NBA dagsins: Fór á kostum á gólfinu fyrir neðan treyju föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 15:00 Tim Hardaway Jr. skorar hér einn af tíu þristum sínum í leiknum á móti Miami Heat. AP/Wilfredo Lee Tim Hardaway Jr. eyddi mörgum kvöldstundum í að leika sér með körfubolta á gólfinu í íþróttahöll Miami Heat en í nótt mætti hann þangað sem stjörnuleikmaður í NBA-deildinni. Hardaway yngri átti frábæran leik með Dallas Mavericks þegar liðið vann 127-113 sigur á Miami Heat, skoraði tíu þriggja stiga körfur og alls 36 stig. Með sigrinum komst Dallas liðið upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni en auk Tim þá var Luka Doncic með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Liðið lék aftur á móti án Kristaps Porzingis. Tim Hardaway eldri var stjörnuleikmaður hjá Miami Heat e hann lék með félaginu á árunum 1996 til 2001. Hann var valinn í úrvalslið NBA ársins vorið 1997, annað úrvalsliðið 1998 og 1999 en eftir ferilinn þá var tían hans hengd upp í rjáfur. Hardaway eldri lék alls 367 deildarleiki með Miami og var með 17,3 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim. „Það er mjög sérstakt að fá þann heiður og þau forréttindi að fá að spila undir þessari treyju,“ sagði Tim Hardaway yngri eftir leikinn. Tim fæddist í mars 1992 og var því fjögurra ára þegar faðir hans samdi við Miami Heat og fór frá Golden State Warriors til Flórída. Hann jafnaði Dallas Mavericks metið yfir flesta þrista í leik og var aðeins sá þriðji í sögunni sem nær því að skora tíu þrista í einum leik á móti Miami Heat. Hinir tveir eru JR Smith (árið 2014) og Paul George (árið 2019). Tim á nú félagsmetið með þeim George McCloud (árið 1995) og Wesley Matthews (árið 2015). „Um leið og hann hitnaði þá varð hann stór X-faktor í leiknum,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari frammistöðu Tim Hardaway Jr. á móti Miami Heat sem myndir frá sigri Phoenix Suns á Cleveland, sigur Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets og sigri New Orleans Pelicans á Golden State Warriors. Það fylgja síðan flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 4. maí 2021) NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Hardaway yngri átti frábæran leik með Dallas Mavericks þegar liðið vann 127-113 sigur á Miami Heat, skoraði tíu þriggja stiga körfur og alls 36 stig. Með sigrinum komst Dallas liðið upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni en auk Tim þá var Luka Doncic með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Liðið lék aftur á móti án Kristaps Porzingis. Tim Hardaway eldri var stjörnuleikmaður hjá Miami Heat e hann lék með félaginu á árunum 1996 til 2001. Hann var valinn í úrvalslið NBA ársins vorið 1997, annað úrvalsliðið 1998 og 1999 en eftir ferilinn þá var tían hans hengd upp í rjáfur. Hardaway eldri lék alls 367 deildarleiki með Miami og var með 17,3 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim. „Það er mjög sérstakt að fá þann heiður og þau forréttindi að fá að spila undir þessari treyju,“ sagði Tim Hardaway yngri eftir leikinn. Tim fæddist í mars 1992 og var því fjögurra ára þegar faðir hans samdi við Miami Heat og fór frá Golden State Warriors til Flórída. Hann jafnaði Dallas Mavericks metið yfir flesta þrista í leik og var aðeins sá þriðji í sögunni sem nær því að skora tíu þrista í einum leik á móti Miami Heat. Hinir tveir eru JR Smith (árið 2014) og Paul George (árið 2019). Tim á nú félagsmetið með þeim George McCloud (árið 1995) og Wesley Matthews (árið 2015). „Um leið og hann hitnaði þá varð hann stór X-faktor í leiknum,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari frammistöðu Tim Hardaway Jr. á móti Miami Heat sem myndir frá sigri Phoenix Suns á Cleveland, sigur Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets og sigri New Orleans Pelicans á Golden State Warriors. Það fylgja síðan flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 4. maí 2021)
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira