25 í valnum eftir eina mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Ríó Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2021 23:26 Fjölmargir þungvopnaðir lögregluþjónar komu að atlögunni. EPA/Andre Coelho Minnst einn lögregluþjónn og 24 meintir glæpamenn eru látnir eftir mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Brasilíu gegn glæpagengi um árabil. Atlagan beindist gegn fíkniefnasmyglurum í einu af fátækrahverfum Ríó de Janeiro, sem kallast Jacarezinho og réðust þungvopnaðir lögregluþjónar til atlögu á brynvörðum bílum og þyrlum. Um 40 þúsund íbúar hverfisins þurftu að leita sér skjóls undan skothríðinni á heimilum sínum. Minnst sex voru handteknir og lögreglan segir hald hafa verið lagt á skammbyssur, riffla, hríðskotabyssur, handsprengjur og haglabyssur. Lögreglan lagði hald á fjölda vopna.EPA/Andre Coelho AP fréttaveitan segir sömuleiðis vopnaða glæpamenn hafa reynt að flýja á þökum bygginga hverfisins. Ein kona sem býr í hverfinu sagði lögregluþjóna hafa skotið særðan og bjargarlausan mann til bana, eftir að hann leitaði skjóls á heimili hennar. Talsmaður lögreglunnar neitaði því þó á blaðamannafundi eftir atlöguna og sagði alla þá sem féllu hafa ógnað lífum lögregluþjóna. Hann sagði gengið sem stjórnaði hverfinu hafa verið að fá táninga til að ræna lestir og fremja aðra glæpi. Reuters hefur eftir lögreglunni að leiðtogi gengisins hafi verið felldur. Þá segja báðar fréttaveitur að lögregluaðgerðin sé meðal þeirra mannskæðustu sem hafi verið framkvæmdar í Ríó. Árið 2005 hafi 29 manns fallið í skotbardaga í öðru fátækrahverfi. Árið 2007 féllu nítján í enn einni aðgerð. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja nauðsynlegt að rannsaka aðgerðir lögreglu og misbeitingu valds lögregluþjóna. Samtökin segja lögregluþjóna í Ríó hafa skotið minnst 453 til bana á fyrstu þremur mánuðum ársins og minnst fjórir lögregluþjónar hafi fallið á sama tímabili. Hér að neðan má sjá myndefni nokkurra miðla frá Brasilíu í dag. Brasilía Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Um 40 þúsund íbúar hverfisins þurftu að leita sér skjóls undan skothríðinni á heimilum sínum. Minnst sex voru handteknir og lögreglan segir hald hafa verið lagt á skammbyssur, riffla, hríðskotabyssur, handsprengjur og haglabyssur. Lögreglan lagði hald á fjölda vopna.EPA/Andre Coelho AP fréttaveitan segir sömuleiðis vopnaða glæpamenn hafa reynt að flýja á þökum bygginga hverfisins. Ein kona sem býr í hverfinu sagði lögregluþjóna hafa skotið særðan og bjargarlausan mann til bana, eftir að hann leitaði skjóls á heimili hennar. Talsmaður lögreglunnar neitaði því þó á blaðamannafundi eftir atlöguna og sagði alla þá sem féllu hafa ógnað lífum lögregluþjóna. Hann sagði gengið sem stjórnaði hverfinu hafa verið að fá táninga til að ræna lestir og fremja aðra glæpi. Reuters hefur eftir lögreglunni að leiðtogi gengisins hafi verið felldur. Þá segja báðar fréttaveitur að lögregluaðgerðin sé meðal þeirra mannskæðustu sem hafi verið framkvæmdar í Ríó. Árið 2005 hafi 29 manns fallið í skotbardaga í öðru fátækrahverfi. Árið 2007 féllu nítján í enn einni aðgerð. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja nauðsynlegt að rannsaka aðgerðir lögreglu og misbeitingu valds lögregluþjóna. Samtökin segja lögregluþjóna í Ríó hafa skotið minnst 453 til bana á fyrstu þremur mánuðum ársins og minnst fjórir lögregluþjónar hafi fallið á sama tímabili. Hér að neðan má sjá myndefni nokkurra miðla frá Brasilíu í dag.
Brasilía Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira