Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2021 22:30 Elise Stefanik og Liz Cheney. Visir/AP Þingkonan Elise Stefanik lýsti því yfir í dag að hún vildi stöðu þingkonunnar Liz Cheney, sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Cheney hefur verið undir miklum þrýstingi innan flokksins fyrir að taka ekki undir falsar yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningsvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í fyrra. Í viðtali í podcasti Stephen Bannon, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, auk annars, gagnrýndi Stefanik Cheney fyrir að fara gegn Trump. „Við erum eitt teymi og það þýðir að vinna með forsetanum,“ sagði Stefanik og átti hún þar við Trump. Vert er að taka fram að fjölmargar rannsóknir víðsvegar um Bandaríkin, framkvæmdar af embættismönnum úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum, hafa ekki sýnt fram á þess konar svindl sem Trump-liðar hafa lýst hafi átt sér stað. Þá hafa tugir dómsmála ekki farið Trump-liðum í vil. Kevin McCarthy og Steve Scalise, sem eru æðri Cheney, stóðu fyrst við bakið á henni þegar Trump-liðar byrjuðu gagnrýni sína. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur það þó breyst. Cheney hefur þó áfram staðið í fæturna og í gær birti hún grein á vef Washington Post þar sem hún varaði Repúblikana við persónudýrkun á Trump. Greinin bar titilinn: Repúblikanaflokkurinn er á vendipunkti. Sagan fylgist með okkur. Segir Trump grafa undan lýðræðinu Í greininni gagnrýnir hún Trump harðlega fyrir að halda því fram að Joe Biden sé í raun ólögmætur forseti. Þessi viðleitni hans hafi leitt til árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn hans reyndu að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna, og þrátt fyrir það haldi hann ummælum sínum áfram. Cheney segir Trump reyna að grafa undir lýðræði Bandaríkjanna með málflutningi sínum og það sé eitthvað sem enginn forseti hafi áður gert. Þá hafi dómarar í rúmlega 60 dómsmálum hafnað málaflutningi Trumpliða. „Repúblikanaflokkurinn er á vendipunkti og Repúblikanar þurfa að ákveða hvort við ætlum að velja sannleikann og standa við stjórnarskránna,“ skrifar Cheney. Hún gagnrýndi McCarthy einnig í grein sinni og rifjaði upp að í kjölfar árásarinnar hafi hann sagt Trump bera ábyrgð á árásinni. Nú hafi honum hins vegar snúist hugur. Cheney bendir á að rúmlega sextíu dómarar á ýmsum dómsstigum Bandaríkjanna hafi hafnað málaflutningi Trump-liða. Lögin hafi talað og það sé eitt æðsta gildi íhaldsmanna Bandaríkjanna að virða lög og reglur. Stuðningur við Trump muni hafa alvarlegar afleiðingar Þingkonan sagði einnig í grein sinni að það að styðja Trump gæti ef til vill borgað sig fyrir þingmenn fjárhagslega, sem það hefur gert, en þessi viðleitni hans og stuðningsmanna hans muni hafa slæmar og langvarandi afleiðingar. Bæði fyrir Repúblikanaflokkinn og einnig fyrir Bandaríkin. Trump hefur lýst yfir fullum stuðningi við Stefnaki og er útlit fyrir að Cheney verði bolað úr embætti sínu á næstu dögum. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Cheney hafi ekki rætt við aðra þingmenn og reynt að öðlast stuðning þeirra. Þegar Repúblikanar héldu atkvæðagreiðslu um veru Cheney í embætti í febrúar hélt hún velli með miklum meirihluta, 145-61. Þá var talið að ræða sem McCarthy hélt á lokuðum fundi þar sem atkvæðagreiðslan fór fram, hafi bjargað henni. McCarthy mun þó líklegast ekki standa við bakið á Cheney aftur. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015 og þótti hún ekki vera róttækur Repúblikani. Í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hún kemur þó úr kjördæmi í New York sem Trump vann bæði árið 2016 og 2020 og hefur afstaða hennar gagnvart forsetanum fyrrverandi breyst verulega. Á undanförnum árum hefur hún staðið þétt við bakið á honum og fékk stórt hlutverk í vörn hans þegar hann var ákærður fyrir embættisbrot í fyrra skiptið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta. 3. maí 2021 12:21 Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. 30. apríl 2021 22:15 Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38 Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. 29. apríl 2021 23:57 Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. 29. apríl 2021 08:59 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Í viðtali í podcasti Stephen Bannon, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, auk annars, gagnrýndi Stefanik Cheney fyrir að fara gegn Trump. „Við erum eitt teymi og það þýðir að vinna með forsetanum,“ sagði Stefanik og átti hún þar við Trump. Vert er að taka fram að fjölmargar rannsóknir víðsvegar um Bandaríkin, framkvæmdar af embættismönnum úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum, hafa ekki sýnt fram á þess konar svindl sem Trump-liðar hafa lýst hafi átt sér stað. Þá hafa tugir dómsmála ekki farið Trump-liðum í vil. Kevin McCarthy og Steve Scalise, sem eru æðri Cheney, stóðu fyrst við bakið á henni þegar Trump-liðar byrjuðu gagnrýni sína. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur það þó breyst. Cheney hefur þó áfram staðið í fæturna og í gær birti hún grein á vef Washington Post þar sem hún varaði Repúblikana við persónudýrkun á Trump. Greinin bar titilinn: Repúblikanaflokkurinn er á vendipunkti. Sagan fylgist með okkur. Segir Trump grafa undan lýðræðinu Í greininni gagnrýnir hún Trump harðlega fyrir að halda því fram að Joe Biden sé í raun ólögmætur forseti. Þessi viðleitni hans hafi leitt til árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn hans reyndu að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna, og þrátt fyrir það haldi hann ummælum sínum áfram. Cheney segir Trump reyna að grafa undir lýðræði Bandaríkjanna með málflutningi sínum og það sé eitthvað sem enginn forseti hafi áður gert. Þá hafi dómarar í rúmlega 60 dómsmálum hafnað málaflutningi Trumpliða. „Repúblikanaflokkurinn er á vendipunkti og Repúblikanar þurfa að ákveða hvort við ætlum að velja sannleikann og standa við stjórnarskránna,“ skrifar Cheney. Hún gagnrýndi McCarthy einnig í grein sinni og rifjaði upp að í kjölfar árásarinnar hafi hann sagt Trump bera ábyrgð á árásinni. Nú hafi honum hins vegar snúist hugur. Cheney bendir á að rúmlega sextíu dómarar á ýmsum dómsstigum Bandaríkjanna hafi hafnað málaflutningi Trump-liða. Lögin hafi talað og það sé eitt æðsta gildi íhaldsmanna Bandaríkjanna að virða lög og reglur. Stuðningur við Trump muni hafa alvarlegar afleiðingar Þingkonan sagði einnig í grein sinni að það að styðja Trump gæti ef til vill borgað sig fyrir þingmenn fjárhagslega, sem það hefur gert, en þessi viðleitni hans og stuðningsmanna hans muni hafa slæmar og langvarandi afleiðingar. Bæði fyrir Repúblikanaflokkinn og einnig fyrir Bandaríkin. Trump hefur lýst yfir fullum stuðningi við Stefnaki og er útlit fyrir að Cheney verði bolað úr embætti sínu á næstu dögum. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Cheney hafi ekki rætt við aðra þingmenn og reynt að öðlast stuðning þeirra. Þegar Repúblikanar héldu atkvæðagreiðslu um veru Cheney í embætti í febrúar hélt hún velli með miklum meirihluta, 145-61. Þá var talið að ræða sem McCarthy hélt á lokuðum fundi þar sem atkvæðagreiðslan fór fram, hafi bjargað henni. McCarthy mun þó líklegast ekki standa við bakið á Cheney aftur. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015 og þótti hún ekki vera róttækur Repúblikani. Í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hún kemur þó úr kjördæmi í New York sem Trump vann bæði árið 2016 og 2020 og hefur afstaða hennar gagnvart forsetanum fyrrverandi breyst verulega. Á undanförnum árum hefur hún staðið þétt við bakið á honum og fékk stórt hlutverk í vörn hans þegar hann var ákærður fyrir embættisbrot í fyrra skiptið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta. 3. maí 2021 12:21 Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. 30. apríl 2021 22:15 Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38 Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. 29. apríl 2021 23:57 Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. 29. apríl 2021 08:59 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00
Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22
Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta. 3. maí 2021 12:21
Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. 30. apríl 2021 22:15
Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38
Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. 29. apríl 2021 23:57
Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. 29. apríl 2021 08:59