Telja ekki að eldur af þessari stærð ógni vatnsbóli borgarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 11:57 Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær kallaði á viðbrögð til að vernda vatnsból og vatnsverndarsvæði borgarinnar. Vísir/Vilhelm Gripið var til aðgerða til þess að fyrirbyggja að gróðureldur sem kviknaði í Heiðmörk í gærkvöldi kæmist í mannvirki og búnað vatnsbóla höfuðborgarinnar þar og fyrirbyggja mengunarslys. Ekki er talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði. Talið er að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk í gær. Fleiri tugir manna tóku þátt í slökkvistarfinu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hjálparsveitum og lögreglu en auk þess tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í því úr lofti. Vatnsból Reykvíkinga, Mosfellinga og Seltirninga og vatnsverndarsvæði í kringum þau eru staðsett í Heiðmörk og var nokkur viðbúnaður hjá Veitum vegna eldanna, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig var haft samráð við slökkvilið vegna aukinnar hættu á mengunarslysum sem fylgir umferð stórra ökutækja eins og dælubíla með töluverðu magni af eldsneyti um vatnsverndarsvæðið. Olíu og önnur efni geta komist af yfirborði í gegnum jarðlög og í grunnvatnsstrauma sem drykkjarvatni borgarinnar er dælt upp úr. Þá voru vatnstankar Veitna settir á yfirfall til þess að bleyta upp í yfirborði í nágrenni vatnstökumannvirkja til að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í þau og brunahanatengingar voru settar upp á einum af þremur vatnstökustöðum Veitna sem slökkvilið gat notað í Vatnsendakrikum. Veitur telja þó að vatnsgæði hafi ekki verið í hættu vegna eldsins í gær. „Neysluvatn höfuðborgarbúa er tekið úr borholum á vatnstökusvæðunum í Heiðmörk og er ekki talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði,“ segir í tilkynningunni. Búnaður vaktar efni í aðalvatnslögnum frá Heiðmörk Undanfarin ár hafa Veitur sett upp nokkra brunahana í Heiðmörk vegna hættu á gróðureldum. Þá hefur nýverið settur upp efnavöktunarbúnaður á báðum aðalvatnslögnum frá Heiðmörk til að vakta möguleg áhrif eldgoss á Reykjanesi á efnasamsetningu vatnsins sem streymir til borgarinnar. „Sá búnaður getur einnig nýst til að meta hugsanlegar breytingar, á þeim þáttum er hann mælir, af öðrum völdum, t.d. gróðurelda,“ segir í tilkynningunni. Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Talið er að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk í gær. Fleiri tugir manna tóku þátt í slökkvistarfinu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hjálparsveitum og lögreglu en auk þess tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í því úr lofti. Vatnsból Reykvíkinga, Mosfellinga og Seltirninga og vatnsverndarsvæði í kringum þau eru staðsett í Heiðmörk og var nokkur viðbúnaður hjá Veitum vegna eldanna, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig var haft samráð við slökkvilið vegna aukinnar hættu á mengunarslysum sem fylgir umferð stórra ökutækja eins og dælubíla með töluverðu magni af eldsneyti um vatnsverndarsvæðið. Olíu og önnur efni geta komist af yfirborði í gegnum jarðlög og í grunnvatnsstrauma sem drykkjarvatni borgarinnar er dælt upp úr. Þá voru vatnstankar Veitna settir á yfirfall til þess að bleyta upp í yfirborði í nágrenni vatnstökumannvirkja til að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í þau og brunahanatengingar voru settar upp á einum af þremur vatnstökustöðum Veitna sem slökkvilið gat notað í Vatnsendakrikum. Veitur telja þó að vatnsgæði hafi ekki verið í hættu vegna eldsins í gær. „Neysluvatn höfuðborgarbúa er tekið úr borholum á vatnstökusvæðunum í Heiðmörk og er ekki talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði,“ segir í tilkynningunni. Búnaður vaktar efni í aðalvatnslögnum frá Heiðmörk Undanfarin ár hafa Veitur sett upp nokkra brunahana í Heiðmörk vegna hættu á gróðureldum. Þá hefur nýverið settur upp efnavöktunarbúnaður á báðum aðalvatnslögnum frá Heiðmörk til að vakta möguleg áhrif eldgoss á Reykjanesi á efnasamsetningu vatnsins sem streymir til borgarinnar. „Sá búnaður getur einnig nýst til að meta hugsanlegar breytingar, á þeim þáttum er hann mælir, af öðrum völdum, t.d. gróðurelda,“ segir í tilkynningunni.
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21
Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35