Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Snorri Másson skrifar 5. maí 2021 10:45 Sigmar Vilhjálmsson segir að enginn geti sett sig í spor Sölva Tryggvasonar þessa stundina. Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. „Ég held að þú þurfir að vera ómennskur ef þetta snertir þig ekki. Það er engin leið að setja sig í þessi spor að fá svona líkamsárás á mannorð þitt sem þetta er,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta fái okkur til að hugsa. Því miður þurfa ný mál að koma upp til að fá okkur til að hugsa okkur um, og svo líður tíminn og við beygjum aftur af leið, en svo kemur nýtt mál sem minnir okkur á þetta,“ segir Sigmar. Á hringrás sinni á Instagram í gær sýndi Sigmar frá sjálfum sér þegar hann horfði á þátt Sölva og grét með Sölva. Með því vildi Sigmar sýna þeim málstað stuðning að tilfinningar skipti máli. Sigmar brast í grát þegar hann fylgdist með þeim kafla þar sem Sölvi lýsti því þegar fjölskyldumeðlimir hans hefðu haft áhyggjur af því að hann færi sjálfum sér að voða. Þær áhyggjur urðu til eftir að sögusagnir urðu háværar í samfélaginu þess efnis að Sölvi hefði misþyrmt vændiskonu og verið handtekinn af lögreglu. Þær sögur eru þvættingur, sagði Sölvi. Sölvi hefur sýnt fram á málaskrá frá lögreglu þar sem fram kemur að lögreglan hafi engin afskipti haft af honum frá 1. apríl. Sölvi sagði í þætti sínum í gær að hann hefði þó sjálfur haft samband við lögreglu í marsmánuði vegna þess sem hann kallaði hótanir einstaklings um að valda honum mannorðsmissi. Sigmar segir á Instagram: „Maður veltir fyrir sér: Hvað er að okkur? Ég datt inn á kafla í viðtalinu sem var í rauninni stórkostlegur. Sölvi leyfir sér að sýna, ekki bara tilfinningar, heldur opnar hann sig. Mér finnst það hugrekki og mér finnst það styrkur, að hann skuli síðan gefa út þennan þátt. Ef fólk heldur að það sé kjánalegt að gráta, þá er það það ekki. Ég ætla að henda inn þessari upptöku núna sem ákveðinni stuðningsyfirlýsingu um það að tilfinningar eru mikilvægar og grátur er ein birtingarmynd þeirra.“ Klippa: Simmi Vill hrærður yfir viðtali Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Ég held að þú þurfir að vera ómennskur ef þetta snertir þig ekki. Það er engin leið að setja sig í þessi spor að fá svona líkamsárás á mannorð þitt sem þetta er,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta fái okkur til að hugsa. Því miður þurfa ný mál að koma upp til að fá okkur til að hugsa okkur um, og svo líður tíminn og við beygjum aftur af leið, en svo kemur nýtt mál sem minnir okkur á þetta,“ segir Sigmar. Á hringrás sinni á Instagram í gær sýndi Sigmar frá sjálfum sér þegar hann horfði á þátt Sölva og grét með Sölva. Með því vildi Sigmar sýna þeim málstað stuðning að tilfinningar skipti máli. Sigmar brast í grát þegar hann fylgdist með þeim kafla þar sem Sölvi lýsti því þegar fjölskyldumeðlimir hans hefðu haft áhyggjur af því að hann færi sjálfum sér að voða. Þær áhyggjur urðu til eftir að sögusagnir urðu háværar í samfélaginu þess efnis að Sölvi hefði misþyrmt vændiskonu og verið handtekinn af lögreglu. Þær sögur eru þvættingur, sagði Sölvi. Sölvi hefur sýnt fram á málaskrá frá lögreglu þar sem fram kemur að lögreglan hafi engin afskipti haft af honum frá 1. apríl. Sölvi sagði í þætti sínum í gær að hann hefði þó sjálfur haft samband við lögreglu í marsmánuði vegna þess sem hann kallaði hótanir einstaklings um að valda honum mannorðsmissi. Sigmar segir á Instagram: „Maður veltir fyrir sér: Hvað er að okkur? Ég datt inn á kafla í viðtalinu sem var í rauninni stórkostlegur. Sölvi leyfir sér að sýna, ekki bara tilfinningar, heldur opnar hann sig. Mér finnst það hugrekki og mér finnst það styrkur, að hann skuli síðan gefa út þennan þátt. Ef fólk heldur að það sé kjánalegt að gráta, þá er það það ekki. Ég ætla að henda inn þessari upptöku núna sem ákveðinni stuðningsyfirlýsingu um það að tilfinningar eru mikilvægar og grátur er ein birtingarmynd þeirra.“ Klippa: Simmi Vill hrærður yfir viðtali Sölva Tryggva
Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira