Þverárhlíð fær fyrsta slitlagið Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2021 15:15 Í fyrrasumar var slitlag lagt á sex kílómetra kafla gamla hringvegarins milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar, meðfram Hvítárvöllum. 24 kílómetrar malbiks eru að bætast við í Borgarfjarðarhéraði á þessu og næsta ári. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á 8,5 kílómetra kafla um Þverárhlíð í Borgarfirði. Þetta verður í fyrsta sinn sem vegur í sveitinni er lagður bundnu slitlagi, að sögn Valgeirs Ingólfssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Borgarnesi. Kaflinn sem á að malbika er austanmegin í Þverárhlíð og teygir sig raunar niður í Hvítársíðu. Hann nær frá gatnamótum Borgarfjarðarbrautar ofan Kljáfoss, framhjá kirkjustaðnum Norðtungu og að Högnastöðum. Tilboðsfrestur rennur út þann 18. maí næstkomandi og má gera ráð fyrir að framkvæmdir verði komnar á fullt fyrri hluta sumars. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. júlí 2022. Fleiri vegarbætur eru framundan í Borgarfjarðarhéraði. Vegagerðin hefur einnig boðið út lagningu bundins slitlags á Melasveitarveg. Þar á að malbika 4,9 kílómetra kafla milli Bakka og svínabúsins á Melum. Tilboðsfrestur er sömuleiðis til 18. maí og á vegurinn að vera tilbúinn eigi síðar en 30. júní 2022. Ofan Húsafells er Borgarverk ehf. að leggja slitlag á 2,8 kílómetra kafla milli Hvítár og Kalmanstungu og á Mýrum vestan Borgarness er Þróttur ehf. að leggja slitlag á 7,5 kílómetra kafla Álftaneshreppsvegar, milli gatnamóta Snæfellsnesvegar við Langárfoss og Leirulækjar. Báðir kaflarnir eiga að klárast fyrir 1. ágúst í sumar. Með þessum fjórum verkefnum bætast alls um 24 kílómetrar malbiks á sveitavegi í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu á þessu og næsta ári. Vegagerð Borgarbyggð Hvalfjarðarsveit Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. 19. júlí 2020 22:41 Stálbrú frá 1899 fær andlitslyftingu "Það kemur eitt og eitt svona verkefni þar sem verið er að halda við minjum áður en þær fara í vaskinn,“ segir Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem nú annast endursmíði nítjándu aldar stálbrúar í Borgarfirði. 20. september 2011 04:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Kaflinn sem á að malbika er austanmegin í Þverárhlíð og teygir sig raunar niður í Hvítársíðu. Hann nær frá gatnamótum Borgarfjarðarbrautar ofan Kljáfoss, framhjá kirkjustaðnum Norðtungu og að Högnastöðum. Tilboðsfrestur rennur út þann 18. maí næstkomandi og má gera ráð fyrir að framkvæmdir verði komnar á fullt fyrri hluta sumars. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. júlí 2022. Fleiri vegarbætur eru framundan í Borgarfjarðarhéraði. Vegagerðin hefur einnig boðið út lagningu bundins slitlags á Melasveitarveg. Þar á að malbika 4,9 kílómetra kafla milli Bakka og svínabúsins á Melum. Tilboðsfrestur er sömuleiðis til 18. maí og á vegurinn að vera tilbúinn eigi síðar en 30. júní 2022. Ofan Húsafells er Borgarverk ehf. að leggja slitlag á 2,8 kílómetra kafla milli Hvítár og Kalmanstungu og á Mýrum vestan Borgarness er Þróttur ehf. að leggja slitlag á 7,5 kílómetra kafla Álftaneshreppsvegar, milli gatnamóta Snæfellsnesvegar við Langárfoss og Leirulækjar. Báðir kaflarnir eiga að klárast fyrir 1. ágúst í sumar. Með þessum fjórum verkefnum bætast alls um 24 kílómetrar malbiks á sveitavegi í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu á þessu og næsta ári.
Vegagerð Borgarbyggð Hvalfjarðarsveit Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. 19. júlí 2020 22:41 Stálbrú frá 1899 fær andlitslyftingu "Það kemur eitt og eitt svona verkefni þar sem verið er að halda við minjum áður en þær fara í vaskinn,“ segir Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem nú annast endursmíði nítjándu aldar stálbrúar í Borgarfirði. 20. september 2011 04:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. 19. júlí 2020 22:41
Stálbrú frá 1899 fær andlitslyftingu "Það kemur eitt og eitt svona verkefni þar sem verið er að halda við minjum áður en þær fara í vaskinn,“ segir Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem nú annast endursmíði nítjándu aldar stálbrúar í Borgarfirði. 20. september 2011 04:00