þau hafi farið að lögum í einu og öllu. Sá eini sem hafi verið tekinn af lífi hafi verið lögreglumaður sem féll í aðgerðunum í gær. Engu að síður hvetur mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til þess að óháð rannsókn fari fram á rassíunni. Rupert Colville, talsmaður hennar, segir að hún sé hluti af langvarandi sögu óhóflegrar og ónauðsynlegrar valdbeitingar gegn fátækum íbúum borgarinnar.
Brasilía Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira