Með 27 mörk í síðustu tveimur leikjum: Besta frammistaðan síðan í Hjartasteini Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 14:31 Blær Hinriksson hefur verið óstöðvandi í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar. vísir/hulda margrét Sennilega hefur enginn leikmaður Olís-deildar karla komið betur undan hléinu sem gert var vegna kórónuveirufaraldursins og Blær Hinriksson. Hann hefur skorað samtals 27 mörk í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar. Blær skoraði þrettán mörk þegar Afturelding laut í lægra haldi fyrir Haukum í gær, 33-25. Hann fylgdi þar með eftir fjórtán marka frammistöðu sinni í 35-33 tapinu fyrir Stjörnunni í fyrsta leik Aftureldingar eftir hléið. Samtals hefur Blær því skorað 27 mörk í síðustu tveimur leikjum Mosfellinga. Og það úr aðeins 33 skotum. Það gerir 82 prósent skotnýtingu sem er lygilega góð fyrir útispilara. Í leiknum gegn Stjörnunni skoraði Blær helming marka sinna, eða sjö, af vítalínunni. Í gær komu aðeins fjögur mörk af vítalínunni. Í leikjunum tveimur hefur hann aðeins klikkað á einu víti, því fyrsta gegn Stjörnunni. Síðan þá hefur hann skorað úr ellefu vítum í röð. Mörk Blæs í leikjunum gegn Stjörnunni og Haukum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mörk Blæs gegn Stjörnunni og Haukum Auk markanna 27 hefur Blær gefið sex stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar og því komið með beinum hætti að 33 af 58 mörkum liðsins. Úrslitin hafa vissulega ekki verið hagstæð fyrir Aftureldingu eftir hléið en það er lítið við Blæ að sakast. Blæ hafa ekki haldið nein bönd í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar.vísir/hulda margrét Í ellefu leikjum fyrir síðasta hléið skoraði Blær samtals 53 mörk. Þau eru nú alls orðin áttatíu og Blær hefur klifrað hratt upp listann yfir markahæstu leikmenn Olís-deildarinnar. Hann er núna í 10.-11. sæti markalistans. Blær þreytti frumraun sína í Olís-deildinni með HK á síðasta tímabili. Hann lék ekki mikið vegna meiðsla en skoraði samt 5,1 mark að meðaltali í leik. Skotnýtingin var þó aðeins 47 prósent en núna er hún 65 prósent. Hinn nítján ára Blær gekk í raðir Aftureldingar í sumar og hefur fengið mikla ábyrgð og stórt hlutverk í þeim miklu meiðslum sem hafa dunið á liðinu. Og það er óhætt að segja að hann hafi staðið undir ábyrgðinni. Blær ásamt Baldri Einarssyni, mótleikara sínum í Hjartasteini.getty/Jalal Morchidi Margir kannast eflaust við Blæ úr kvikmyndinni Hjartasteini frá 2016. Myndin fékk afar góðar viðtökur og Blær fékk Edduverðlaun fyrir frammistöðu sína í henni. Segja má að leiklistin sé Blæ í blóð borin. Faðir hans, Hinrik Ólafsson, er þekktur leikari og föðurbróðir hans er sjálfur Egill Ólafsson. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Blær skoraði þrettán mörk þegar Afturelding laut í lægra haldi fyrir Haukum í gær, 33-25. Hann fylgdi þar með eftir fjórtán marka frammistöðu sinni í 35-33 tapinu fyrir Stjörnunni í fyrsta leik Aftureldingar eftir hléið. Samtals hefur Blær því skorað 27 mörk í síðustu tveimur leikjum Mosfellinga. Og það úr aðeins 33 skotum. Það gerir 82 prósent skotnýtingu sem er lygilega góð fyrir útispilara. Í leiknum gegn Stjörnunni skoraði Blær helming marka sinna, eða sjö, af vítalínunni. Í gær komu aðeins fjögur mörk af vítalínunni. Í leikjunum tveimur hefur hann aðeins klikkað á einu víti, því fyrsta gegn Stjörnunni. Síðan þá hefur hann skorað úr ellefu vítum í röð. Mörk Blæs í leikjunum gegn Stjörnunni og Haukum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mörk Blæs gegn Stjörnunni og Haukum Auk markanna 27 hefur Blær gefið sex stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar og því komið með beinum hætti að 33 af 58 mörkum liðsins. Úrslitin hafa vissulega ekki verið hagstæð fyrir Aftureldingu eftir hléið en það er lítið við Blæ að sakast. Blæ hafa ekki haldið nein bönd í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar.vísir/hulda margrét Í ellefu leikjum fyrir síðasta hléið skoraði Blær samtals 53 mörk. Þau eru nú alls orðin áttatíu og Blær hefur klifrað hratt upp listann yfir markahæstu leikmenn Olís-deildarinnar. Hann er núna í 10.-11. sæti markalistans. Blær þreytti frumraun sína í Olís-deildinni með HK á síðasta tímabili. Hann lék ekki mikið vegna meiðsla en skoraði samt 5,1 mark að meðaltali í leik. Skotnýtingin var þó aðeins 47 prósent en núna er hún 65 prósent. Hinn nítján ára Blær gekk í raðir Aftureldingar í sumar og hefur fengið mikla ábyrgð og stórt hlutverk í þeim miklu meiðslum sem hafa dunið á liðinu. Og það er óhætt að segja að hann hafi staðið undir ábyrgðinni. Blær ásamt Baldri Einarssyni, mótleikara sínum í Hjartasteini.getty/Jalal Morchidi Margir kannast eflaust við Blæ úr kvikmyndinni Hjartasteini frá 2016. Myndin fékk afar góðar viðtökur og Blær fékk Edduverðlaun fyrir frammistöðu sína í henni. Segja má að leiklistin sé Blæ í blóð borin. Faðir hans, Hinrik Ólafsson, er þekktur leikari og föðurbróðir hans er sjálfur Egill Ólafsson. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira