Hélt að Valur myndi landa „vanmetna“ titlinum með vinstri Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 16:00 Valskonur fögnuðu deildarmeistaratitlinum á þriðjudag. Facebook/@Valurkarfa Valskonur unnu „vanmetinn titil“ þegar þær urðu deildarmeistarar í körfubolta á þriðjudagskvöld. Þetta sagði Berglind Gunnarsdóttir þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um meistarana í Dominos Körfuboltakvöldi. „Það er einhvern veginn allt öðruvísi tilfinning að vinna Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað er erfitt að ná deildarmeistaratitlinum. Það er seiglumerki, eftir langt tímabil,“ sagði Berglind í þættinum. „Þetta er svolítið eins og að skila stórri ritgerð en eiga lokaprófið eftir,“ skaut Kjartan inn í og læknaneminn Berglind tók undir það: „Já, einmitt, og þú færð ekki einkunn fyrir ritgerðina heldur bara staðið eða fallið.“ Ein umferð er eftir af deildarkeppninni og fer hún fram á morgun en svo tekur úrslitakeppnin við. Ljóst er að Valur mætir Fjölni í undanúrslitum á meðan að Haukar og Keflavík eigast við í hinni undanúrslitarimmunni. Valur er með sex stiga forskot á Hauka og Keflavík. „Aðeins erfiðara en ég bjóst við“ „Í byrjun tímabilsins hélt ég að þær myndu bara rúlla með vinstri yfir alla leikina. En þær hafa lent í meiðslum og öðru og það hefur sitt að segja. Þetta hefur því verið aðeins erfiðara en ég bjóst við,“ sagði Bryndís. „Lið eins og Valur getur ekki kvartað. Valskonur eru með svo ótrúlega marga sterka leikmenn. Auðvitað lenda lið í meiðslum og þær eru best búnar undir að lenda í þeim án þess að það hafi áhrif,“ sagði Berglind. Valur hefur unnið sautján leiki og tapað aðeins þremur á leiktíðinni. Reyndar tapaði liðið fyrsta leik tímabilsins, gegn Breiðabliki, en var svo dæmdur sigur þar sem Breiðablik tefldi fram ólöglegum leikmanni. Í innslaginu hér að neðan má sjá hluta af umfjölluninni um Val þar sem þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru sérstaklega teknar fyrir. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um deildarmeistarana Dominos-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10 Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45 „Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35 „Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
„Það er einhvern veginn allt öðruvísi tilfinning að vinna Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað er erfitt að ná deildarmeistaratitlinum. Það er seiglumerki, eftir langt tímabil,“ sagði Berglind í þættinum. „Þetta er svolítið eins og að skila stórri ritgerð en eiga lokaprófið eftir,“ skaut Kjartan inn í og læknaneminn Berglind tók undir það: „Já, einmitt, og þú færð ekki einkunn fyrir ritgerðina heldur bara staðið eða fallið.“ Ein umferð er eftir af deildarkeppninni og fer hún fram á morgun en svo tekur úrslitakeppnin við. Ljóst er að Valur mætir Fjölni í undanúrslitum á meðan að Haukar og Keflavík eigast við í hinni undanúrslitarimmunni. Valur er með sex stiga forskot á Hauka og Keflavík. „Aðeins erfiðara en ég bjóst við“ „Í byrjun tímabilsins hélt ég að þær myndu bara rúlla með vinstri yfir alla leikina. En þær hafa lent í meiðslum og öðru og það hefur sitt að segja. Þetta hefur því verið aðeins erfiðara en ég bjóst við,“ sagði Bryndís. „Lið eins og Valur getur ekki kvartað. Valskonur eru með svo ótrúlega marga sterka leikmenn. Auðvitað lenda lið í meiðslum og þær eru best búnar undir að lenda í þeim án þess að það hafi áhrif,“ sagði Berglind. Valur hefur unnið sautján leiki og tapað aðeins þremur á leiktíðinni. Reyndar tapaði liðið fyrsta leik tímabilsins, gegn Breiðabliki, en var svo dæmdur sigur þar sem Breiðablik tefldi fram ólöglegum leikmanni. Í innslaginu hér að neðan má sjá hluta af umfjölluninni um Val þar sem þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru sérstaklega teknar fyrir. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um deildarmeistarana
Dominos-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10 Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45 „Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35 „Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45
„Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35
„Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15