Stærðarmunur á forsetahjónum vekur furðu Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2021 15:01 Myndin sem vakti kátínu og furðu netverja, frá vinstri: Jill Biden, Jimmy Carter, Rosalynn Carter og Joe Biden. Hvíta húsið/Carter-miðstöðin Mynd af forsetahjónum Bandaríkjanna með Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, og Rosalynn eiginkonu hans, hefur vakið mikla furðu og kátínu á samfélagsmiðlum. Á henni virðast Biden-hjónin eins og risar við hlið Carter-hjónanna en allt á það sér þó einfaldari skýringar. Joe og Jill Biden, núverandi forsetahjón Bandaríkjanna, heimsóttu Carter-hjónin á heimili þeirra í Georgíu fyrir helgi. Eftir heimsóknina birtu Hvíta húsið og Carter-miðstöðin mynd sem var tekin af því tilefni þar sem Biden-hjónin krjúpa við hlið Carter-hjónanna sem sitja í hægindastólum. Á henni virðast Biden-hjónin gnæfa yfir nær dvergvöxnum Carter-hjónunum. Netverjar og aðrir gárungar furðuðu sig fljótt á stærðarmuninum. Washington Post segir að í morgun hafi fleiri en þrettán þúsund manns deilt myndinni á samfélagsmiðlinum Twitter með spurningum um hvort að Biden-hjónin séu risar, Carter-hjónin agnarsmá og hvort að myndin hafi verið tekin í leikmyndinni fyrir kvikmyndirnar um Hobbitana, ættbálk smávaxins mannfólks í söguheimi Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien. Joe and Jill Biden this afternoon pic.twitter.com/tPngeKaB7V— Mike Scollins (@mikescollins) May 4, 2021 Bandaríska blaðið bendir þó á að svarið sé einfaldara en svo. Hæðarmunur er á Biden-hjónunum og Carter-hjónunum en þau fyrrnefndu eru þó nokkuð hærri. Þá eru Carter-hjónin eldri en núverandi forsetahjónin. Jimmy Carter er 96 ára og Rosalynn er 93 ára. Þekkt er að fólk skreppur saman með aldrinum. Fleira spilar þó inn í sem tengist myndatökunni sjálfri. Bæði virðist myndin hafa verið tekin með víðri linsu og miklu blossaljósi. Þrátt fyrir að Biden forseti krjúpi töluvert fyrir framan Rosalynn Carter dragi blossaljósið úr skuggum sem leika lykilhlutverk í dýptarskynjum á ljósmyndum. Þannig virðast þau hlið við hlið á myndinni. Víð linsan, sem líklega var notuð til að ná hjónunum saman í þröngu rými á einni mynd, ýkir þau áhrif. There. I fixed it. pic.twitter.com/dmjLiX3oXk— Deonardo La Vinci (@DeonardoLeVinci) May 4, 2021 Bandaríkin Jimmy Carter Joe Biden Grín og gaman Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Joe og Jill Biden, núverandi forsetahjón Bandaríkjanna, heimsóttu Carter-hjónin á heimili þeirra í Georgíu fyrir helgi. Eftir heimsóknina birtu Hvíta húsið og Carter-miðstöðin mynd sem var tekin af því tilefni þar sem Biden-hjónin krjúpa við hlið Carter-hjónanna sem sitja í hægindastólum. Á henni virðast Biden-hjónin gnæfa yfir nær dvergvöxnum Carter-hjónunum. Netverjar og aðrir gárungar furðuðu sig fljótt á stærðarmuninum. Washington Post segir að í morgun hafi fleiri en þrettán þúsund manns deilt myndinni á samfélagsmiðlinum Twitter með spurningum um hvort að Biden-hjónin séu risar, Carter-hjónin agnarsmá og hvort að myndin hafi verið tekin í leikmyndinni fyrir kvikmyndirnar um Hobbitana, ættbálk smávaxins mannfólks í söguheimi Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien. Joe and Jill Biden this afternoon pic.twitter.com/tPngeKaB7V— Mike Scollins (@mikescollins) May 4, 2021 Bandaríska blaðið bendir þó á að svarið sé einfaldara en svo. Hæðarmunur er á Biden-hjónunum og Carter-hjónunum en þau fyrrnefndu eru þó nokkuð hærri. Þá eru Carter-hjónin eldri en núverandi forsetahjónin. Jimmy Carter er 96 ára og Rosalynn er 93 ára. Þekkt er að fólk skreppur saman með aldrinum. Fleira spilar þó inn í sem tengist myndatökunni sjálfri. Bæði virðist myndin hafa verið tekin með víðri linsu og miklu blossaljósi. Þrátt fyrir að Biden forseti krjúpi töluvert fyrir framan Rosalynn Carter dragi blossaljósið úr skuggum sem leika lykilhlutverk í dýptarskynjum á ljósmyndum. Þannig virðast þau hlið við hlið á myndinni. Víð linsan, sem líklega var notuð til að ná hjónunum saman í þröngu rými á einni mynd, ýkir þau áhrif. There. I fixed it. pic.twitter.com/dmjLiX3oXk— Deonardo La Vinci (@DeonardoLeVinci) May 4, 2021
Bandaríkin Jimmy Carter Joe Biden Grín og gaman Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira