Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Snorri Másson skrifar 4. maí 2021 21:53 Breiðholtið í kvöldsólinni: Reykkennt ský yfir borginni átti upptök sín í mekkinum úr Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að ástandið sé ekki að versna, en að heilmikil vinna sé fram undan. „Þetta er aðeins betra,“ segir varðstjórinn. „Þetta er eitthvað í rénun en hvað gerist vitum við ekki. Við þorum ekki að lofa neinu um að við séum að ná utan um þetta en við erum að reyna það,“ segir varðstjórinn. „Ástandið er alla vega ekki að versna en við sjáum ekki fyrir endann á þessu eins og er.“ Þegar er ljóst að eldurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð á stórum fleti, sem talið er að séu um tveir ferkílómetrar. Flatarmál Heiðmerkursvæðið nemur alls rúmum 30 ferkílómetrum. Á þessari stundu eru fleiri en 70 manns við slökkvistarf á svæðinu og ljóst að aðgerðirnar geta staðið fram á nótt. Heiðmörk er vatnsverndarsvæði, þar sem vatnsbólið er sem þjónustar íbúa höfuðborgarsvæðisins. Óttast var að það væri í hættu í dag en að svo stöddu hefur ekkert komið fram um að mengun hafi ratað í uppsprettuna. „Þetta er mjög bagalegt,“ sagði Vernharður Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliðinu, en hann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hve óheppileg staðsetning brunans væri með tilliti til eldvarna. Fara þyrfti langar leiðir með vatn fyrir slökkvistarfið og lítið væri um greiðar aðkomuleiðir. Mökk lagði frá Heiðmörk í dag, sem mátti jafnvel sjá frá Akranesi. Reykurinn hefur heldur minnkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið, eins og sjá má á myndinni efst í fréttinni. Meðfylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, í kvöld. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að ástandið sé ekki að versna, en að heilmikil vinna sé fram undan. „Þetta er aðeins betra,“ segir varðstjórinn. „Þetta er eitthvað í rénun en hvað gerist vitum við ekki. Við þorum ekki að lofa neinu um að við séum að ná utan um þetta en við erum að reyna það,“ segir varðstjórinn. „Ástandið er alla vega ekki að versna en við sjáum ekki fyrir endann á þessu eins og er.“ Þegar er ljóst að eldurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð á stórum fleti, sem talið er að séu um tveir ferkílómetrar. Flatarmál Heiðmerkursvæðið nemur alls rúmum 30 ferkílómetrum. Á þessari stundu eru fleiri en 70 manns við slökkvistarf á svæðinu og ljóst að aðgerðirnar geta staðið fram á nótt. Heiðmörk er vatnsverndarsvæði, þar sem vatnsbólið er sem þjónustar íbúa höfuðborgarsvæðisins. Óttast var að það væri í hættu í dag en að svo stöddu hefur ekkert komið fram um að mengun hafi ratað í uppsprettuna. „Þetta er mjög bagalegt,“ sagði Vernharður Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliðinu, en hann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hve óheppileg staðsetning brunans væri með tilliti til eldvarna. Fara þyrfti langar leiðir með vatn fyrir slökkvistarfið og lítið væri um greiðar aðkomuleiðir. Mökk lagði frá Heiðmörk í dag, sem mátti jafnvel sjá frá Akranesi. Reykurinn hefur heldur minnkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið, eins og sjá má á myndinni efst í fréttinni. Meðfylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, í kvöld. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01